Innlent

Á­rekstur á Háa­leitis­braut

Árni Sæberg skrifar
Þessi Tesla fór ansi illa í árekstrinum en engin slys urðu á fólki.
Þessi Tesla fór ansi illa í árekstrinum en engin slys urðu á fólki. Vísir

Betur fór en á horfðist þegar árekstur tveggja fólksbíla varð við gatnamót Háaleitisbrautar og Miklubrautar í Reykjavík í morgun. Þegar slökkvilið bar að garði höfðu allir farþegar bílanna komið sér út úr bílunum og enginn þeirra var slasaður.

Þetta segir vakthafandi varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann segir slysið hafa orðið á níunda tímanum og laust fyrir klukkan 09 hafi dælubíll og sjúkrabíll sem sendir höfðu verið á vettvang verið á bakaleiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×