Kæru þunglyndis- og kvíðasjúklingar, það er kominn tími til að LIFA! Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 19. janúar 2024 12:00 Mér var rétt bók fyrir stuttu síðan sem ber titilinn „Live More Think Less” eftir Pia Callesen, danskan sálfræðing. Ég les örsjaldan bækur og er alveg einstaklega skeptísk á sjálfshjálparbækur. Ég byrjaði smá á henni og átti von á því að fá strax leið eftir fyrstu síðurnar eins og gerist oftar en ekki þegar ég reyni að byrja á einhverri bók. Bókin styðst við rannsóknarniðurstöður og segir að hefðbundnar hugrænar atferlismeðferðir (HAM) virka í 50% tilfellum við kvíða og þunglyndi, en þessi sem kallast ,,metacognitive therapy” (vithugræn atferlismeðferð) virkar í 80% tilfellum. Þarna var ég ennþá skeptísk en ákvað samt að prófa að lesa áfram. Viti menn, bókin greip mig strax í fyrsta kaflanum og mér fannst ég þurfa að klára að lesa hana. Þarna voru kynnt fyrir mér glæný hugtök sem ég er nú strax farin að nota í daglegu lífi. Ber fyrst að nefna ,,trigger thought” þegar hugsun dúkkar upp í höfðinu á manni og biður um athygli. Í bókinni er þessu lýst þannig að hugurinn í manni er annasöm lestarstöð og það eru alltaf einhverjar lestir að koma og fara. Lest er ,,trigger”-hugsun. Dæmi um trigger-hugsanir sem ég fær stundum er: ,,Af hverju er ég með svona þungan og hraðan hjartslátt? Af hverju líður mér svona illa? Ég er svo þreytt.” Þetta eru bara ,,lestir” sem stoppa við lestarstöð hugans og ég ÞARF EKKI að stíga upp í þessar lestir, kafa inn í sjálfa mig og reyna að finna svör við þessum spurningum eða verða upptekin af einhverri tilfinningu. Ég er bara meðvituð um að þessar hugsanir eru þarna og tek meðvitaða ákvörðun um að láta þessar hugsanir eiga sig, leyfa lestunum bara að fara. Ég beini athyglinni eitthvert annað. Þetta er í grundvallaratriðum bara það. Svona ótrúlega einfalt, svo einfalt að ég trúði því varla sjálf. Núna er ég allt í einu orðin meðvituð um trigger-hugsanir mínar og stjórna að miklu leyti því sjálf hvort ég ,,ruminate”-a. Orðið ,,ruminate” kemur líklega fyrir hundrað sinnum í þessari bók og þýðir bókstaflega að ,,jórtra” hugsun. Það ferli að fara inn í sjálfa/sjálfan/sjálft sig, sökkva sér inn í hugsun sem vindur upp á sig enn fleiri spurningar til að leita svara við, eða þegar við erum komin upp í ,,hugsanalest”. Þegar maður er kominn upp í hugsanalest getur orðið erfitt að stíga út úr henni, sérstaklega ef maður áttar sig ekki sjálfur á því að maður sé kominn upp í slíka lest. Þú gætir trúað því að þú hefur ekkert val og getur ekkert stjórnað því. Þú hefur rangt fyrir þér! Enginn hefur gott af því að dvelja tímunum saman í hugsunum sínum. Ofhugsanir ræna mann tíma, orku og leiða til kvíða og þunglyndis. Það er miklu meiri ávinningur í því að láta hugsanir eiga sig heldur en að reyna að kryfja hverja einustu hugsun sem kemur upp til mergjar. Trigger-hugsanirnar eru langflestar ekkert mikilvægar og best að leyfa þessum lestum bara að fara án þess að stíga um borð. Þú ert ekki að missa af neinu. Ef þetta er virkilega mikilvæg lest þá mun hún pottþétt koma aftur síðar. Undirmeðvitundin mun sjá um það. Í bókinni er fólki ráðlagt að skammta sér tíma dags til þess að ruminate-a því að sumir hlutir eru vissulega mikilvægir og ættu að ígrunda vel. Hinsvegar er það bara skaðlegur og slæmur ávani að fara um borð í hverja einustu hugsanalest. Það er orðið löngu tímabært að við venjum okkur af því. Lifum lífinu frekar en að hafa endalausar áhyggjur og detta í þunglyndi vegna ofhugsana. Það er vissulega hægt að þjálfa sig í því að stíga út úr hugsunum eða velja að veita vissum hlutum enga athygli sem koma upp í hugann og beina athyglinni eitthvert annað. Höfundur er tónlistarkona og bókhaldsfulltrúi með langa sögu kvíða og þunglyndis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mér var rétt bók fyrir stuttu síðan sem ber titilinn „Live More Think Less” eftir Pia Callesen, danskan sálfræðing. Ég les örsjaldan bækur og er alveg einstaklega skeptísk á sjálfshjálparbækur. Ég byrjaði smá á henni og átti von á því að fá strax leið eftir fyrstu síðurnar eins og gerist oftar en ekki þegar ég reyni að byrja á einhverri bók. Bókin styðst við rannsóknarniðurstöður og segir að hefðbundnar hugrænar atferlismeðferðir (HAM) virka í 50% tilfellum við kvíða og þunglyndi, en þessi sem kallast ,,metacognitive therapy” (vithugræn atferlismeðferð) virkar í 80% tilfellum. Þarna var ég ennþá skeptísk en ákvað samt að prófa að lesa áfram. Viti menn, bókin greip mig strax í fyrsta kaflanum og mér fannst ég þurfa að klára að lesa hana. Þarna voru kynnt fyrir mér glæný hugtök sem ég er nú strax farin að nota í daglegu lífi. Ber fyrst að nefna ,,trigger thought” þegar hugsun dúkkar upp í höfðinu á manni og biður um athygli. Í bókinni er þessu lýst þannig að hugurinn í manni er annasöm lestarstöð og það eru alltaf einhverjar lestir að koma og fara. Lest er ,,trigger”-hugsun. Dæmi um trigger-hugsanir sem ég fær stundum er: ,,Af hverju er ég með svona þungan og hraðan hjartslátt? Af hverju líður mér svona illa? Ég er svo þreytt.” Þetta eru bara ,,lestir” sem stoppa við lestarstöð hugans og ég ÞARF EKKI að stíga upp í þessar lestir, kafa inn í sjálfa mig og reyna að finna svör við þessum spurningum eða verða upptekin af einhverri tilfinningu. Ég er bara meðvituð um að þessar hugsanir eru þarna og tek meðvitaða ákvörðun um að láta þessar hugsanir eiga sig, leyfa lestunum bara að fara. Ég beini athyglinni eitthvert annað. Þetta er í grundvallaratriðum bara það. Svona ótrúlega einfalt, svo einfalt að ég trúði því varla sjálf. Núna er ég allt í einu orðin meðvituð um trigger-hugsanir mínar og stjórna að miklu leyti því sjálf hvort ég ,,ruminate”-a. Orðið ,,ruminate” kemur líklega fyrir hundrað sinnum í þessari bók og þýðir bókstaflega að ,,jórtra” hugsun. Það ferli að fara inn í sjálfa/sjálfan/sjálft sig, sökkva sér inn í hugsun sem vindur upp á sig enn fleiri spurningar til að leita svara við, eða þegar við erum komin upp í ,,hugsanalest”. Þegar maður er kominn upp í hugsanalest getur orðið erfitt að stíga út úr henni, sérstaklega ef maður áttar sig ekki sjálfur á því að maður sé kominn upp í slíka lest. Þú gætir trúað því að þú hefur ekkert val og getur ekkert stjórnað því. Þú hefur rangt fyrir þér! Enginn hefur gott af því að dvelja tímunum saman í hugsunum sínum. Ofhugsanir ræna mann tíma, orku og leiða til kvíða og þunglyndis. Það er miklu meiri ávinningur í því að láta hugsanir eiga sig heldur en að reyna að kryfja hverja einustu hugsun sem kemur upp til mergjar. Trigger-hugsanirnar eru langflestar ekkert mikilvægar og best að leyfa þessum lestum bara að fara án þess að stíga um borð. Þú ert ekki að missa af neinu. Ef þetta er virkilega mikilvæg lest þá mun hún pottþétt koma aftur síðar. Undirmeðvitundin mun sjá um það. Í bókinni er fólki ráðlagt að skammta sér tíma dags til þess að ruminate-a því að sumir hlutir eru vissulega mikilvægir og ættu að ígrunda vel. Hinsvegar er það bara skaðlegur og slæmur ávani að fara um borð í hverja einustu hugsanalest. Það er orðið löngu tímabært að við venjum okkur af því. Lifum lífinu frekar en að hafa endalausar áhyggjur og detta í þunglyndi vegna ofhugsana. Það er vissulega hægt að þjálfa sig í því að stíga út úr hugsunum eða velja að veita vissum hlutum enga athygli sem koma upp í hugann og beina athyglinni eitthvert annað. Höfundur er tónlistarkona og bókhaldsfulltrúi með langa sögu kvíða og þunglyndis.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar