Innlent

Hellis­heiði og Þrengslin opin á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Suðurlandsvegi hefur verið lokað um Hellisheiði. Myndin er úr safni.
Suðurlandsvegi hefur verið lokað um Hellisheiði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Veginum um Sandskeið, Hellisheiði og Þrengslum hefur verið lokað vegna hálku.

Uppfært klukkan 13:20: Búið er að opna vegina á ný að því er segir á vef Vegagerðarinnar.

Upprunaleg útgáfa fréttarinnar:

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að einnig að flughált sé á Krýsuvíkurvegi, Suðurstrandarvegi, í Mosfellsdal og á Grafningsvegi efri en einnig sé krapi, hálka eða hálkublettir víða á öðrum leiðum.

Einnig segir að vegir um sunnan-, suðvestan-, vestan- og norðanvert landið séu á óvissustigi og séu þegar lokaðir eða geti lokast með stuttum fyrirvara. Víða er farið að frysta og myndast hálka á vegum og eru vegfarendur beðnir að kynna sér veðurspá áður en lagt er í ferðalag.

Áður hafði verið varað við að um hádegi verði komið leiðindaveður með dimmum éljum og skafrenningi á fjallvegum eins og Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Bröttubrekku og á Þröskuldum. Er spáð suðvestan 17 til 20 metrum á sekúndi. Eins var búið að spá að blint yrði í éljum yfir Hellisheiði.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×