Óánægður með viðbragðsleysi vegna lögbrota flugfélaganna Bjarki Sigurðsson skrifar 24. janúar 2024 12:07 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Sigurjón Tíu flugfélög afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til lands frá Schengen-löndum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir listana mikilvæga fyrir lögregluna en dæmi eru um að erlendir brotamenn komist hingað til lands með þessum hætti. Í morgun var greint frá því í Morgunblaðinu að tíu erlend flugfélög skiluðu ekki farþegalistum til yfirvalda við komu til Íslands frá Schengen-löndum, líkt og lög kveða á um að gera skal. Án farþegalista er það happ og glapp hvort erlendir brotamenn komist til landsins eða verði stöðvaðir. Meðal þeirra flugfélaga sem ekki senda lista eru stór félög á borð við Lufthansa og Air Baltic. Íslensk lög skýr Úlfar Lúðvíksson, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þetta vera langtímavandamál. „Íslensk lög eru alveg skýr hvað þetta varðar. Flugfélögum sem koma hingað til lands ber skylda samkvæmt íslenskum lögum að afhenda þessar upplýsingar en í einhverjum tilfellum komast upp með að gera það ekki og ég er óánægður með þá stöðu,“ segir Úlfar. Samgönguyfirvöld ekki brugðist við Stjórnvöldum er heimilt að bæði leggja stjórnvaldssektir á félögin, sem og svipta þau lendingarleyfi. Það er þó undir samgönguyfirvöldum komið sem hafa að sögn Úlfars ekki brugðist við því hingað til. „Þetta eru grundvallarupplýsingar sem lögregla og tollur þurfa að hafa við landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen. Við þurfum að geta farið kerfisbundið yfir upplýsingar um farþega flugvéla í okkar eftirliti því hefðbundið eftirlit á sér ekki stað á innri landamærum Schengen. Vegabréfaeftirlit er einungis með skipulögðum hætti á ytri landamærum Schengen. Þannig þetta eru í raun og veru grundvallarupplýsingar í okkar löggæslustörfum,“ segir Úlfar. Getuleysi á ferðinni Hann segir að dæmi séu um að einstaklingar sem ekki mega koma hingað til lands komist hingað með þessum hætti. Finnur þú fyrir því að það sé ekki vilji til þess að bregðast við? „Ég er ekki að segja að það skorti vilja en það er alveg bersýnilega eitthvað getuleysi á ferðinni,“ segir Úlfar. Lögreglumál Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í morgun var greint frá því í Morgunblaðinu að tíu erlend flugfélög skiluðu ekki farþegalistum til yfirvalda við komu til Íslands frá Schengen-löndum, líkt og lög kveða á um að gera skal. Án farþegalista er það happ og glapp hvort erlendir brotamenn komist til landsins eða verði stöðvaðir. Meðal þeirra flugfélaga sem ekki senda lista eru stór félög á borð við Lufthansa og Air Baltic. Íslensk lög skýr Úlfar Lúðvíksson, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þetta vera langtímavandamál. „Íslensk lög eru alveg skýr hvað þetta varðar. Flugfélögum sem koma hingað til lands ber skylda samkvæmt íslenskum lögum að afhenda þessar upplýsingar en í einhverjum tilfellum komast upp með að gera það ekki og ég er óánægður með þá stöðu,“ segir Úlfar. Samgönguyfirvöld ekki brugðist við Stjórnvöldum er heimilt að bæði leggja stjórnvaldssektir á félögin, sem og svipta þau lendingarleyfi. Það er þó undir samgönguyfirvöldum komið sem hafa að sögn Úlfars ekki brugðist við því hingað til. „Þetta eru grundvallarupplýsingar sem lögregla og tollur þurfa að hafa við landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen. Við þurfum að geta farið kerfisbundið yfir upplýsingar um farþega flugvéla í okkar eftirliti því hefðbundið eftirlit á sér ekki stað á innri landamærum Schengen. Vegabréfaeftirlit er einungis með skipulögðum hætti á ytri landamærum Schengen. Þannig þetta eru í raun og veru grundvallarupplýsingar í okkar löggæslustörfum,“ segir Úlfar. Getuleysi á ferðinni Hann segir að dæmi séu um að einstaklingar sem ekki mega koma hingað til lands komist hingað með þessum hætti. Finnur þú fyrir því að það sé ekki vilji til þess að bregðast við? „Ég er ekki að segja að það skorti vilja en það er alveg bersýnilega eitthvað getuleysi á ferðinni,“ segir Úlfar.
Lögreglumál Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira