Segir galið að aka Krýsuvíkurleiðina í aðstæðum eins og í morgun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2024 18:46 Mæðgurnar Rannveig Jónína Guðmundsdóttir og Guðmunda Jónsdóttir íbúar úr Grindavík. Þær fá nú í fyrsta skipti í langan tíma að vitja eigna sinna í bænum og segja að mestu verðmætin felist í persónulegum munum og myndum. Vísir/Arnar Miklar umferðartafir urðu við Grindavík í morgun þegar íbúar fengu að fara inn í bæinn að sækja eigur sínar. Veður og hálka gerði fólki erfitt fyrir og þurftu sumir að snúa við. Íbúi segir galið að almannavarnir hafi beint fólki um Krýsuvíkurveg sem sé þekktur fyrir að vera hættulegur í aðstæðum eins og í morgun. Grindvíkingar fengu í fyrsta skipti að vitja eigna sinna í bænum í dag síðan 14. janúar þegar síðast gaus við bæinn. Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna mega ekki vera fleiri en þrjú hundruð manns í bænum hverju sinni og fóru tvö holl inn í bæinn í dag, þrjá tíma í senn klukkan níu og klukkan tvö. Hörð gagnrýni á leiðina inn í bæinn Ákveðið var að að fólk æki Krýsuvíkurleiðina inn í bæinn en aðstæður þar voru afar erfiðar í morgun. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir íbúi í Grindavík var meðal þeirra sem fékk að vitja eigna sinna í dag ásamt eiginmanni. Hún gagnrýnir harðlega að Krýsuvíkurleiðin hafi verið valin í veðri eins og í morgun. „Við vorum næstu tvo klukkutíma að komast inn í Grindavík vegna erfiðra aðstæðna á Krýsuvíkurvegi og slæmra veðurskilyrða. Það var gríðarleg hríð og vegurinn nánast ófær. Fólk var að festast í brekkunni þar og í miklum vandræðum. Við hringdum í björgunarsveitir til að láta þær vita af ástandinu. Það var galið að fara þessa leið um hávetur. Við Grindvíkingar þekkjum þessar leiðir og vitum hvar hætturnar eru og þær eru svo sannarlega þarna á þessum tíma. Ég skil ekki hvað er er verið að spá í skipulaginu,“ segir Rannveig. Svo kláruðust kassarnir Rannveig kveðst aðeins hafa bjargað því allra helsta að þessu sinni. „Við vorum þrjú að þessu sinni. Svo kláruðust kassarnir og tíminn og það náðist ekki næstum því allt sem ég ætlaði að gera,“ segir hún. Hún segist hafa verið ákveðin í að sækja það verðmætasta að þessu sinni. „Erfðagóssið, stellið frá ömmu og afa. Málverk og myndir Þetta nauðsynlegasta, föt og skór. Tölvuborð og stólar. Hitt allt er eftir,“ segir hún. Rannveig og fjölskylda ásamt foreldrum hennar hafa síðan ósköpin dundu á búið í lánshúsi í Grindavík. Kassar og dót var staflað hingað og þangað um íbúðina en foreldrar hennar fá að fara í bæinn á miðvikudag. Guðmunda Jónsdóttir móðir Rannveigu segir erfitt að átta sig á hvað hún ætli að taka með sér frá Grindavík. Allt breytt, því miður „Ég veit það bara ekki, Kannski bara bjarga úr eldhús-og stofuskápum ég á það allt eftir. Ég var búin að taka megnið af fötum með mér. Ég var á leiðinni heim þegar það byrjaði að gjósa aftur í janúar. Það er allt þarna enn þá en ég hef búið í 51 ár í bænum og 46 ár í sama húsi,“ segir Guðmunda. Hún líðanin hafi verið alla vega síðustu mánuði. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið maður er dofinn og sorgmæddur. Þetta fer bara upp og niður maður er bara þar. Það er allt breytt því miður,“ segir hún að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Grindvíkingar fengu í fyrsta skipti að vitja eigna sinna í bænum í dag síðan 14. janúar þegar síðast gaus við bæinn. Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna mega ekki vera fleiri en þrjú hundruð manns í bænum hverju sinni og fóru tvö holl inn í bæinn í dag, þrjá tíma í senn klukkan níu og klukkan tvö. Hörð gagnrýni á leiðina inn í bæinn Ákveðið var að að fólk æki Krýsuvíkurleiðina inn í bæinn en aðstæður þar voru afar erfiðar í morgun. Rannveig Jónína Guðmundsdóttir íbúi í Grindavík var meðal þeirra sem fékk að vitja eigna sinna í dag ásamt eiginmanni. Hún gagnrýnir harðlega að Krýsuvíkurleiðin hafi verið valin í veðri eins og í morgun. „Við vorum næstu tvo klukkutíma að komast inn í Grindavík vegna erfiðra aðstæðna á Krýsuvíkurvegi og slæmra veðurskilyrða. Það var gríðarleg hríð og vegurinn nánast ófær. Fólk var að festast í brekkunni þar og í miklum vandræðum. Við hringdum í björgunarsveitir til að láta þær vita af ástandinu. Það var galið að fara þessa leið um hávetur. Við Grindvíkingar þekkjum þessar leiðir og vitum hvar hætturnar eru og þær eru svo sannarlega þarna á þessum tíma. Ég skil ekki hvað er er verið að spá í skipulaginu,“ segir Rannveig. Svo kláruðust kassarnir Rannveig kveðst aðeins hafa bjargað því allra helsta að þessu sinni. „Við vorum þrjú að þessu sinni. Svo kláruðust kassarnir og tíminn og það náðist ekki næstum því allt sem ég ætlaði að gera,“ segir hún. Hún segist hafa verið ákveðin í að sækja það verðmætasta að þessu sinni. „Erfðagóssið, stellið frá ömmu og afa. Málverk og myndir Þetta nauðsynlegasta, föt og skór. Tölvuborð og stólar. Hitt allt er eftir,“ segir hún. Rannveig og fjölskylda ásamt foreldrum hennar hafa síðan ósköpin dundu á búið í lánshúsi í Grindavík. Kassar og dót var staflað hingað og þangað um íbúðina en foreldrar hennar fá að fara í bæinn á miðvikudag. Guðmunda Jónsdóttir móðir Rannveigu segir erfitt að átta sig á hvað hún ætli að taka með sér frá Grindavík. Allt breytt, því miður „Ég veit það bara ekki, Kannski bara bjarga úr eldhús-og stofuskápum ég á það allt eftir. Ég var búin að taka megnið af fötum með mér. Ég var á leiðinni heim þegar það byrjaði að gjósa aftur í janúar. Það er allt þarna enn þá en ég hef búið í 51 ár í bænum og 46 ár í sama húsi,“ segir Guðmunda. Hún líðanin hafi verið alla vega síðustu mánuði. „Þetta er búið að vera rosalega skrítið maður er dofinn og sorgmæddur. Þetta fer bara upp og niður maður er bara þar. Það er allt breytt því miður,“ segir hún að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira