„Getum einfaldlega ekki haldið áfram í einhverri blindni“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. febrúar 2024 19:12 Bjarni sagði það ekki slá sig vel að sjá börn mótmæla á Austurvelli í dag. Vísir/Arnar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir dagaspursmál um að ráðherranefndin og ríkisstjórnin komist til botns í umræðu sinni um málefni hælisleitenda og geti því myndað sér nýja stefnu í málaflokknum. Hann segir að það gæti gerst innan skamms að Ísland fari að bjarga fólki, en segist óttast að innviðir landsins springi. „Það getur engin sagt, þegar við höfum verið á meðal hæstu þjóða í framlögum til mannúðaraðstoðar á þessu svæði og verið að taka á móti þetta mörgum flóttamönnum og hælisleitendum til Íslands, að hér sé ekkert að gerast. Það er bara alrangt. Það stenst enga skoðun,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni nefndi að af þeim 850 manns sem Norðurlöndin hafi sótt séu um 750 ríkisborgarar. „Þeir sem eru dvalarleyfishafar og hafa verið sóttir til Gasa eru 100, fyrir öll Norðurlöndin. Það er álíka eins og ef við ættum eftir að sækja til Gasa tvo til þrjá. En við erum með beiðni að veita aðstoð um hundrað manns.“ s „Þegar að hælisleitendamálaflokkurinn er farinn að kosta okkur Íslendinga tuttugu milljarða á ári þá er komið að því að við tökum einhverjar ákvarðanir sem standast einhverja skoðun. Þannig að við getum sem þjóð tekið almennilega, og staðið undir væntingum, þegar við bjóðum fólki að koma hingað og fá hæli og samþykkjum þeirra umsóknir. Við getum einfaldlega ekki haldið áfram í einhverri blindni að samþykkja mun fleiri en allir aðrir og sprengt alla innviði. Það er bara staðan sem við stöndum frami fyrir.“ Aðspurður um hvort að það sé óeining innan ríkisstjórnarinnar um málaflokkinn segir Bjarni svo ekki vera. „Við erum sammála um það að þessi mál þurfa vera að tekin til heildarendurskoðunar vegna þess ef við höldum áfram á þessari braut þá erum við algjörlega búin að missa stjórn á kostnaðinum og innviðirnir, til dæmis skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu og annars staðar, eru sprungnir.“ Mótmæli barna slá Bjarna ekki vel Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. „Við deilum auðvitað vanlíðan fólks og krakkanna með þetta ástand, sem er hrein hörmung. Það er ekki furða að mörgum líða illa yfir þessu ástandi sem við horfum upp á þarna niður frá á Gasa og þessi stríðsátök eru heilt yfir hrein hörmung,“ sagði Bjarni um mótmælin. Aðspurður um hvað honum þyki um að börn séu þarna að mótmæla sagði hann.: „Það slær mig nú ekkert sérstaklega vel, en það sýnir að þessi mál ná inn í alla þjóðfélagshópa.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Innflytjendamál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
„Það getur engin sagt, þegar við höfum verið á meðal hæstu þjóða í framlögum til mannúðaraðstoðar á þessu svæði og verið að taka á móti þetta mörgum flóttamönnum og hælisleitendum til Íslands, að hér sé ekkert að gerast. Það er bara alrangt. Það stenst enga skoðun,“ sagði Bjarni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni nefndi að af þeim 850 manns sem Norðurlöndin hafi sótt séu um 750 ríkisborgarar. „Þeir sem eru dvalarleyfishafar og hafa verið sóttir til Gasa eru 100, fyrir öll Norðurlöndin. Það er álíka eins og ef við ættum eftir að sækja til Gasa tvo til þrjá. En við erum með beiðni að veita aðstoð um hundrað manns.“ s „Þegar að hælisleitendamálaflokkurinn er farinn að kosta okkur Íslendinga tuttugu milljarða á ári þá er komið að því að við tökum einhverjar ákvarðanir sem standast einhverja skoðun. Þannig að við getum sem þjóð tekið almennilega, og staðið undir væntingum, þegar við bjóðum fólki að koma hingað og fá hæli og samþykkjum þeirra umsóknir. Við getum einfaldlega ekki haldið áfram í einhverri blindni að samþykkja mun fleiri en allir aðrir og sprengt alla innviði. Það er bara staðan sem við stöndum frami fyrir.“ Aðspurður um hvort að það sé óeining innan ríkisstjórnarinnar um málaflokkinn segir Bjarni svo ekki vera. „Við erum sammála um það að þessi mál þurfa vera að tekin til heildarendurskoðunar vegna þess ef við höldum áfram á þessari braut þá erum við algjörlega búin að missa stjórn á kostnaðinum og innviðirnir, til dæmis skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu og annars staðar, eru sprungnir.“ Mótmæli barna slá Bjarna ekki vel Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. „Við deilum auðvitað vanlíðan fólks og krakkanna með þetta ástand, sem er hrein hörmung. Það er ekki furða að mörgum líða illa yfir þessu ástandi sem við horfum upp á þarna niður frá á Gasa og þessi stríðsátök eru heilt yfir hrein hörmung,“ sagði Bjarni um mótmælin. Aðspurður um hvað honum þyki um að börn séu þarna að mótmæla sagði hann.: „Það slær mig nú ekkert sérstaklega vel, en það sýnir að þessi mál ná inn í alla þjóðfélagshópa.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Innflytjendamál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira