Innlent

Myndir: Kröftug mót­mæli þegar þing kom saman

Árni Sæberg skrifar
Mótmælin voru fjölmenn.
Mótmælin voru fjölmenn. Vísir/RAX

Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs.

Boðað hefur verið til mótmælanna klukkan hálf þrjú í dag. Tímasetningin er engin tilviljun en Alþingi kemur saman eftir jólafrí klukkan þrjú og Magnús Magnússon, hjá félaginu Ísland-Palestína og skipuleggjandi, ætlast til þess að þingmenn heyri ákallið og bregðist við.

„Við erum með nokkrar kröfur og þær eru að við viljum að ríkisstjórn íslands fordæmi þjóðarmorðin, við viljum að þeir stjórnmálasambandi við Ísrael verði og að viðskiptaþvingunum verði beitt. Að Ísreal hætti árásarstríði á saklausa borgara á Gasa og við viljum að þeir sinni fjölskuldusameiningum sem þegar hafa verið samþykktar og að Palestínufólki sem býr nú þegar á Íslandi verði veitt alþjóðlega vernd,“ sagði Magnús í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Hér að neðan má sjá myndir frá RAX, ljósmyndara Vísis:

Fjöldi fólks mætti á mótmælin.Vísir/RAX

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, einn skipuleggjenda mótmælendanna, og Magga Stína, móðir hennar, létu vel í sér heyra. Vísir/RAX

Hart var skotið á Bjarna Benediktsson, utanríkisráðherra.Vísir/RAX

Palestínskir fánar voru áberandi að vanda.Vísir/RAX



Fleiri fréttir

Sjá meira


×