Innlent

Gámabíll og fólks­bíll lentu saman á Reykja­nes­braut

Samúel Karl Ólason skrifar
Reykjanesbraut hefur verið lokað vegna slyssins. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Reykjanesbraut hefur verið lokað vegna slyssins. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt umferðarslys varð á Reykjanesbraut um klukkan sjö í kvöld, skammt frá Álverinu í Straumsvík. Lokað var fyrir umferð um Reykjanesbrautina um tíma.

Uppfært 21:10 Búið er að opna fyrir umferð aftur.

Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn voru á vettvangi. 

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins skullu saman gámabíll og fólksbíll. Einn var fluttur á sjúkrahús, alvarlega slasaður, en slökkviliðsmenn þurftu að beita klippum til að ná viðkomandi úr bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×