„Náttúrulega bara ánægður að hafa unnið og náð innbyrðis á þá“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 25. janúar 2024 21:46 Benedikt í leik með Njarðvík. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar fóru heldur létt með Álftnesinga í kvöld þegar liðin mættust í fullri Ljónagryfju í 15.umferð Subway deild karla í kvöld. Njarðvíkingar lögðu Álftanes með 28 stiga mun 89-51 í furðulegum leik. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga gat heldur ekki útskýrt hvað átti sér stað hér í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég er náttúrulega bara ánægður að hafa unnið og náð innbyrðis á þá. Ég fer allavega hel sáttur héðan frá þessum leik en þetta var skrítinn leikur. Mér leið svona og þetta minnti mig á þegar maður er að mæta liði sem er nýbúið að vera bikarmeistari og kemur síðan eftir spennufall og maður vinnur þá auðveldlega bara út frá tímasetningu. Kannski eitthvað svoleiðis hjá Álftanesi, ég veit það ekki en þeir voru að tryggja sig í höllina í síðasta leik sem er frábært fyrir klúbbinn, risa skref fyrir Álftanes í körfuboltadeild og félag og hugsanlega hefur það eitthvað með það að gera að þeir eiga hérna hauskúpuleik því þeir voru ekki líkir sjálfum sér hérna í kvöld.“ Njarðvíkingar héldu gestunum í 51 stigi en Benedikt vildi þó ekki meina að Njarðvíkingar hefðu einhverja töfralausn. „Það er enginn galdur. Mér fannst strax í byrjun og ég sagði það hérna strax í upphafi að orkustigið okkar var miklu meira heldur en þeirra og ég veit að þið spyrjendur eruð orðnir þreyttir á þessu svari um að orkustigið var ekki nógu hátt og eitthvað svona en þetta skiptir öllu máli. Orkustigið okkar hérna í byrjun var miklu meira en þeirra og var bara þannig allan leikinn, á meðan þeir voru flatir þá vorum við á fullu og þannig náum við tökum á leiknum og byggjum upp góða forystu. Það svo bara skipti engu máli hver var inni hjá okkur, að voru allir að leggja í púkkið og vorum að spila vel saman sem lið, flott boltahreyfing, menn ekki að stoppa með boltann of lengi þannig bara hrós á mína stráka.“ Þrátt fyrir öruggan sigur þá lentu Njarðvíkingar í örlitlum villu vandræðum en Benedikt fannst leikurinn þó ekki vera mjög harður. „Alls ekki physical leikur en Chaz lendir í villu vandræðum snemma en það bara kom ekki að sök. Mario og Milka kannski komnir með fjórar hérna í lokin en þá skipti það engu máli og leikurinn var búin. Þetta hefði getað skipt máli með Chaz en þeir leysa, Veigar og Dwayne tóku þá bara við stýrinu og skiluðu fínu verki.“ Njarðvíkingar eru nú búnir að vinna fjóra leiki í röð en Benedikt vill þó ekki að menn fari fram úr sér þrátt fyrir það „Maður veit aldrei. Í fyrri umferðinni vorum við í öðru sæti lengi vel en svo töpum við tveimur í röð og vorum dottnir í sjöunda sætið og vorum þar um jólin. Þú veist aldrei hvar þú endar í töflunni og maður sér eiginlega aldrei stöðuna fyrr en daginn eftir, hún er aldrei kominn inn fyrr en daginn eftir þannig ég veit ekki hvar við verðum í töflunni núna en það er bara næsti leikur, það er Grindavík núna á úti í næstu viku og maður hugsar ekkert lengra en það.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Sjá meira
Njarðvíkingar lögðu Álftanes með 28 stiga mun 89-51 í furðulegum leik. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga gat heldur ekki útskýrt hvað átti sér stað hér í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég er náttúrulega bara ánægður að hafa unnið og náð innbyrðis á þá. Ég fer allavega hel sáttur héðan frá þessum leik en þetta var skrítinn leikur. Mér leið svona og þetta minnti mig á þegar maður er að mæta liði sem er nýbúið að vera bikarmeistari og kemur síðan eftir spennufall og maður vinnur þá auðveldlega bara út frá tímasetningu. Kannski eitthvað svoleiðis hjá Álftanesi, ég veit það ekki en þeir voru að tryggja sig í höllina í síðasta leik sem er frábært fyrir klúbbinn, risa skref fyrir Álftanes í körfuboltadeild og félag og hugsanlega hefur það eitthvað með það að gera að þeir eiga hérna hauskúpuleik því þeir voru ekki líkir sjálfum sér hérna í kvöld.“ Njarðvíkingar héldu gestunum í 51 stigi en Benedikt vildi þó ekki meina að Njarðvíkingar hefðu einhverja töfralausn. „Það er enginn galdur. Mér fannst strax í byrjun og ég sagði það hérna strax í upphafi að orkustigið okkar var miklu meira heldur en þeirra og ég veit að þið spyrjendur eruð orðnir þreyttir á þessu svari um að orkustigið var ekki nógu hátt og eitthvað svona en þetta skiptir öllu máli. Orkustigið okkar hérna í byrjun var miklu meira en þeirra og var bara þannig allan leikinn, á meðan þeir voru flatir þá vorum við á fullu og þannig náum við tökum á leiknum og byggjum upp góða forystu. Það svo bara skipti engu máli hver var inni hjá okkur, að voru allir að leggja í púkkið og vorum að spila vel saman sem lið, flott boltahreyfing, menn ekki að stoppa með boltann of lengi þannig bara hrós á mína stráka.“ Þrátt fyrir öruggan sigur þá lentu Njarðvíkingar í örlitlum villu vandræðum en Benedikt fannst leikurinn þó ekki vera mjög harður. „Alls ekki physical leikur en Chaz lendir í villu vandræðum snemma en það bara kom ekki að sök. Mario og Milka kannski komnir með fjórar hérna í lokin en þá skipti það engu máli og leikurinn var búin. Þetta hefði getað skipt máli með Chaz en þeir leysa, Veigar og Dwayne tóku þá bara við stýrinu og skiluðu fínu verki.“ Njarðvíkingar eru nú búnir að vinna fjóra leiki í röð en Benedikt vill þó ekki að menn fari fram úr sér þrátt fyrir það „Maður veit aldrei. Í fyrri umferðinni vorum við í öðru sæti lengi vel en svo töpum við tveimur í röð og vorum dottnir í sjöunda sætið og vorum þar um jólin. Þú veist aldrei hvar þú endar í töflunni og maður sér eiginlega aldrei stöðuna fyrr en daginn eftir, hún er aldrei kominn inn fyrr en daginn eftir þannig ég veit ekki hvar við verðum í töflunni núna en það er bara næsti leikur, það er Grindavík núna á úti í næstu viku og maður hugsar ekkert lengra en það.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Sjá meira