Emilie: Við ætlum að vinna bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn Árni Jóhannsson skrifar 31. janúar 2024 22:31 Emilie Hesseldal og Ásta Júlía í baráttu. Vísir / Bára Dröfn Kristinsdóttir Njarðvíkingar unnu sinn áttunda leik í röð þegar Valskonur litu við í heimsókn í Ljónagryfjuna í 16. umferð Subway deildar kvenna. Leiknum lauk 79-67 og Emilie Hesseldal stýrði sínum konum til sigur, skilaði 28 stigum og 15 fráköstum. Hún var spurð að því fyrst og fremst hvað hafi skilað heimakonum sigrinum í lokaleikhlutanum. „Við fórum að ná tökum á varnarleiknum. Við ræddum það í hálfleik að að 40 stig fengin á okkur væri of mikið það myndi enda í 80 stigum. Okkur gekk ágætlega í sóknarleiknum en varnarlega þurftum við að stíga á bensíngjöfina. Við vissum hverjar myndu skora stigin og fórum að stíga nær þeim til að setja þær undir pressu. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“ Emilie skoraði sjö stig í fyrri hálfleik en rauk af stað í þeim seinni og endaði eins og áður segir með 28 stig. Hvað var það sem gerði það að verkum að henni gekk svona vel í seinni hálfleik? „Ég er keppnismanneskja fyrst og fremst og reyni að gera allt sem ég get til að vinna. Ég fór að hitta úr skotum og þá fór mér að líða betur. Liðið leitaði að mér og voru að gera réttu hlutina. Það gerði mér lífið léttara sóknarlega.“ Hversu langt nær þetta Njarðvíkur lið að mati Emilie? „Við getum farið alla leið. Ég trúi því staðfastlega, annars væri ég ekki hérna. Við ætlum að vinna bikarinn og víð ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það getur samt allt gerst þegar kemur í úrslitakeppni og deildin er sterk. Það eru allavega fimm lið í þessari deild sem eru mjög góð. Við sjáum til hvernig það gengur en við ætlum að vinna þetta allt saman.“ Njarðvíkur liðið er samt með mjög breiðan hóp og það eru margar stelpur, ungar sem aldar, sem leggja lóð sín á vogarskálarnar. „Það er mjög gott jafnvægi á þessu liði. Við erum með ungar stelpur sem eru að læra mikið en eru líka að stíga upp og skila framlagi. Svo erum við með Andjelu og Isabellu sem eru fyrir utan liðið og koma inn í þetta og verða hluti af heildinni. Við erum þess vegna með mjög góða blöndu og það gerir liðið svona sérstakt.“ Varðandi seinni hluta deildarinn kvaðst Emilie vera mjög spennta. „Ég er mjög spennt fyrir seinni hlutanum og það verðu mjög gaman einni. Við munum sjá marga góða leiki og marga leiki sem verða jafnir. Þetta verða leikir sem innihalda góða leiki og mikla keppni.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Áttundi sigur Njarðvíkur í röð Njarðvík vann áttunda leik sinn í röð í Subway-deild kvenna eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Vals á heimavelli sínum suður með sjó. 31. janúar 2024 22:00 Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Hún var spurð að því fyrst og fremst hvað hafi skilað heimakonum sigrinum í lokaleikhlutanum. „Við fórum að ná tökum á varnarleiknum. Við ræddum það í hálfleik að að 40 stig fengin á okkur væri of mikið það myndi enda í 80 stigum. Okkur gekk ágætlega í sóknarleiknum en varnarlega þurftum við að stíga á bensíngjöfina. Við vissum hverjar myndu skora stigin og fórum að stíga nær þeim til að setja þær undir pressu. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“ Emilie skoraði sjö stig í fyrri hálfleik en rauk af stað í þeim seinni og endaði eins og áður segir með 28 stig. Hvað var það sem gerði það að verkum að henni gekk svona vel í seinni hálfleik? „Ég er keppnismanneskja fyrst og fremst og reyni að gera allt sem ég get til að vinna. Ég fór að hitta úr skotum og þá fór mér að líða betur. Liðið leitaði að mér og voru að gera réttu hlutina. Það gerði mér lífið léttara sóknarlega.“ Hversu langt nær þetta Njarðvíkur lið að mati Emilie? „Við getum farið alla leið. Ég trúi því staðfastlega, annars væri ég ekki hérna. Við ætlum að vinna bikarinn og víð ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það getur samt allt gerst þegar kemur í úrslitakeppni og deildin er sterk. Það eru allavega fimm lið í þessari deild sem eru mjög góð. Við sjáum til hvernig það gengur en við ætlum að vinna þetta allt saman.“ Njarðvíkur liðið er samt með mjög breiðan hóp og það eru margar stelpur, ungar sem aldar, sem leggja lóð sín á vogarskálarnar. „Það er mjög gott jafnvægi á þessu liði. Við erum með ungar stelpur sem eru að læra mikið en eru líka að stíga upp og skila framlagi. Svo erum við með Andjelu og Isabellu sem eru fyrir utan liðið og koma inn í þetta og verða hluti af heildinni. Við erum þess vegna með mjög góða blöndu og það gerir liðið svona sérstakt.“ Varðandi seinni hluta deildarinn kvaðst Emilie vera mjög spennta. „Ég er mjög spennt fyrir seinni hlutanum og það verðu mjög gaman einni. Við munum sjá marga góða leiki og marga leiki sem verða jafnir. Þetta verða leikir sem innihalda góða leiki og mikla keppni.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Áttundi sigur Njarðvíkur í röð Njarðvík vann áttunda leik sinn í röð í Subway-deild kvenna eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Vals á heimavelli sínum suður með sjó. 31. janúar 2024 22:00 Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Áttundi sigur Njarðvíkur í röð Njarðvík vann áttunda leik sinn í röð í Subway-deild kvenna eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Vals á heimavelli sínum suður með sjó. 31. janúar 2024 22:00