Heiðar Örn svarar Úlfari fullum hálsi Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2024 17:50 Heiðar Örn fréttastjóri Ríkisútvarpsins hefur ýmislegt við umvandanir Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra að athuga. Vísir/Vilhelm Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins gengst við frekju, ef það að kvarta undan skertu aðgengi megi túlkast sem svo. „Ég hef á þessu tímabili sem liðið er frá 10. nóvember talað nokkrum sinnum við Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóra í síma. Og þá með það að markmiði að auka aðgengi allra fjölmiðla að svæðinu. Allir fjölmiðlar hafa kvartað undan þessu skerta aðgengi og ef hann túlkar það sem frekju, þá gengst ég við því,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi. Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík í dag en að sögn Úlfars fylgdi það ekki tilmælum öryggisstjóra á svæðinu. Úlfar notaði tækifærið og lét RÚV heyra það, hann sagði samstarf við aðra fjölmiðla í góðu lagi en starfsmenn RÚV væru sérlega erfiðir og nefndi hann meðal annars frekju sem hann greindi í tali Heiðars Arnar í samskiptum við sig. Heiðar Örn segir reglurnar hins vegar ómálefnalegar. Hann segir staðreyndina þá að aðgengi fjölmiðla að Grindavík hafa verið verulega skert síðustu vikur og þeir geti afar illa sinnt því mikilvæga hlutverki sem er að skrásetja söguna sem þarna vindur fram. Voru að taka viðtal við íbúa Grindavíkur „Lögreglustjórinn á svæðinu vísar í rökstuðningi sínum til þess að sýna þurfi íbúum bæjarins tillitsemi og því sé fjölmiðlum ekki hleypt í bæinn eða, þegar þeim er hleypt í bæinn, þá ekki í íbúðahverfin. Íbúum var í dag hleypt á heimili sín á ákveðnum svæðum. Fjölmiðlum var hleypt á mjög afmarkað svæði við höfnina þar sem þeir áttu að vera í fylgd sérsveitarmanna. Íbúar fara um bæinn án lögreglufylgdar.“ Fréttastjórinn segir að fréttateymi RÚV hafði verið í sambandi við íbúa sem bauð þeim á heimili sitt og var tilbúinn að veita viðtal og að leyfa myndatökur af búslóðarflutningum. Helst er á fréttastjóra Ríkisútvarpsins að skilja að Úlfar hafi farið fram úr sér í umvöndunum sínum í garð Ríkisútvarpsins.vísir/ívar fannar „Leyfa okkur að skrásetja sögu þeirra sem þurfa að flytja búslóðina sína úr bænum og eiga mögulega aldrei afturkvæmt. Þessar sögur hefur ekki verið hægt að segja eða skrásetja vegna þeirra reglna sem lögreglustjórinn setur.“ Þá segir Heiðar Örn að þegar farið sé inn á heimili í boði íbúa til að mynda og taka viðtal gildi trauðla rök lögreglustjórans um að halda þurfi fjölmiðlum frá íbúum af tillitsemi við þá. „Ekki getur lögreglustjórinn bannað íbúum að ræða við fjölmiðla eða bjóða fólki á heimili sín.“ Reyndi að ná í Úlfar en hann svaraði ekki Þessu til viðbótar sé vitað að undanfarna daga hafa fjölmiðlamenn fengið að vera án eftirlits í bænum, tekið viðtöl og sinnt sínum störfum. „Það gátu þeir gert með því að koma í bæinn með fólki sem hafði QR kóða. Við vitum að Almannavarnir vita af þessu en samt er öðrum fjölmiðlum bannað að ræða við Grindvíkinga á þeirra heimilum.“ Það var á þessum forsendum sem Heiðar Örn ákvað að láta reyna á þau höft sem lögreglustjórinn hefur sett á starfsemi fjölmiðla á svæðinu. „Ég reyndi að ná í Úlfar í dag til að ræða þetta við hann en hann svaraði ekki síma.“ Heiðar Örn segir að Úlfar láti í það skína að þetta muni hafa afleiðingar fyrir alla fjölmiðla. „Ég treysti því að þær afleiðingar verði í áttina að auknu aðgengi eða, að öðrum kosti, rökstuðningur sem haldi,“ segir Heiðar Örn. BÍ segir Úlfar leggja stein í götu fjölmiðla Því má svo við þetta bæta að Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt ríkinu til viðurkenningar á rétti blaðamanna til að stunda störf sín í Grindavík. Styður það við orð Heiðars. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands hefur kært ríkið vegna aðgerða lögreglustjórans á Suðurnesjum.vísir/vilhelm BÍ óskaði í dag eftir flýtimeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þessa máls. En félagið krefst þess að viðurkennt verði með dómi að blaðamönnum sé það heimilt án sérstaks leyfis lögreglustjórans á Suðurnesjum, fari þeir að þeim almennu fyrirmælum sem í gildi eru á hverjum tíma um umferð um bæinn og lokun einstakra svæða og öðrum lögmætum fyrirmælum lögreglu. „Frá 16. janúar hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum nær alfarið bannað blaðamönnum að stunda sín störf í Grindavík þó svo að umfangsmiklar aðgerðir hafi farið þar fram á vegum stjórnvalda auk þess sem íbúum var heimilað að vitja eigna sinna. Að kvöldi 4. febrúar sl. fengu fjölmiðlar tilkynningu frá lögreglustjóranum um að morguninn eftir yrði stefnt að því að fara með fjölmiðla til Grindavíkur í fylgd viðbragðsaðila,“ segir meðal annars í tilkynningu frá BÍ. Fjölmiðlar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisútvarpið Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
„Ég hef á þessu tímabili sem liðið er frá 10. nóvember talað nokkrum sinnum við Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóra í síma. Og þá með það að markmiði að auka aðgengi allra fjölmiðla að svæðinu. Allir fjölmiðlar hafa kvartað undan þessu skerta aðgengi og ef hann túlkar það sem frekju, þá gengst ég við því,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi. Fréttateymi RÚV lét sig hverfa í Grindavík í dag en að sögn Úlfars fylgdi það ekki tilmælum öryggisstjóra á svæðinu. Úlfar notaði tækifærið og lét RÚV heyra það, hann sagði samstarf við aðra fjölmiðla í góðu lagi en starfsmenn RÚV væru sérlega erfiðir og nefndi hann meðal annars frekju sem hann greindi í tali Heiðars Arnar í samskiptum við sig. Heiðar Örn segir reglurnar hins vegar ómálefnalegar. Hann segir staðreyndina þá að aðgengi fjölmiðla að Grindavík hafa verið verulega skert síðustu vikur og þeir geti afar illa sinnt því mikilvæga hlutverki sem er að skrásetja söguna sem þarna vindur fram. Voru að taka viðtal við íbúa Grindavíkur „Lögreglustjórinn á svæðinu vísar í rökstuðningi sínum til þess að sýna þurfi íbúum bæjarins tillitsemi og því sé fjölmiðlum ekki hleypt í bæinn eða, þegar þeim er hleypt í bæinn, þá ekki í íbúðahverfin. Íbúum var í dag hleypt á heimili sín á ákveðnum svæðum. Fjölmiðlum var hleypt á mjög afmarkað svæði við höfnina þar sem þeir áttu að vera í fylgd sérsveitarmanna. Íbúar fara um bæinn án lögreglufylgdar.“ Fréttastjórinn segir að fréttateymi RÚV hafði verið í sambandi við íbúa sem bauð þeim á heimili sitt og var tilbúinn að veita viðtal og að leyfa myndatökur af búslóðarflutningum. Helst er á fréttastjóra Ríkisútvarpsins að skilja að Úlfar hafi farið fram úr sér í umvöndunum sínum í garð Ríkisútvarpsins.vísir/ívar fannar „Leyfa okkur að skrásetja sögu þeirra sem þurfa að flytja búslóðina sína úr bænum og eiga mögulega aldrei afturkvæmt. Þessar sögur hefur ekki verið hægt að segja eða skrásetja vegna þeirra reglna sem lögreglustjórinn setur.“ Þá segir Heiðar Örn að þegar farið sé inn á heimili í boði íbúa til að mynda og taka viðtal gildi trauðla rök lögreglustjórans um að halda þurfi fjölmiðlum frá íbúum af tillitsemi við þá. „Ekki getur lögreglustjórinn bannað íbúum að ræða við fjölmiðla eða bjóða fólki á heimili sín.“ Reyndi að ná í Úlfar en hann svaraði ekki Þessu til viðbótar sé vitað að undanfarna daga hafa fjölmiðlamenn fengið að vera án eftirlits í bænum, tekið viðtöl og sinnt sínum störfum. „Það gátu þeir gert með því að koma í bæinn með fólki sem hafði QR kóða. Við vitum að Almannavarnir vita af þessu en samt er öðrum fjölmiðlum bannað að ræða við Grindvíkinga á þeirra heimilum.“ Það var á þessum forsendum sem Heiðar Örn ákvað að láta reyna á þau höft sem lögreglustjórinn hefur sett á starfsemi fjölmiðla á svæðinu. „Ég reyndi að ná í Úlfar í dag til að ræða þetta við hann en hann svaraði ekki síma.“ Heiðar Örn segir að Úlfar láti í það skína að þetta muni hafa afleiðingar fyrir alla fjölmiðla. „Ég treysti því að þær afleiðingar verði í áttina að auknu aðgengi eða, að öðrum kosti, rökstuðningur sem haldi,“ segir Heiðar Örn. BÍ segir Úlfar leggja stein í götu fjölmiðla Því má svo við þetta bæta að Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt ríkinu til viðurkenningar á rétti blaðamanna til að stunda störf sín í Grindavík. Styður það við orð Heiðars. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands hefur kært ríkið vegna aðgerða lögreglustjórans á Suðurnesjum.vísir/vilhelm BÍ óskaði í dag eftir flýtimeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þessa máls. En félagið krefst þess að viðurkennt verði með dómi að blaðamönnum sé það heimilt án sérstaks leyfis lögreglustjórans á Suðurnesjum, fari þeir að þeim almennu fyrirmælum sem í gildi eru á hverjum tíma um umferð um bæinn og lokun einstakra svæða og öðrum lögmætum fyrirmælum lögreglu. „Frá 16. janúar hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum nær alfarið bannað blaðamönnum að stunda sín störf í Grindavík þó svo að umfangsmiklar aðgerðir hafi farið þar fram á vegum stjórnvalda auk þess sem íbúum var heimilað að vitja eigna sinna. Að kvöldi 4. febrúar sl. fengu fjölmiðlar tilkynningu frá lögreglustjóranum um að morguninn eftir yrði stefnt að því að fara með fjölmiðla til Grindavíkur í fylgd viðbragðsaðila,“ segir meðal annars í tilkynningu frá BÍ.
Fjölmiðlar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisútvarpið Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira