Óbólusett börn meðal útsettra Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. febrúar 2024 20:43 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir hvetur foreldra útsettra óbólusettra barna til að þiggja bólusetningu við mislingum. Stöð 2 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af mögulegri útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður greindist með sjúkdóminn á landspítalanum í gær. Maðurinn fékk útbrot á fimmtudag og leitaði sér heilbrigðisþjónustu á föstudag. Unnið er að smitrakningu en samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn sem útsettur hefur verið fyrir smiti líklegast talinn í hundruðum. Á meðal þeirra útsettu eru óbólusett börn og hvetur sóttvarnalæknir foreldra til að þiggja bólusetningu sem fyrst. Getur eitt smit leitt til faraldurs? „Það gæti gert það en við höfum ekki áhyggjur af faraldri eins og er en það gæti leitt til hópsýkingar, eða fleiri smita hérna innanlands og það er það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Hvað getur fólk gert til að forðast smit? „Það er okkar hlutverk að upplýsa fólk sem hugsanlega gæti verið útsett. Það fólk þarf að vera vakandi fyrir einkennum á næstunni. Þeir sem eru óbólusettir ættu að hyggja að því að þiggja bólusetningu sem verður í boði frá og með morgundeginum og í þessari viku,“ segir Guðrún. Viðkvæmir einstaklingar meðal útsettra Guðrún segir þónokkurn fjölda vera útsettan. Sá smitaði hafi verið ferðamaður en að sem betur fer hafi hann ekki verið á landinu í marga daga og ekki ferðast víða. Þó geti verið viðkvæmir einstaklingar meðal hinna útsettu. Hún segir jafnframt líðan mannsins sem greindist á landspítalanum á föstudaginn vera batnandi en að hann liggi enn á sjúkrahúsi. Eru einhverjir þeirra útsettu óbólusett börn eða einhverjir í viðkvæmum hópum? „Já, það eru óbólusett börn vegna þess að þau hafi ekki náð þeim aldri að hafa verið bólusett. Þannig það hefur verið boðið upp á bólusetningu sem hefst á morgun á vegum heilsugæslunnar. Þannig að foreldrar skulu huga að því. Þannig við mælum með því og svo áframhaldandi að foreldrar þiggi bólusetningar sem mælt er með fyrir börnin sín til að koma í veg fyrir svona.“ Er eitthvað sem foreldrar óbólusettra barna geta gert? „Þau sem voru útsett skyldu huga að því núna. Önnur börn þurfa ekki að grípa til neinna ráðstafanna eins og er nema að huga sinni bólusetningu þegar þau verða átján mánaða og við mælum sterklega með því.“ Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Unnið er að smitrakningu en samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn sem útsettur hefur verið fyrir smiti líklegast talinn í hundruðum. Á meðal þeirra útsettu eru óbólusett börn og hvetur sóttvarnalæknir foreldra til að þiggja bólusetningu sem fyrst. Getur eitt smit leitt til faraldurs? „Það gæti gert það en við höfum ekki áhyggjur af faraldri eins og er en það gæti leitt til hópsýkingar, eða fleiri smita hérna innanlands og það er það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Hvað getur fólk gert til að forðast smit? „Það er okkar hlutverk að upplýsa fólk sem hugsanlega gæti verið útsett. Það fólk þarf að vera vakandi fyrir einkennum á næstunni. Þeir sem eru óbólusettir ættu að hyggja að því að þiggja bólusetningu sem verður í boði frá og með morgundeginum og í þessari viku,“ segir Guðrún. Viðkvæmir einstaklingar meðal útsettra Guðrún segir þónokkurn fjölda vera útsettan. Sá smitaði hafi verið ferðamaður en að sem betur fer hafi hann ekki verið á landinu í marga daga og ekki ferðast víða. Þó geti verið viðkvæmir einstaklingar meðal hinna útsettu. Hún segir jafnframt líðan mannsins sem greindist á landspítalanum á föstudaginn vera batnandi en að hann liggi enn á sjúkrahúsi. Eru einhverjir þeirra útsettu óbólusett börn eða einhverjir í viðkvæmum hópum? „Já, það eru óbólusett börn vegna þess að þau hafi ekki náð þeim aldri að hafa verið bólusett. Þannig það hefur verið boðið upp á bólusetningu sem hefst á morgun á vegum heilsugæslunnar. Þannig að foreldrar skulu huga að því. Þannig við mælum með því og svo áframhaldandi að foreldrar þiggi bólusetningar sem mælt er með fyrir börnin sín til að koma í veg fyrir svona.“ Er eitthvað sem foreldrar óbólusettra barna geta gert? „Þau sem voru útsett skyldu huga að því núna. Önnur börn þurfa ekki að grípa til neinna ráðstafanna eins og er nema að huga sinni bólusetningu þegar þau verða átján mánaða og við mælum sterklega með því.“
Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira