Áhorfandi hljóp niður súperstjörnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 15:01 Caitlin Clark er magnaður leikmaður en það hefði getað farið illa í gær. Getty/Andy Lyons Bandaríska körfuboltakonan Caitlin Clark átti frábæran leik með Iowa háskólanum en það dugði þó ekki til sigurs í gær og eftir leik munaði litlu að súperstjarna bandaríska háskólakörfuboltans meiddist illa. Clark hefur stóraukið áhuga Bandaríkjamanna á kvennakörfuboltanum og aðsóknin á leiki margfaldast þegar hún mætir á svæðið. Hún stendur líka undir nafni og býður upp á hverja súperframmistöðuna á fætur annarri. Clark nálgast líka óðum stigamet háskólaboltans og er öðrum fremur ástæðan fyrir því að Iowa skólinn er að ógna risunum í háskólaboltanum. 45 stig hennar dugðu hins vegar ekki til sigurs á Ohio State í gær. Ohio State vann 100-92 eftir framlengdan leik. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Stuðningsfólk Ohio State, flestir nemendur við skólann, hlupu inn á völlinn í leikslok til að fagna sigrinum. Clark reyndi að komast sem fyrst af vellinum og til búningsklefa en ekki vildi betur til en að einn af áhorfendunum sem var að hlaupa inn á völlinn hljóp hana niður. Algjörlega óviljandi. Clark sá ekki áhorfandann og steinlá í gólfinu. Liðsfélagar hjálpuðu henni af velli og hún ræddi þetta atvik eftir leikinn. „Ég sá að þau voru hlaupa inn á völlinn sem var í fínu lagi. Gott fyrir þeirra nemendur og frábær sigur hjá þeim,“ sagði Caitlin Clark. Hún sagðist hafa fengið þungt högg og það hafi komið henni algjörlega að óvörum þegar hún sjálf var að reyna að komast sem fyrst í öruggt skjól. „Þetta var frekar óhugnanlegt enda hefði ég getað meiðst illa þarna,“ sagði Clark en þjálfari hennar var reið. „Svona á ekki að geta gerst. Okkar leikmenn ættu að vera öruggir og ætti að geta gengið óhultar af velli. Það er auðvitað mikil vonbrigði að leikmenn okkar geti meiðst á leiðinni til búningsklefa. Það er bara rangt,“ sagði Lisa Bluder, þjálfari Iowa. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Clark hefur stóraukið áhuga Bandaríkjamanna á kvennakörfuboltanum og aðsóknin á leiki margfaldast þegar hún mætir á svæðið. Hún stendur líka undir nafni og býður upp á hverja súperframmistöðuna á fætur annarri. Clark nálgast líka óðum stigamet háskólaboltans og er öðrum fremur ástæðan fyrir því að Iowa skólinn er að ógna risunum í háskólaboltanum. 45 stig hennar dugðu hins vegar ekki til sigurs á Ohio State í gær. Ohio State vann 100-92 eftir framlengdan leik. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Stuðningsfólk Ohio State, flestir nemendur við skólann, hlupu inn á völlinn í leikslok til að fagna sigrinum. Clark reyndi að komast sem fyrst af vellinum og til búningsklefa en ekki vildi betur til en að einn af áhorfendunum sem var að hlaupa inn á völlinn hljóp hana niður. Algjörlega óviljandi. Clark sá ekki áhorfandann og steinlá í gólfinu. Liðsfélagar hjálpuðu henni af velli og hún ræddi þetta atvik eftir leikinn. „Ég sá að þau voru hlaupa inn á völlinn sem var í fínu lagi. Gott fyrir þeirra nemendur og frábær sigur hjá þeim,“ sagði Caitlin Clark. Hún sagðist hafa fengið þungt högg og það hafi komið henni algjörlega að óvörum þegar hún sjálf var að reyna að komast sem fyrst í öruggt skjól. „Þetta var frekar óhugnanlegt enda hefði ég getað meiðst illa þarna,“ sagði Clark en þjálfari hennar var reið. „Svona á ekki að geta gerst. Okkar leikmenn ættu að vera öruggir og ætti að geta gengið óhultar af velli. Það er auðvitað mikil vonbrigði að leikmenn okkar geti meiðst á leiðinni til búningsklefa. Það er bara rangt,“ sagði Lisa Bluder, þjálfari Iowa. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum