Ákærður fyrir að leggja átta manns í lífshættu í ábataskyni Jón Þór Stefánsson skrifar 27. janúar 2024 07:00 Húsnæðið sem málið varðar er í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Maður hefur verið ákærður fyrir láta útbúa búseturými í atvinnuhúsnæði án tilskilinna leyfa og án nauðsynlegra brunavarnaráðstafanna. Fram kemur í ákæru að maðurinn hafi leigt húsnæðið og leigt það út til annarra, en í að minnsta kosti átta menn bjuggu í því. Með því huga ekki að brunavörnum er hann sagður hafa stefnt lífi mannanna í hættu. Húsnæðið sem málið varðar er í Reykjavík. Meint brot mannsins varða brot gegn lögum um brunavarnir og hættubrot og ná yfir tímabilið frá júlí 2017 til júnímánaðar 2018. Brotin eiga að hafa verið framin í gegnum tvö félög mannsins, en annað þeirra er nú afskráð og hitt gjaldþrpota. Málið átti að vera tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni, en því var frestað um óákveðinn tíma. Í ákæru málsins segir að í húsinu hafi verið bráð íkveikjuhætta, en í júní 2018 gerði slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu úttekt á eldvörnum í því. Niðurstöður hennar leiddu í ljós fjölmarga galla. „Engin brunahólfun var til staðar í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reyks, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, loft var klætt auðbrennanlegu plasti og bil veggja og lofts voru fyllt hraðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu, auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu og aukin brunahætta var vegna mikils eldsmatar í húsnæðinu,“ segir í ákærunni. Þá er fullyrt að með þessu hafi maðurinn í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu þeirra sem voru búsettir í húsinu í augljósan háska. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru íbúar hússins, mennirnir átta, starfsmenn verktakafyrirtækis sem var að störfum í húsnæðinu. Dómsmál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Húsnæðið sem málið varðar er í Reykjavík. Meint brot mannsins varða brot gegn lögum um brunavarnir og hættubrot og ná yfir tímabilið frá júlí 2017 til júnímánaðar 2018. Brotin eiga að hafa verið framin í gegnum tvö félög mannsins, en annað þeirra er nú afskráð og hitt gjaldþrpota. Málið átti að vera tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni, en því var frestað um óákveðinn tíma. Í ákæru málsins segir að í húsinu hafi verið bráð íkveikjuhætta, en í júní 2018 gerði slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu úttekt á eldvörnum í því. Niðurstöður hennar leiddu í ljós fjölmarga galla. „Engin brunahólfun var til staðar í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reyks, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, loft var klætt auðbrennanlegu plasti og bil veggja og lofts voru fyllt hraðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu, auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu og aukin brunahætta var vegna mikils eldsmatar í húsnæðinu,“ segir í ákærunni. Þá er fullyrt að með þessu hafi maðurinn í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu þeirra sem voru búsettir í húsinu í augljósan háska. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru íbúar hússins, mennirnir átta, starfsmenn verktakafyrirtækis sem var að störfum í húsnæðinu.
Dómsmál Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira