Innlent

Reyndist vera ölvaður

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 64 mál voru skráð frá miðnætti til 05:20, að því er segir í dagbók lögreglu.

Þannig fékk lögregla tilkynningu í miðborginni klukkan fjögur í nótt um manneskju sem lá á götunni og virtist meðvitundarlaus. Eftir skoðun sjúkraliðs var talið að um ölvun væri að ræða og gistir manneskjan fangageymslu þangað til ástand hennar batnar.

Þá hafði lögreglan afskipti af nokkrum ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra var fastur í snjóskafli í einu úthverfa Reykjavíkur, ekki kemur fram hvar.

Lögregla ók fram á manninn sem var fastur í bíl sínum í skaflinum klukkan tvö í nótt. Maðurinn reyndist vera ölvaður og því grunaður um akstur undir áhrifum áfengis sem og fíkniefna og var hann í þokkabót á ótryggðum bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×