Fimm ára fangelsi fyrir að stela og leka skattskýrslum auðmanna Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2024 23:46 Maður sem hafði áður starfað hjá Skattinum fór aftur að vinna þar með því markmiði að koma höndum yfir skattskýrslur Donalds Trump og leka þeim. AP/John Locher Charles Littlejohn, fyrrverandi verktaki hjá bandaríska Skattinum, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að stela og leka skattskýrslum margra af auðugustu mönnum Bandaríkjanna og Donald Trump, fyrrverandi forseta. Brot hans er sagt einstakt í sögu Skattsins í Bandaríkjunum. Littlejohn starfaði hjá Skattinum sem verktaki frá 2017 til 2021. Hann stal skattskýrslum þúsunda auðmanna í Bandaríkjunum. Skattskýrslu Donalds Trump afhenti hann svo til New York Times og ProPublica. Samkvæmt frétt New York Times játaði Littlejohn sekt sína í lok síðasta árs. Hann var svo í dag dæmdur í fimm ára fangelsi, sem er einn af þyngstu dómum sem veittur hefur verið í málum sem þessum. Saksóknarar héldu því fram að um einstakan glæp væri að ræða. Sambærilegt brot hefði aldrei verið framið í sögu Skattsins. Hann þarf einnig að greiða sekt og sinna samfélagsþjónustu í þrjú hundruð klukkustundir. Neitaði að birta skattskýrslur Donald Trump neitaði að birta skattskýrslur sínar þegar hann bauð sig fram til forseta fyrst árið 2016 og var það í fyrsta sinn í áratugi sem forsetaframbjóðandi gerði það ekki. Skýrslurnar voru svo eftirsóttar að um tíma voru þær geymdar í sérstakri hvelfingu í húsnæði Skattsins. Eftir að Littlejohn lak skattskýrslunum til fjölmiðla kom meðal annars í ljós að Trump greiddi einungis 750 dali í alríkistekjuskatt árið 2016, sama ár og hann var kjörinn forseti. Árið 2022 birtu Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings skattskýrslur Trumps sex ár aftur í tímann. Var það gert eftir langvarandi lagadeilur. Littlejohn starfaði fyrst hjá Skattinum sem verktaki milli 2008 og 2013 en árið 2017 sótti hann aftur um með því markmiði að koma höndum yfir skattskýrslur Trumps, samkvæmt saksóknurum. Þeir segja hann hafa vopnvætt aðgang sinn að opinberum gögnum í pólitískum tilgangi og hafi talið sig hafinn yfir lögin. Verjandi hans sagði í yfirlýsingu að Littlejohn hafði brotið af sér því hann hafi verið sannfærður um að bandaríska þjóðin hefði rétt á að vita þessar upplýsingar og að deila þeim væri eina leiðin til að koma á breytingum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Littlejohn starfaði hjá Skattinum sem verktaki frá 2017 til 2021. Hann stal skattskýrslum þúsunda auðmanna í Bandaríkjunum. Skattskýrslu Donalds Trump afhenti hann svo til New York Times og ProPublica. Samkvæmt frétt New York Times játaði Littlejohn sekt sína í lok síðasta árs. Hann var svo í dag dæmdur í fimm ára fangelsi, sem er einn af þyngstu dómum sem veittur hefur verið í málum sem þessum. Saksóknarar héldu því fram að um einstakan glæp væri að ræða. Sambærilegt brot hefði aldrei verið framið í sögu Skattsins. Hann þarf einnig að greiða sekt og sinna samfélagsþjónustu í þrjú hundruð klukkustundir. Neitaði að birta skattskýrslur Donald Trump neitaði að birta skattskýrslur sínar þegar hann bauð sig fram til forseta fyrst árið 2016 og var það í fyrsta sinn í áratugi sem forsetaframbjóðandi gerði það ekki. Skýrslurnar voru svo eftirsóttar að um tíma voru þær geymdar í sérstakri hvelfingu í húsnæði Skattsins. Eftir að Littlejohn lak skattskýrslunum til fjölmiðla kom meðal annars í ljós að Trump greiddi einungis 750 dali í alríkistekjuskatt árið 2016, sama ár og hann var kjörinn forseti. Árið 2022 birtu Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings skattskýrslur Trumps sex ár aftur í tímann. Var það gert eftir langvarandi lagadeilur. Littlejohn starfaði fyrst hjá Skattinum sem verktaki milli 2008 og 2013 en árið 2017 sótti hann aftur um með því markmiði að koma höndum yfir skattskýrslur Trumps, samkvæmt saksóknurum. Þeir segja hann hafa vopnvætt aðgang sinn að opinberum gögnum í pólitískum tilgangi og hafi talið sig hafinn yfir lögin. Verjandi hans sagði í yfirlýsingu að Littlejohn hafði brotið af sér því hann hafi verið sannfærður um að bandaríska þjóðin hefði rétt á að vita þessar upplýsingar og að deila þeim væri eina leiðin til að koma á breytingum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira