Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. janúar 2024 20:22 Ron DeSantis hefur beint spjótum sínum að Disney heima fyrir í Flórída en nú fara spjótin að beinast að Donald Trump í forvali Repúblikana. Stephen Maturen/Getty Images Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember Þetta kemur fram í myndbandi sem DeSantis birtir á Twitter. Success is not final, failure is not fatal: it is the courage to continue that counts. - Winston Churchill pic.twitter.com/ECoR8YeiMm— Ron DeSantis (@RonDeSantis) January 21, 2024 „Ef það er eitthvað sem ég gæti gert til að framkalla hagstæð úrslit - fleiri framboðsheimsóknir, fleiri viðtöl - myndi ég gera það, en ég get ekki beðið sjálfboðaliðana okkar um að bjóða fram tíma sinn og leggja krafta sína af hendi ef það er ekki skýr leið að sigri,“ sagði DeSantis í myndbandinu. „Í dag mun ég, þess vegna, draga framboð mitt til baka.“ Styður Trump gegn Biden „Trump er æðri sitjandi forseta, Joe Biden. Það er skýrt,“ sagði DeSantis einnig í myndbandinu. „Ég skrifaði undir eið um að styðja við frambjóðanda Repúblíkana og ég mun heiðra þann eið,“ sagði hann einnig. Trump fái hans stuðning af því ekki sé hægt að snúa aftur til gömlu Repúblíkananna eða samráðsstefnunnar (e. corporatism) sem hann segir Nikki Haley, annar frambjóðandi Repúblikana, standa fyrir. Þrátt fyrir að lýst yfir sigri á kjörfundunum í Iowa (e. Iowa caucuse) þann 15. janúar síðastliðinn þar sem hann lenti í öðru sæti á eftir Trump og rétt marði Nikki Haley þá hefur dregist töluvert á eftir í New-Hampshire-ríki. Hann mælist þar með um sex prósent á meðan Trump er með 50 prósent og Haley 39 prósent, samkvæmt skoðanakönnunum CNN og Háskólans í New-Hampshire sem gerðar voru 16. til 19. janúar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Trump vann stórsigur í Iowa Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt. 16. janúar 2024 07:42 Trump sigurviss fyrir fyrsta forvalið í Iowa Fyrstu forkosningar Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í ár fara fram í Iowa ríki í nótt. Samkvæmt könnunum er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, langlíklegasti sigurvegarinn. 16. janúar 2024 00:23 Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30 DeSantis og Christie gagnrýndu Trump fyrir að vera fjarri góðu gamni Sjö frambjóðendur í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári mættust í kappræðum í gærkvöldi. Donald Trump var ekki þeirra á meðal og var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt. 28. september 2023 06:43 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í myndbandi sem DeSantis birtir á Twitter. Success is not final, failure is not fatal: it is the courage to continue that counts. - Winston Churchill pic.twitter.com/ECoR8YeiMm— Ron DeSantis (@RonDeSantis) January 21, 2024 „Ef það er eitthvað sem ég gæti gert til að framkalla hagstæð úrslit - fleiri framboðsheimsóknir, fleiri viðtöl - myndi ég gera það, en ég get ekki beðið sjálfboðaliðana okkar um að bjóða fram tíma sinn og leggja krafta sína af hendi ef það er ekki skýr leið að sigri,“ sagði DeSantis í myndbandinu. „Í dag mun ég, þess vegna, draga framboð mitt til baka.“ Styður Trump gegn Biden „Trump er æðri sitjandi forseta, Joe Biden. Það er skýrt,“ sagði DeSantis einnig í myndbandinu. „Ég skrifaði undir eið um að styðja við frambjóðanda Repúblíkana og ég mun heiðra þann eið,“ sagði hann einnig. Trump fái hans stuðning af því ekki sé hægt að snúa aftur til gömlu Repúblíkananna eða samráðsstefnunnar (e. corporatism) sem hann segir Nikki Haley, annar frambjóðandi Repúblikana, standa fyrir. Þrátt fyrir að lýst yfir sigri á kjörfundunum í Iowa (e. Iowa caucuse) þann 15. janúar síðastliðinn þar sem hann lenti í öðru sæti á eftir Trump og rétt marði Nikki Haley þá hefur dregist töluvert á eftir í New-Hampshire-ríki. Hann mælist þar með um sex prósent á meðan Trump er með 50 prósent og Haley 39 prósent, samkvæmt skoðanakönnunum CNN og Háskólans í New-Hampshire sem gerðar voru 16. til 19. janúar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Trump vann stórsigur í Iowa Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt. 16. janúar 2024 07:42 Trump sigurviss fyrir fyrsta forvalið í Iowa Fyrstu forkosningar Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í ár fara fram í Iowa ríki í nótt. Samkvæmt könnunum er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, langlíklegasti sigurvegarinn. 16. janúar 2024 00:23 Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30 DeSantis og Christie gagnrýndu Trump fyrir að vera fjarri góðu gamni Sjö frambjóðendur í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári mættust í kappræðum í gærkvöldi. Donald Trump var ekki þeirra á meðal og var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt. 28. september 2023 06:43 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Trump vann stórsigur í Iowa Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt. 16. janúar 2024 07:42
Trump sigurviss fyrir fyrsta forvalið í Iowa Fyrstu forkosningar Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í ár fara fram í Iowa ríki í nótt. Samkvæmt könnunum er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, langlíklegasti sigurvegarinn. 16. janúar 2024 00:23
Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30
DeSantis og Christie gagnrýndu Trump fyrir að vera fjarri góðu gamni Sjö frambjóðendur í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári mættust í kappræðum í gærkvöldi. Donald Trump var ekki þeirra á meðal og var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt. 28. september 2023 06:43
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent