Ólíklegt að umræða um vantraust fari fram samdægurs Heimir Már Pétursson og Lovísa Arnardóttir skrifa 22. janúar 2024 12:29 Birgir segir að ef horft sé til tillagna um vantraust sem fram hafi komið síðustu ár hafi umræður yfirleitt farið fram einum til þremur dögum eftir að tillagan var lögð fram. Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að umræður og atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu í garð matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, fari fram í dag. Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur boðað að hún leggi fram vantrauststillögu á Svandísi í dag vegna tímabundins banns hennar við hvalveiðum sem umboðsmaður Alþingis sagði skorta lagastoð. Þing kemur saman klukkan 15 í dag. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir ólíklegt að umræður og atkvæðagreiðsla fari fram samdægurs. „Venjan er sú að það fari þá fram umræða og afgreiðsla vantrauststillögu eins fljótt og auðið er. Það hefur verið kannski einn til þrír dagar ef maður horfir til tillagna sem hafa komið fram á síðustu árum,“ sagði Birgir í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki væri kveðið skýrt á um þetta í þingsköpum en forseti Alþingis ræði þetta við þingflokksformenn áður en ákvörðun væri tekin. Enda þyrfti samkomulag milli þingflokka ef taka ætti tillöguna fyrir innan tveggja sólarhringa. Heldur þú sem forseti Alþingis að líf ríkisstjórnarinnar ráðist af því hvernig þessi atkvæðagreiðsla fari ef tillagan kemur fram? „Því myndi ég ekki svara sem forseti þingsins,“ sagði Birgir svo. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, tilkynnti í morgun að hún ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, sagði svo Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis vera sér vonbrigði. Hún segir að þingflokkur Sjálfstæðismanna muni fara yfir stöðuna síðar í dag. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Hvalveiðar Tengdar fréttir Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22. janúar 2024 08:39 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur boðað að hún leggi fram vantrauststillögu á Svandísi í dag vegna tímabundins banns hennar við hvalveiðum sem umboðsmaður Alþingis sagði skorta lagastoð. Þing kemur saman klukkan 15 í dag. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir ólíklegt að umræður og atkvæðagreiðsla fari fram samdægurs. „Venjan er sú að það fari þá fram umræða og afgreiðsla vantrauststillögu eins fljótt og auðið er. Það hefur verið kannski einn til þrír dagar ef maður horfir til tillagna sem hafa komið fram á síðustu árum,“ sagði Birgir í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki væri kveðið skýrt á um þetta í þingsköpum en forseti Alþingis ræði þetta við þingflokksformenn áður en ákvörðun væri tekin. Enda þyrfti samkomulag milli þingflokka ef taka ætti tillöguna fyrir innan tveggja sólarhringa. Heldur þú sem forseti Alþingis að líf ríkisstjórnarinnar ráðist af því hvernig þessi atkvæðagreiðsla fari ef tillagan kemur fram? „Því myndi ég ekki svara sem forseti þingsins,“ sagði Birgir svo. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, tilkynnti í morgun að hún ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, sagði svo Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis vera sér vonbrigði. Hún segir að þingflokkur Sjálfstæðismanna muni fara yfir stöðuna síðar í dag.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Hvalveiðar Tengdar fréttir Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22. janúar 2024 08:39 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22. janúar 2024 08:39