„Ég er óánægðastur með atvinnumennina mína“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. febrúar 2024 22:12 Maté Dalmay hefur fáar ástæður til að brosa þessa dagana Vísir/Hulda Margrét Maté Dalmay, þjálfari Hauka, mátti sætta sig við enn einn tapið í Subway-deild karla í kvöld þegar Haukar töpuðu á útivelli gegn toppliði Vals, 82-72. Hann kallaði eftir því að hans sterkustu leikmenn færu að stíga upp og sýna hvað þeir fá borgað fyrir. „Fullt af hlutum sem gengu vel upp í vörn en við erum ekki að ná að skora neinar auðveldar körfur. Við fáum á okkur ruðninga og tapaða bolta upp úr hraðaupphlaupum. Á einhverjum tímapuntki vera bara einhverjir leikmenn að sýna einhver einstaklingsgæði.“ „Þetta er svolítið sagan okkar eftir áramót. Við höfum aldrei fengið einhvern skell. Við erum alltaf að tapa með tíu stigum. Alltaf. Það vantar alltaf eitthvað meira. Það sem situr eftir í hausnum á mér er að þegar við náum að tengja tvær þrjár varnir og erum að koma sex stigum niður í fjögur, eða tíu stigum niður í átta. Öll þessi móment klúðrast.“ Maté rifjaði í þessu samhengi upp hvernig liðið tapaði leik gegn Valsliðinu í fyrra. „Ekki eins og í fyrra. Þá kom Kári og setti tvo þrista bara af driplinu. Einstaklingsgæði hins liðsins bjuggu til þennan tíu stiga mun aftur. Í dag, þá bara hlaupa David Okeke og De‘Sean Parsons mennina sína ítrekað niður. Þeir senda hann ekki eða þeir senda hann of seint. Ákvarðanatakan hjá okkur í auðveldum færum er upp á núll.“ Neistinn ekki til staðar Það var ekki að sjá á leik Hauka að það væri mikið undir í leiknum í kvöld. Neistinn virtist hreinlega ekki vera til staðar og Maté tók undir það. „Já, og hann er bara ekki búinn að vera til staðar.“ Hvar geturðu fundið hann á þessum tímapunkti, nú þegar tímabilið er að hlaupa frá ykkur? „Ég held að menn þurfi bara að byrja svolítið á sjálfum sér. Til hvers eru þeir í körfubolta? Ég held að það sé enginn sem taldi einhverja möguleika á að værum að fara í úrslitakeppnina. Innst inni er enginn sem trúir því í liðinu eða í kringum Hauka að við séum að fara að vinna sex sjö leiki í röð og Tindastóll eða Stjarnan tapi fimm af sjö.“ „Fyrir mér snýst þetta meira um það mæta hérna og gefa allt sem þú átt því þú ert í körfubolta og í keppnisíþrótt á hæsta stigi á Íslandi. Ég er held ég bara óánægðastur með atvinnumennina mína í þessu. Ég efast ekkert um það að Hilmir eða Kristófer Breki eða Daði Lár gefi líf og sál í þetta. En það eru ekki þeir, með fullri virðingu, sem eru að fara að vinna topplið Vals. Það þarf að koma frá toppunum í liðinu.“ Maté var yfirlýsingaglaður fyrir tímabilið og sagði Hauka ætla að vinna alla titla í öllum flokkum. Það markmið er klárlega runnið Haukum úr greipum en Maté er þó ekki af baki dottinn og í raun ekki svekktur, í það minnsta ekki lengur. „Við getum nú ennþá unnið alla yngri flokkana, við erum góðir þar! Eins og ég var að tala um inni í klefa. Fáum allavega það út úr þessu að Hilmir og Kristófer Breki verði tilbúnari á næstu leiktíð. Að Hugi verði tilbúnari á næstu leiktíð. Tómas Orri, tvítugur, ekki með okkur núna. Við þurfum alla vega að ná að smíða íslenskan kjarna fyrir næstu leiktíð og verða betri.“ „En svekktur? Ég er kominn yfir það. Ég gerði mér grein fyrir því þegar við sprengdum upp liðið okkar fyrir jól að við vorum ekki að fara að verða Íslandsmeistarar. Það hefðu íslenskir leikmenn þurft að springa út. Sigvaldi með höfuðmeiðsli og svo fleiri sem hefðu þurft að taka einhver skref eins og við sáum leikmenn gera í fyrra hjá okkur. Það náðist ekki. Svo er náttúrulega lykilmannarótið á okkur búið að vera mjög vont, upp á að ná einhverjum markmiðum.“ Þrátt fyrir að vera farinn að hugsa til framtíðar er Maté þó enn með fókusinn á þessu tímabili, enda Haukar enn tölfræðilega séð í fallbaráttu. „Nei, við þurfum að taka einhverja sigra. Blikarnir eru búnir að vera í dauðafæri að vinna einhverja leiki. Ég er ekki að segja að þeir séu að fara að taka þrjá af sex, en segjum að þeir vinni næsta leik og vinni svo Hamar, þá er þetta ekki lengur í okkar höndum. Við þurfum að vinna Stjörnuna í næstu viku, byrja á því. En ef lykilmenn mæta áhugalausir, þá nota ég frekar ungan íslenskan leikmann sem að gefur líf og sál. Og það er ekkert af því að ég er að gefast upp. Það er bara vegna þess að ég held að þá séu meiri möguleikar í því mómenti að vinna helvítis leikinn.“ Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
„Fullt af hlutum sem gengu vel upp í vörn en við erum ekki að ná að skora neinar auðveldar körfur. Við fáum á okkur ruðninga og tapaða bolta upp úr hraðaupphlaupum. Á einhverjum tímapuntki vera bara einhverjir leikmenn að sýna einhver einstaklingsgæði.“ „Þetta er svolítið sagan okkar eftir áramót. Við höfum aldrei fengið einhvern skell. Við erum alltaf að tapa með tíu stigum. Alltaf. Það vantar alltaf eitthvað meira. Það sem situr eftir í hausnum á mér er að þegar við náum að tengja tvær þrjár varnir og erum að koma sex stigum niður í fjögur, eða tíu stigum niður í átta. Öll þessi móment klúðrast.“ Maté rifjaði í þessu samhengi upp hvernig liðið tapaði leik gegn Valsliðinu í fyrra. „Ekki eins og í fyrra. Þá kom Kári og setti tvo þrista bara af driplinu. Einstaklingsgæði hins liðsins bjuggu til þennan tíu stiga mun aftur. Í dag, þá bara hlaupa David Okeke og De‘Sean Parsons mennina sína ítrekað niður. Þeir senda hann ekki eða þeir senda hann of seint. Ákvarðanatakan hjá okkur í auðveldum færum er upp á núll.“ Neistinn ekki til staðar Það var ekki að sjá á leik Hauka að það væri mikið undir í leiknum í kvöld. Neistinn virtist hreinlega ekki vera til staðar og Maté tók undir það. „Já, og hann er bara ekki búinn að vera til staðar.“ Hvar geturðu fundið hann á þessum tímapunkti, nú þegar tímabilið er að hlaupa frá ykkur? „Ég held að menn þurfi bara að byrja svolítið á sjálfum sér. Til hvers eru þeir í körfubolta? Ég held að það sé enginn sem taldi einhverja möguleika á að værum að fara í úrslitakeppnina. Innst inni er enginn sem trúir því í liðinu eða í kringum Hauka að við séum að fara að vinna sex sjö leiki í röð og Tindastóll eða Stjarnan tapi fimm af sjö.“ „Fyrir mér snýst þetta meira um það mæta hérna og gefa allt sem þú átt því þú ert í körfubolta og í keppnisíþrótt á hæsta stigi á Íslandi. Ég er held ég bara óánægðastur með atvinnumennina mína í þessu. Ég efast ekkert um það að Hilmir eða Kristófer Breki eða Daði Lár gefi líf og sál í þetta. En það eru ekki þeir, með fullri virðingu, sem eru að fara að vinna topplið Vals. Það þarf að koma frá toppunum í liðinu.“ Maté var yfirlýsingaglaður fyrir tímabilið og sagði Hauka ætla að vinna alla titla í öllum flokkum. Það markmið er klárlega runnið Haukum úr greipum en Maté er þó ekki af baki dottinn og í raun ekki svekktur, í það minnsta ekki lengur. „Við getum nú ennþá unnið alla yngri flokkana, við erum góðir þar! Eins og ég var að tala um inni í klefa. Fáum allavega það út úr þessu að Hilmir og Kristófer Breki verði tilbúnari á næstu leiktíð. Að Hugi verði tilbúnari á næstu leiktíð. Tómas Orri, tvítugur, ekki með okkur núna. Við þurfum alla vega að ná að smíða íslenskan kjarna fyrir næstu leiktíð og verða betri.“ „En svekktur? Ég er kominn yfir það. Ég gerði mér grein fyrir því þegar við sprengdum upp liðið okkar fyrir jól að við vorum ekki að fara að verða Íslandsmeistarar. Það hefðu íslenskir leikmenn þurft að springa út. Sigvaldi með höfuðmeiðsli og svo fleiri sem hefðu þurft að taka einhver skref eins og við sáum leikmenn gera í fyrra hjá okkur. Það náðist ekki. Svo er náttúrulega lykilmannarótið á okkur búið að vera mjög vont, upp á að ná einhverjum markmiðum.“ Þrátt fyrir að vera farinn að hugsa til framtíðar er Maté þó enn með fókusinn á þessu tímabili, enda Haukar enn tölfræðilega séð í fallbaráttu. „Nei, við þurfum að taka einhverja sigra. Blikarnir eru búnir að vera í dauðafæri að vinna einhverja leiki. Ég er ekki að segja að þeir séu að fara að taka þrjá af sex, en segjum að þeir vinni næsta leik og vinni svo Hamar, þá er þetta ekki lengur í okkar höndum. Við þurfum að vinna Stjörnuna í næstu viku, byrja á því. En ef lykilmenn mæta áhugalausir, þá nota ég frekar ungan íslenskan leikmann sem að gefur líf og sál. Og það er ekkert af því að ég er að gefast upp. Það er bara vegna þess að ég held að þá séu meiri möguleikar í því mómenti að vinna helvítis leikinn.“
Körfubolti Subway-deild karla Haukar Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira