Innlent

Bruni í blokk í Há­túni

Lovísa Arnardóttir skrifar
Töluverður viðbúnaður var á vettvangi.
Töluverður viðbúnaður var á vettvangi. Aðsend

Tilkynnt var um bruna í blokk í Hátúni um klukkan 15 í dag. Að sögn Hlyns Höskuldssonar deildarstjóra á aðgerðarsviði Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að reykræsta.

Ekki þurfti að flytja neinn á slysadeild en slökkvilið er að leita af sér allan grun.

„Svo fer þetta að klárast von bráðar,“ segir Hlynur.

Hlynur segir að þegar eldur komi upp í blokkum þurfi aðrir íbúar yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af því að reykur eða lykt berist ekki á milli ef hurðir eru lokaðar.

„Ef að hurðarnar eru lokaðar á þetta ekki að fara á milli en mögulega fram á stigagang.“

Búið er að slökkva eldinn sem var í einni íbúð blokkarinnar. Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×