„Við þurfum ekki að stoppa hann“ Atli Arason skrifar 26. janúar 2024 23:00 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, gat ekki leynt ánægju sinni eftir níu stiga sigur á Stjörnunni í 15. umferð Subway-deild karla í kvöld, 97-89. Remy Martin var nær óstöðvandi en hann var með 47% skotnýtingu í 21 skoti utan af velli og 85% nýtingu í 7 vítaskotum. Martin gerði alls 31 stig í leiknum. Remy Martin leiðir lið Keflavíkur bæði í stigum og stoðsendingum á tímabilinuVísir/Bára „Það góða við það er að við þurfum ekki að stoppa hann, nema á æfingum. Hann er frábær leikmaður og frábær liðsfélagi. Hann gerir okkur miklu betri sóknarlega og það sést oft þegar hann fer útaf vellinum að þá verður þetta svolítið hægara hjá okkur og fyrirsjáanlegra. Hann er bara geggjaður,“ sagði Pétur, aðspurður út í Martin. Níu stiga sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að Keflavík er með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni, sem Pétur telur sérstaklega mikilvægt þegar deildin er eins jöfn og raun ber vitni. „Þetta var góður liðssigur, við töpuðum með sex í síðasta leik og núna erum við með innbyrðis á þá sem er jákvætt,“ sagði Pétur áður en hann bætti við. „Þegar það veður talið upp úr kössunum eftir 22 leiki þá getur þetta [innbyrðis] munað um það hvort þú færð heimaleik í 3. sæti eða útileik í 7. sæti. Þannig þetta er gríðarlega mikilvægt“ Pétur var sérstaklega ánægður með varnarleik sinna manna í leiknum. „Varnarlega vorum við að spila þokkalega, við náðum ágætis stoppum á þá oft á köflum. Þeir skoruðu 14 stig í síðasta leikhluta sem er sterkt. Síðan voru menn að spila vel saman sóknarlega. Ég var samt að skoða tölfræðina og þeir ná að taka 47 fráköst og við 31, þannig þeir eru að fá alveg fullt af auka sóknum bara út frá fráköstunum, sem gerir þennan sigur enn þá glæsilegri fyrir okkur.“ Framundan hjá Keflvíkingum er leikur gegn Haukum í 16. umferð. Pétur kveðst afar spenntur fyrir því að fylgjast með einvígi Danero Thomas og Everage Lee Richardson í þeirri viðureign. „Everage er kominn í Hauka og Danero er hjá okkur. Þetta eru tveir leikmenn sem ég hef verið að þjálfa lengi. Þetta verða kannski síðustu leikirnir hjá þessum gaurum og það verður bara geggjað að fá að horfa á þá. Við þurfum að taka þetta sigurhugarfar með okkur inn í Hauka leikinn og þá eigum við möguleika á að vinna þá. Þeir eru hörku góðir og þeir eru að slípa sig saman. Þeir stefna á úrslitakeppnina og þetta verður langt frá því að verða auðveldur leikur fyrir okkur,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 96-87 | Öruggur sigur heimamanna Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. 26. janúar 2024 22:53 Teitur: Með þvílíkt vopnabúr og finnst gaman að skora Teitur Örlygsson fór yfir það af hverju Remy Martin er svo illviðráðanlegur inn á vellinum en þessi frábæri bandaríski leikmaður Keflavíkurliðsins hefur spilað afar vel að undanförnu. 18. janúar 2024 15:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Remy Martin var nær óstöðvandi en hann var með 47% skotnýtingu í 21 skoti utan af velli og 85% nýtingu í 7 vítaskotum. Martin gerði alls 31 stig í leiknum. Remy Martin leiðir lið Keflavíkur bæði í stigum og stoðsendingum á tímabilinuVísir/Bára „Það góða við það er að við þurfum ekki að stoppa hann, nema á æfingum. Hann er frábær leikmaður og frábær liðsfélagi. Hann gerir okkur miklu betri sóknarlega og það sést oft þegar hann fer útaf vellinum að þá verður þetta svolítið hægara hjá okkur og fyrirsjáanlegra. Hann er bara geggjaður,“ sagði Pétur, aðspurður út í Martin. Níu stiga sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að Keflavík er með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni, sem Pétur telur sérstaklega mikilvægt þegar deildin er eins jöfn og raun ber vitni. „Þetta var góður liðssigur, við töpuðum með sex í síðasta leik og núna erum við með innbyrðis á þá sem er jákvætt,“ sagði Pétur áður en hann bætti við. „Þegar það veður talið upp úr kössunum eftir 22 leiki þá getur þetta [innbyrðis] munað um það hvort þú færð heimaleik í 3. sæti eða útileik í 7. sæti. Þannig þetta er gríðarlega mikilvægt“ Pétur var sérstaklega ánægður með varnarleik sinna manna í leiknum. „Varnarlega vorum við að spila þokkalega, við náðum ágætis stoppum á þá oft á köflum. Þeir skoruðu 14 stig í síðasta leikhluta sem er sterkt. Síðan voru menn að spila vel saman sóknarlega. Ég var samt að skoða tölfræðina og þeir ná að taka 47 fráköst og við 31, þannig þeir eru að fá alveg fullt af auka sóknum bara út frá fráköstunum, sem gerir þennan sigur enn þá glæsilegri fyrir okkur.“ Framundan hjá Keflvíkingum er leikur gegn Haukum í 16. umferð. Pétur kveðst afar spenntur fyrir því að fylgjast með einvígi Danero Thomas og Everage Lee Richardson í þeirri viðureign. „Everage er kominn í Hauka og Danero er hjá okkur. Þetta eru tveir leikmenn sem ég hef verið að þjálfa lengi. Þetta verða kannski síðustu leikirnir hjá þessum gaurum og það verður bara geggjað að fá að horfa á þá. Við þurfum að taka þetta sigurhugarfar með okkur inn í Hauka leikinn og þá eigum við möguleika á að vinna þá. Þeir eru hörku góðir og þeir eru að slípa sig saman. Þeir stefna á úrslitakeppnina og þetta verður langt frá því að verða auðveldur leikur fyrir okkur,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum.
Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 96-87 | Öruggur sigur heimamanna Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. 26. janúar 2024 22:53 Teitur: Með þvílíkt vopnabúr og finnst gaman að skora Teitur Örlygsson fór yfir það af hverju Remy Martin er svo illviðráðanlegur inn á vellinum en þessi frábæri bandaríski leikmaður Keflavíkurliðsins hefur spilað afar vel að undanförnu. 18. janúar 2024 15:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 96-87 | Öruggur sigur heimamanna Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. 26. janúar 2024 22:53
Teitur: Með þvílíkt vopnabúr og finnst gaman að skora Teitur Örlygsson fór yfir það af hverju Remy Martin er svo illviðráðanlegur inn á vellinum en þessi frábæri bandaríski leikmaður Keflavíkurliðsins hefur spilað afar vel að undanförnu. 18. janúar 2024 15:00
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli