Innlent

Tveggja bíla á­rekstur í Ártúnsbrekku

Samúel Karl Ólason skrifar
Þessi mynd var tekin um korter yfir þrjú, úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. Hún sýnir upp Ártúnsbrekkuna, litið til austurs.
Þessi mynd var tekin um korter yfir þrjú, úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. Hún sýnir upp Ártúnsbrekkuna, litið til austurs. Vegagerðin

Árekstur varð í Ártúnsbrekkunni um klukkan þrjú í dag. Tveir bílar skullu þar saman neðst í brekkunni en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru þrír sjúkrabílar og dælubíll sendir á vettvang.

Slysið varð á Miklubraut til vesturs, neðst í Ártúnsbrekkunni. Ekki er búið að loka fyrir umferð en löng röð hefur þó myndast ofar í brekkunni, þar sem einungis ein akrein er opin, þegar þetta er skrifað.


Tengdar fréttir

Fjórði áreksturinn í dag

Fjórir árekstrar hafa orðið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Þeir hafa flestir verið smávægilegir og aðeins einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku.

Árekstur á Háaleitisbraut

Betur fór en á horfðist þegar árekstur tveggja fólksbíla varð við gatnamót Háaleitisbrautar og Miklubrautar í Reykjavík í morgun. Þegar slökkvilið bar að garði höfðu allir farþegar bílanna komið sér út úr bílunum og enginn þeirra var slasaður.

Ökumaður snjóruðningstækis fluttur á bráðamóttöku

Umferðarslys varð á Reykjanesbraut nálægt Smáralind í Kópavogi snemma í morgun, þegar fólksbíll og snjóruðningstæki skullu saman. Ökumaður snjóruðningstækisins var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×