Bænastund í Vík vegna ökumannsins sem lést Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2024 15:15 Bænastundin verður í Víkurkirkju klukkan 19:30 í kvöld. Unsplash/Jon Flobrant Erlendir ferðamenn voru um borð í jeppa sem skall saman við dráttarvél austan Sólheimasands á Suðurlandsvegi í gær. Ökumaður dráttarvélarinnar lést í árekstrinum. Erfiðar aðstæður voru í suðaustanáttinni á vettvangi þegar slysið varð. Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Mýrdalshreppi í kvöld. Þorsteinn M. Kristinsson aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða annars vegar erlenda ferðamenn og hins vegar Íslending. Hann vildi hvorki staðfesta í hvoru ökutækinu hinn látni var né í hvoru ökutækinu Íslendingurinn var. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það ökumaður dráttarvélarinnar sem lést. Þorsteinn segir ekkert hægt að segja til um að svo stöddu hvað olli slysinu. Lögreglan rannsaki nú tildrög þess. Þá fer málið á borð Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þá segist Þorsteinn ekkert geta fullyrt um það hversu mikil hálka var á þeim stað sem slysið varð, enda geti aðstæður verið mjög mismunandi eftir því hvaða kafla Suðurlandsvegar miðað sé við. Boðað til bænastundar Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal í kvöld vegna banaslyssins. Í tilkynningu vegna bænastundarinnar kemur fram að hún hefjist klukkan 19:30 og standi yfir í klukkustund. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fólk er auðvitað bara slegið, dofið yfir þessu. Svona slys fær mjög á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Nú er hugur okkar allra og hjörtu hjá fjölskyldu og aðstandendum viðkomandi. Þetta er mjög sviplegt fráfall.“ Allir velkomnir Einar Freyr ætlar að mæta í Víkurkirkju í kvöld. Hann leggur áherslu á að allir séu velkomnir. „Þeir sem treysta sér og vilja koma, njóta samveru og finna styrk hvert í öðru.“ Hann segir bæði erfitt og sorglegt hvernig nýja árið hafi farið af stað í umferðinni. Sex banaslys sem séu sex banaslysum of mikið. Fólkið í Mýrdalshreppi sé enn að meðtaka atburði gærdagsins. Árni Þór Þórsson, prestur í Víkurkirkju, segir alla í áfalli. Hann mun stýra bænastundinni í kirkjunni í kvöld og segir alla velkomna. Samgönguslys Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Suðurlandsvegur hefur verið opnaður Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. 29. janúar 2024 22:38 Alvarlegt slys á Suðurlandi Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi. 29. janúar 2024 19:41 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þorsteinn M. Kristinsson aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða annars vegar erlenda ferðamenn og hins vegar Íslending. Hann vildi hvorki staðfesta í hvoru ökutækinu hinn látni var né í hvoru ökutækinu Íslendingurinn var. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það ökumaður dráttarvélarinnar sem lést. Þorsteinn segir ekkert hægt að segja til um að svo stöddu hvað olli slysinu. Lögreglan rannsaki nú tildrög þess. Þá fer málið á borð Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Þá segist Þorsteinn ekkert geta fullyrt um það hversu mikil hálka var á þeim stað sem slysið varð, enda geti aðstæður verið mjög mismunandi eftir því hvaða kafla Suðurlandsvegar miðað sé við. Boðað til bænastundar Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal í kvöld vegna banaslyssins. Í tilkynningu vegna bænastundarinnar kemur fram að hún hefjist klukkan 19:30 og standi yfir í klukkustund. Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fólk er auðvitað bara slegið, dofið yfir þessu. Svona slys fær mjög á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Nú er hugur okkar allra og hjörtu hjá fjölskyldu og aðstandendum viðkomandi. Þetta er mjög sviplegt fráfall.“ Allir velkomnir Einar Freyr ætlar að mæta í Víkurkirkju í kvöld. Hann leggur áherslu á að allir séu velkomnir. „Þeir sem treysta sér og vilja koma, njóta samveru og finna styrk hvert í öðru.“ Hann segir bæði erfitt og sorglegt hvernig nýja árið hafi farið af stað í umferðinni. Sex banaslys sem séu sex banaslysum of mikið. Fólkið í Mýrdalshreppi sé enn að meðtaka atburði gærdagsins. Árni Þór Þórsson, prestur í Víkurkirkju, segir alla í áfalli. Hann mun stýra bænastundinni í kirkjunni í kvöld og segir alla velkomna.
Samgönguslys Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Suðurlandsvegur hefur verið opnaður Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. 29. janúar 2024 22:38 Alvarlegt slys á Suðurlandi Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi. 29. janúar 2024 19:41 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Suðurlandsvegur hefur verið opnaður Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. 29. janúar 2024 22:38
Alvarlegt slys á Suðurlandi Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi. 29. janúar 2024 19:41