Fótbolti

Ceferin býður sig ekki aftur fram sem for­seti UEFA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aleksander Ceferin hefur verið forseti UEFA síðan 2016.
Aleksander Ceferin hefur verið forseti UEFA síðan 2016. getty/Kristy Sparow

Aleksander Ceferin ætlar ekki að bjóða sig fram til endurkjörs sem forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA.

Ceferin tók við sem forseti UEFA af Michel Platini þegar Frakkinn var dæmdur í bann frá fótbolta 2016. Ceferin mun sitja á forsetastóli UEFA til 2027 þegar verður kosið næst.

„Fyrir sex mánuðum ákvað ég að ég myndi ekki bjóða mig aftur fram. Ástæðan er að eftir einhvern tíma þurfa öll samtök nýtt blóð en aðallega vegna þess að ég hef verið sjö ár frá fjölskyldu minni,“ sagði Ceferin á blaðamannafundi eftir ársþing UEFA í París.

Þessi tíðindi koma skömmu eftir að UEFA breytti reglum sínum sem hefði gert Ceferin kleift að bjóða sig aftur fram 2027 og sitja þá á forsetastóli til 2031.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×