Króatísk goðsögn ósátt með liðið: „Eigum að spila í fimmta gír en erum bara í þeim þriðja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2024 11:30 Filip Glavas og félagar hans í króatíska landsliðinu hafa tapað tveimur leikjum í röð á EM. getty/Tom Weller Fyrrverandi heims- og Ólympíumeistari með króatíska handboltalandsliðinu er ekki hrifinn af frammistöðu þess á Evrópumótinu í Þýskalandi. Ísland mætir Króatíu í dag í þriðja leik sínum í milliriðli 1 á EM. Bæði lið hafa tapað báðum leikjum sínum í milliriðlinum en Króatar eru með eitt stig, sem þeir tóku með sér úr riðlakeppninni, en Íslendingar ekki neitt. Mirza Dzomba, sem varð heimsmeistari með Króatíu 2003 og Ólympíumeistari 2004, finnst ekki mikið til spilamennsku króatíska liðsins á EM koma. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ef ekki væri fyrir markverðina okkar á EM væri niðurstaðan enn verri. Við eigum að spila í fimmta gír en erum bara í þeim þriðja,“ skrifaði Dzomba í pistli fyrir Index. Hann segir að Króatar séu alltof mistækir í sóknarleiknum. Í tapinu fyrir Ungverjalandi á laugardaginn tapaði Króatía boltanum til að mynda þrettán sinnum. „Ég trúi ekki hversu mörg mistök við gerum í sókninni. Við köstuðum boltanum frá okkur að ástæðulausu og fengum á okkur óþarfa mörk. Þetta skemmir fyrir þér til lengri tíma litið,“ skrifaði Dzomba. „Allir vita þetta en samt gerum við sömu heimskulegu mistökin. Af einhverjum ástæðum verðum við stressaðir og vitum ekki hvað skal gera.“ Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 14:30. Honum verða gerð góð skil á Vísi. EM 2024 í handbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Ísland mætir Króatíu í dag í þriðja leik sínum í milliriðli 1 á EM. Bæði lið hafa tapað báðum leikjum sínum í milliriðlinum en Króatar eru með eitt stig, sem þeir tóku með sér úr riðlakeppninni, en Íslendingar ekki neitt. Mirza Dzomba, sem varð heimsmeistari með Króatíu 2003 og Ólympíumeistari 2004, finnst ekki mikið til spilamennsku króatíska liðsins á EM koma. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ef ekki væri fyrir markverðina okkar á EM væri niðurstaðan enn verri. Við eigum að spila í fimmta gír en erum bara í þeim þriðja,“ skrifaði Dzomba í pistli fyrir Index. Hann segir að Króatar séu alltof mistækir í sóknarleiknum. Í tapinu fyrir Ungverjalandi á laugardaginn tapaði Króatía boltanum til að mynda þrettán sinnum. „Ég trúi ekki hversu mörg mistök við gerum í sókninni. Við köstuðum boltanum frá okkur að ástæðulausu og fengum á okkur óþarfa mörk. Þetta skemmir fyrir þér til lengri tíma litið,“ skrifaði Dzomba. „Allir vita þetta en samt gerum við sömu heimskulegu mistökin. Af einhverjum ástæðum verðum við stressaðir og vitum ekki hvað skal gera.“ Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 14:30. Honum verða gerð góð skil á Vísi.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira