Dagnýjarlaust West Ham tapaði enn einum leiknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2024 20:49 Sigurmarkið í uppsiglingu. @SpursWomen Það gengur hvorki né rekur hjá West Ham United í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í kvöld tapaði liðið á dramatískan hátt gegn Tottenham Hotspur sem þýðir að Hamrarnir hafa tapað fimm af síðustu sex leikjum. Dagný Brynjarsdóttir er fyrirliði West Ham en hún hefur ekki leikið með liðinu undanfarna mánuði þar sem hún er ólétt í annað sinn. Hamrarnir ætluðu sér stóra hluti fyrir tímabil en sem stendur er liðið í bullandi fallbaráttu. Ekki skánaði það í kvöld þegar nágrannarnir í Tottenham sóttu West Ham heim og nældu í þrjú stig þökk sé dramatískur 4-3 útisigur. Hamrarnir náðu að jafna metin í 3-3 eftir að lenda 3-1 undir allt til þess að tapa 4-3. WSL debut First WSL assist Talk about a perfect start for Kristie Mewis pic.twitter.com/HQzJdSLpLW— Attacking Third (@AttackingThird) January 21, 2024 Grace Clinton var allt í öllu hjá Tottenham en hún skoraði tvö markanna og gaf eina stoðsendingu, það mark skoraði Celin Bizet Ildhusoy. Það var svo Jessica Naz sem skoraði sigurmarkið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Risa Shimizu, Viviane Asseyi og Amber Tysiak skoruðu mörk Hamranna. Grace Clinton with two goals and an assist. pic.twitter.com/DnlUTraA2H— Attacking Third (@AttackingThird) January 21, 2024 Eftir leiki dagsins er Chelsea sem fyrr á toppnum, nú með 28 stig. Þar á eftir koma Man City og Arsenal með 25 stig. Man United, Liverpool og Tottenham eru síðan með 18 stig hvert. Aston Villa er með 12 stig, Brighton 11 líkt og Everton. Leicester City er með 10 stig á meðan West Ham og Bristol City, botnlið deildarinnar, eru með 5 stig. Önnur úrslit í dag Chelsea 3-1 Manchester United Manchester City 5-1 Liverpool Brighton & Hove Albion 3-2 Bristol City Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir er fyrirliði West Ham en hún hefur ekki leikið með liðinu undanfarna mánuði þar sem hún er ólétt í annað sinn. Hamrarnir ætluðu sér stóra hluti fyrir tímabil en sem stendur er liðið í bullandi fallbaráttu. Ekki skánaði það í kvöld þegar nágrannarnir í Tottenham sóttu West Ham heim og nældu í þrjú stig þökk sé dramatískur 4-3 útisigur. Hamrarnir náðu að jafna metin í 3-3 eftir að lenda 3-1 undir allt til þess að tapa 4-3. WSL debut First WSL assist Talk about a perfect start for Kristie Mewis pic.twitter.com/HQzJdSLpLW— Attacking Third (@AttackingThird) January 21, 2024 Grace Clinton var allt í öllu hjá Tottenham en hún skoraði tvö markanna og gaf eina stoðsendingu, það mark skoraði Celin Bizet Ildhusoy. Það var svo Jessica Naz sem skoraði sigurmarkið þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Risa Shimizu, Viviane Asseyi og Amber Tysiak skoruðu mörk Hamranna. Grace Clinton with two goals and an assist. pic.twitter.com/DnlUTraA2H— Attacking Third (@AttackingThird) January 21, 2024 Eftir leiki dagsins er Chelsea sem fyrr á toppnum, nú með 28 stig. Þar á eftir koma Man City og Arsenal með 25 stig. Man United, Liverpool og Tottenham eru síðan með 18 stig hvert. Aston Villa er með 12 stig, Brighton 11 líkt og Everton. Leicester City er með 10 stig á meðan West Ham og Bristol City, botnlið deildarinnar, eru með 5 stig. Önnur úrslit í dag Chelsea 3-1 Manchester United Manchester City 5-1 Liverpool Brighton & Hove Albion 3-2 Bristol City
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira