Óskar Bjarni: Gamla góða tuggan Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. febrúar 2024 21:41 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann í kvöld stórsigur á Fram í Úlfarsárdal í fyrsta leik 15. umferðar Olís-deildar karla, 28-36 lokatölur. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sitt lið í kvöld en liðið hefur unnið báða leiki sína á nýju ári. „Margt gott í þessu. Mér fannst góð hraðaupphlaup í fyrri hálfleik og skoruðum mikið, mikið úr seinni bylgju fannst mér og bara margt jákvætt í þessum leik. Við erum búnir að spila tvo leiki og vinna þá báða, bara svona mjatla þetta áfram.“ Óskar Bjarni náði þó ekki að anda rólega í leiknum fyrr en þegar um stundarfjórðungur var eftir að leiknum og hans menn komnir með örugga forystu. „Mér fannst við aldrei ná að slíta þá almennilega frá okkur fyrr en við komumst í sex marka forystu, annars var þetta þrjú til fjögur mörk. Mér fannst þetta meira okkar leikur í dag. Framararnir með frábæran mannskap og eru með Kjartan og Þorstein Gauta o.fl. í meiðslum. Þeir eru með eitt besta sóknarlið í deildinni að mínu mati og frábæran þjálfara. Þannig að ég er bara ánægður að hafa komið og unnið,“ sagði Óskar Bjarni. Valur mætir serbneska liðinu RK Metaloplastika á sunnudaginn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins. Óskar Bjarni segir serbneska liðið vera sterkara en þau lið sem Valur hefur mætt í keppninni hingað til og er ánægður að fá að byrja á heimavelli og vonast eftir því að Valsmenn fjölmenni á völlinn. „Það leggst bara mjög vel í okkur þetta verkefni. Við erum bara strax á morgun með fund og förum yfir þá, kíkjum á og sýnum strákunum klippur af þeim og auglýsum þetta upp, fáum smá af fólki í húsið. Þetta er gott lið. Þetta er mun meiri breidd en hin liðin sem við höfum mætt. Þeir eru með tvo fína leikmenn í hverri stöðu og þyngd og er ekta svona serbneskt lið. Að byrja heim er líka rosa mikilvægt og að ná að fylla kofann, gamla góða tuggan. Það er bara mjög gaman að skipta um, þetta er mikið af leikjum í febrúar þannig að það er bara skemmtilegt.“ Óskar Bjarni lítur á álagið í febrúar jákvæðum augum og segir það henta sínu liði. „Þetta eru einhverjir sjö leikir og allt á fullu og það er líka bara skemmtilegast að spila, þeir eru dálítið vanir því strákarnir. Ég þarf bara að passa, Viktor og Ísak eru dottnir út og Róbert Aron var veikur í dag, þannig að við þurfum bara að halda okkur ferskum og heilum þá erum við mjög góðir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Valur Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 28-36 | Öruggur sigur Valsmanna Valur vann öruggan átta marka sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-36. 6. febrúar 2024 20:55 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sitt lið í kvöld en liðið hefur unnið báða leiki sína á nýju ári. „Margt gott í þessu. Mér fannst góð hraðaupphlaup í fyrri hálfleik og skoruðum mikið, mikið úr seinni bylgju fannst mér og bara margt jákvætt í þessum leik. Við erum búnir að spila tvo leiki og vinna þá báða, bara svona mjatla þetta áfram.“ Óskar Bjarni náði þó ekki að anda rólega í leiknum fyrr en þegar um stundarfjórðungur var eftir að leiknum og hans menn komnir með örugga forystu. „Mér fannst við aldrei ná að slíta þá almennilega frá okkur fyrr en við komumst í sex marka forystu, annars var þetta þrjú til fjögur mörk. Mér fannst þetta meira okkar leikur í dag. Framararnir með frábæran mannskap og eru með Kjartan og Þorstein Gauta o.fl. í meiðslum. Þeir eru með eitt besta sóknarlið í deildinni að mínu mati og frábæran þjálfara. Þannig að ég er bara ánægður að hafa komið og unnið,“ sagði Óskar Bjarni. Valur mætir serbneska liðinu RK Metaloplastika á sunnudaginn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins. Óskar Bjarni segir serbneska liðið vera sterkara en þau lið sem Valur hefur mætt í keppninni hingað til og er ánægður að fá að byrja á heimavelli og vonast eftir því að Valsmenn fjölmenni á völlinn. „Það leggst bara mjög vel í okkur þetta verkefni. Við erum bara strax á morgun með fund og förum yfir þá, kíkjum á og sýnum strákunum klippur af þeim og auglýsum þetta upp, fáum smá af fólki í húsið. Þetta er gott lið. Þetta er mun meiri breidd en hin liðin sem við höfum mætt. Þeir eru með tvo fína leikmenn í hverri stöðu og þyngd og er ekta svona serbneskt lið. Að byrja heim er líka rosa mikilvægt og að ná að fylla kofann, gamla góða tuggan. Það er bara mjög gaman að skipta um, þetta er mikið af leikjum í febrúar þannig að það er bara skemmtilegt.“ Óskar Bjarni lítur á álagið í febrúar jákvæðum augum og segir það henta sínu liði. „Þetta eru einhverjir sjö leikir og allt á fullu og það er líka bara skemmtilegast að spila, þeir eru dálítið vanir því strákarnir. Ég þarf bara að passa, Viktor og Ísak eru dottnir út og Róbert Aron var veikur í dag, þannig að við þurfum bara að halda okkur ferskum og heilum þá erum við mjög góðir,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Valur Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 28-36 | Öruggur sigur Valsmanna Valur vann öruggan átta marka sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-36. 6. febrúar 2024 20:55 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Leik lokið: Fram - Valur 28-36 | Öruggur sigur Valsmanna Valur vann öruggan átta marka sigur er liðið heimsótti Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-36. 6. febrúar 2024 20:55