Alþjóðasamstarf í menntun setur frið í forgrunn Rúna Vigdís Guðmarsdóttir og Eydís Inga Valsdóttir skrifa 24. janúar 2024 07:01 Alþjóðlegur dagur menntunar er haldinn hátíðlegur þann 24. janúar og að þessu sinni hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hann námi í þágu friðar. Menntun á öllum stigum gegnir lykilhlutverki við að efla víðsýni og tryggja samstöðu milli ólíkra landa og menningarheima. Til þess þurfa skólar og einstaklingar stuðning – og þar getur erlent samstarf gert gæfumuninn. Rannís hefur umsjón með þátttöku Íslands í alþjóðlegum samstarfsáætlunum, svo sem Nordplus, Erasmus+ og European Solidarity Corps, sem allar stefna að því að tryggja friðsöm og lýðræðisleg samfélög og samstarf þeirra á milli, meðal annars gegnum nám og kennslu. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og vinnur að því að efla þátttökulöndin, sem eru Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin auk sjálfstjórnarsvæðanna þriggja, sem eitt heildstætt menntasvæði. Hér er höfð til grundvallar sú sýn Norrænu ráðherranefndarinnar að við séum sterkari saman og því sé mikilvægt að allt fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu og hafi réttindi og skyldur. Með því að styrkja menntasamstarf milli þessara landa er verið stuðla að öruggu samfélagi og leggja grunninn að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í sama anda hafa Evrópusambandsáætlanirnar Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) og forverar þeirra í áraraðir unnið að því að efla frið þvert á landamæri. Frelsi, lýðræði og mannréttindi eru lykilþættir í áætlununum tveimur og þær leggja áherslu á inngildingu og jöfn tækifæri alls fólks. Í þessu samhengi má nefna að yfir 130 umsóknir um styrk í þessar tvær áætlanir frá árinu 2021 hafa unnið með sértækt markmið um frið og réttlæti innan heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun samkvæmt nýlegri úttekt Landskrifstofu. Þetta eru göfug markmið, en hvernig geta þessar áætlanir haft bein áhrif á nám í þágu friðar? Í fyrsta lagi má nefna að bæði Nordplus og Erasmus+ styrkja ferðir einstaklinga út fyrir landsteinana, sem gefa fólki á öllum aldri ekki aðeins tækifæri til að efla sig í námi og starfi heldur líka víkka sjóndeildarhring sinn og öðlast aukinn skilning á menningu og siðum annarra. Erasmus+ býður einnig 18 ára fólki að skrá sig í DiscoverEU happdrættið og eiga þannig kost á lestarferð um Evrópu. Verkefnið hefur það markmið að berjast gegn hatri, fordómum og skorti á umburðarlyndi. Þá má nefna sjálfboðaliðastarf í European Solidarity Corps, sem gefur ungu fólki tækifæri til að gefa af sér til samfélagsins hérlendis, í Evrópu eða utan Evrópu ef um mannúðaraðstoð er að ræða. Í öðru lagi leiða samstarfsverkefni á vegum Nordplus og Erasmus+ saman stofnanir og samtök í ólíkum Evrópulöndum. Þau geta haft friðartengingu á ýmsan hátt, svo sem með því að taka fyrir móttöku og aðlögun flóttafólks, baráttuna gegn falsfréttum og stuðning við norræn og/eða samevrópsk gildi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Auk þess að styrkja verkefni með beina skírskotun til málaflokksins stuðla aukin samskipti milli landa og svæða ávallt að því að byggja upp auknu trausti og virðingu þvert á landamæri. Störf í þágu friðar og félagslegs réttlætis eru einnig mikilvæg í innlendu samhengi og því styrkir ESC svokölluð samfélagsverkefni, sem eru framkvæmd af ungu fólki sem vilja hafa jákvæð áhrif á sitt nærsamfélag. Dæmi um verkefni sem stuðla að friði og lýðræðisfærni: Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur hlotið styrki til að vinna að verkefnum um menntun til friðar. Árið 2019 fengu þau styrk bæði frá Erasmus+ fyrir verkefnið People, Communities and Cities in Peacebuilding: An Inclusive and Intersectional Approach to Peace Studies auk þess sem að þau hlutu styrk sama ár fyrir verkefnið InPeace 2019 frá Nordplus og aftur árið 2021, þá í samstarfi við Tampere Peace Research Institute við Háskólann í Tampere og The Centre for Peace studies við Arktíska háskólann í Noregi. Hérna vinna báðar áætlanir, Erasmus+ og Nordplus að því að styrkja verkefni sem setja frið í forgrunn. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ fékk Nordplus styrk árið 2022 fyrir verkefnið Grænni framtíð með lýðræðismyndun þar sem grunnskólanemar á Íslandi og í Danmörku fengu kennslu í hvernig lýðræði virkar og var sú kennsla tengd við áhersluatriði Nordplus um græna framtíð. Markmiðið er að stuðla að því að nemendurnir upplifi sig sem þátttakendur í lýðræðislegu lærdómssamfélagi þvert á þjóðerni, og að þau læri að skipuleggja lýðræðislega ferla þar sem að jafnframt er gefið rými fyrir umræður og ágreining. Rúna Vigdís er forstöðukona landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og Eydís Inga er verkefnastjóri Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Evrópusambandið Grunnskólar Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur menntunar er haldinn hátíðlegur þann 24. janúar og að þessu sinni hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hann námi í þágu friðar. Menntun á öllum stigum gegnir lykilhlutverki við að efla víðsýni og tryggja samstöðu milli ólíkra landa og menningarheima. Til þess þurfa skólar og einstaklingar stuðning – og þar getur erlent samstarf gert gæfumuninn. Rannís hefur umsjón með þátttöku Íslands í alþjóðlegum samstarfsáætlunum, svo sem Nordplus, Erasmus+ og European Solidarity Corps, sem allar stefna að því að tryggja friðsöm og lýðræðisleg samfélög og samstarf þeirra á milli, meðal annars gegnum nám og kennslu. Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og vinnur að því að efla þátttökulöndin, sem eru Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin auk sjálfstjórnarsvæðanna þriggja, sem eitt heildstætt menntasvæði. Hér er höfð til grundvallar sú sýn Norrænu ráðherranefndarinnar að við séum sterkari saman og því sé mikilvægt að allt fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu og hafi réttindi og skyldur. Með því að styrkja menntasamstarf milli þessara landa er verið stuðla að öruggu samfélagi og leggja grunninn að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Í sama anda hafa Evrópusambandsáætlanirnar Erasmus+ og European Solidarity Corps (ESC) og forverar þeirra í áraraðir unnið að því að efla frið þvert á landamæri. Frelsi, lýðræði og mannréttindi eru lykilþættir í áætlununum tveimur og þær leggja áherslu á inngildingu og jöfn tækifæri alls fólks. Í þessu samhengi má nefna að yfir 130 umsóknir um styrk í þessar tvær áætlanir frá árinu 2021 hafa unnið með sértækt markmið um frið og réttlæti innan heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun samkvæmt nýlegri úttekt Landskrifstofu. Þetta eru göfug markmið, en hvernig geta þessar áætlanir haft bein áhrif á nám í þágu friðar? Í fyrsta lagi má nefna að bæði Nordplus og Erasmus+ styrkja ferðir einstaklinga út fyrir landsteinana, sem gefa fólki á öllum aldri ekki aðeins tækifæri til að efla sig í námi og starfi heldur líka víkka sjóndeildarhring sinn og öðlast aukinn skilning á menningu og siðum annarra. Erasmus+ býður einnig 18 ára fólki að skrá sig í DiscoverEU happdrættið og eiga þannig kost á lestarferð um Evrópu. Verkefnið hefur það markmið að berjast gegn hatri, fordómum og skorti á umburðarlyndi. Þá má nefna sjálfboðaliðastarf í European Solidarity Corps, sem gefur ungu fólki tækifæri til að gefa af sér til samfélagsins hérlendis, í Evrópu eða utan Evrópu ef um mannúðaraðstoð er að ræða. Í öðru lagi leiða samstarfsverkefni á vegum Nordplus og Erasmus+ saman stofnanir og samtök í ólíkum Evrópulöndum. Þau geta haft friðartengingu á ýmsan hátt, svo sem með því að taka fyrir móttöku og aðlögun flóttafólks, baráttuna gegn falsfréttum og stuðning við norræn og/eða samevrópsk gildi, svo nokkur dæmi séu nefnd. Auk þess að styrkja verkefni með beina skírskotun til málaflokksins stuðla aukin samskipti milli landa og svæða ávallt að því að byggja upp auknu trausti og virðingu þvert á landamæri. Störf í þágu friðar og félagslegs réttlætis eru einnig mikilvæg í innlendu samhengi og því styrkir ESC svokölluð samfélagsverkefni, sem eru framkvæmd af ungu fólki sem vilja hafa jákvæð áhrif á sitt nærsamfélag. Dæmi um verkefni sem stuðla að friði og lýðræðisfærni: Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur hlotið styrki til að vinna að verkefnum um menntun til friðar. Árið 2019 fengu þau styrk bæði frá Erasmus+ fyrir verkefnið People, Communities and Cities in Peacebuilding: An Inclusive and Intersectional Approach to Peace Studies auk þess sem að þau hlutu styrk sama ár fyrir verkefnið InPeace 2019 frá Nordplus og aftur árið 2021, þá í samstarfi við Tampere Peace Research Institute við Háskólann í Tampere og The Centre for Peace studies við Arktíska háskólann í Noregi. Hérna vinna báðar áætlanir, Erasmus+ og Nordplus að því að styrkja verkefni sem setja frið í forgrunn. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ fékk Nordplus styrk árið 2022 fyrir verkefnið Grænni framtíð með lýðræðismyndun þar sem grunnskólanemar á Íslandi og í Danmörku fengu kennslu í hvernig lýðræði virkar og var sú kennsla tengd við áhersluatriði Nordplus um græna framtíð. Markmiðið er að stuðla að því að nemendurnir upplifi sig sem þátttakendur í lýðræðislegu lærdómssamfélagi þvert á þjóðerni, og að þau læri að skipuleggja lýðræðislega ferla þar sem að jafnframt er gefið rými fyrir umræður og ágreining. Rúna Vigdís er forstöðukona landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og Eydís Inga er verkefnastjóri Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, á Íslandi.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar