HSÍ sendir Ölver viðvörun Jakob Bjarnar skrifar 18. janúar 2024 12:57 Ný auglýsing Ölvers en HSÍ meinaði þeim að nota myndir af landsliðsmönnum í nýjum treyjum sínum. Handknattleikssamband Íslands hefur sent bréf til eigenda skemmtistaðarins Ölver þar sem þeim er stranglega bannað að birta myndir af landsliðsmönnum í handbolta í auglýsingum sínum. Gömul mynd af Sigga Sveins með Þrótti er í staðinn dregin fram. „Athugið að merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum er óheimilt að nota opinberlega nema með samþykki HSÍ.“ Þannig hefst valdsmannslegt bréf frá HSÍ, með ísköldum lögfræðilegum undirtóni, til eigenda Ölvers en tilefnið er auglýsing staðarins á samfélagsmiðlum. Eigendurnir hafa verið að keyra upp stemmingu á staðnum fyrir landsleikina. Þrír æskufélagar, þeir Björn Hlynur Haraldsson, Gylfi Gylfason og Ingólfur Pétursson, eiga staðinn og þeim brá í brún við að fá bréfið. Þeir hafa nú skipt út mynd af fjórum köppum íslenska liðsins fyrir gamla mynd af kappanum Sigurði Val Sveinssyni, Sigga Sveins, frá árinu 1981. Og hafa birt þá auglýsingu á Instagram-reikningi staðarins. Allir eru þeir Þróttarar og þeim þótti þetta rakið, Siggi að taka víti fyrir bikarmeistaralið Þróttar. HSÍ hefur bannað Ölver að nota þessa mynd og hótar því að senda reikning fyrir notkun vörumerkjanna ef þeir taka hana ekki niður umsvifalaust. „Ölver er óheimilt að nota merki HSÍ og ljósmyndir af núverandi landsliðsmönnum Íslands,“ segir svo neðst í bréfinu áður en hrópið: „Áfram Ísland!“ kveður við. Svo áfram sé vitnað í bréf HSÍ: „Aðildarfélögum HSÍ er heimilt að nota merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum á sínum miðlum til að auglýsa landsleiki eða viðburði síns félags sem tengjast handbolta. Öðrum en samstarfsaðilum HSÍ er óheimilt að nota merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbùninginn og leikmenn íklædda honum í markaðslegum tilgangi. Verði aðrir aðilar en samstarfsaðilar HSÍ uppvísir að notkun vörumerkja HSÍ í markaðslegum tilgangi án heimildar áskilur HSÍ sér rétt til að senda viðkomandi aðila reikning fyrir notkun vörumerkjanna.“ Björn Hlynur vill ekki standa í stælum við HSÍ en honum finnst þetta sérkennilegur mórall í HSÍ, að vilja fetta fingur út í auglýsingar Ölvers þar sem verið er að reyna að keyra upp stemnningu fyrir leikinn. Í kvöld er það Þýskaland þannig að mikið er undir.vísir/steingrímur dúi Vísir náði tali af Birni Hlyni sem telur þessar athugasemdir HSÍ heldur til þess fallnar að drepa alla stemminguna fyrir landsleikjunum en hitt. „En ég nenni ekki að standa í einhverjum stælum við HSÍ varðandi þetta,“ segir Björn Hlynur. Hann sér bikarkeppnina þar sem Siggi Sveins og Páll Ólafs fóru á kostum í rósrauðum bjarma. En hann á erfitt með að skilja að HSÍ vilji drepa niður stemmninguna á einhverjum sportbar. Þar hefur verið mikil stemming fyrir keppninni, fullt hús og allir í stuði. Neytendur Veitingastaðir Auglýsinga- og markaðsmál HSÍ EM 2024 í handbolta Reykjavík Tengdar fréttir Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25 Telur að formaður HSÍ eigi að segja af sér Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust. 23. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Athugið að merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum er óheimilt að nota opinberlega nema með samþykki HSÍ.“ Þannig hefst valdsmannslegt bréf frá HSÍ, með ísköldum lögfræðilegum undirtóni, til eigenda Ölvers en tilefnið er auglýsing staðarins á samfélagsmiðlum. Eigendurnir hafa verið að keyra upp stemmingu á staðnum fyrir landsleikina. Þrír æskufélagar, þeir Björn Hlynur Haraldsson, Gylfi Gylfason og Ingólfur Pétursson, eiga staðinn og þeim brá í brún við að fá bréfið. Þeir hafa nú skipt út mynd af fjórum köppum íslenska liðsins fyrir gamla mynd af kappanum Sigurði Val Sveinssyni, Sigga Sveins, frá árinu 1981. Og hafa birt þá auglýsingu á Instagram-reikningi staðarins. Allir eru þeir Þróttarar og þeim þótti þetta rakið, Siggi að taka víti fyrir bikarmeistaralið Þróttar. HSÍ hefur bannað Ölver að nota þessa mynd og hótar því að senda reikning fyrir notkun vörumerkjanna ef þeir taka hana ekki niður umsvifalaust. „Ölver er óheimilt að nota merki HSÍ og ljósmyndir af núverandi landsliðsmönnum Íslands,“ segir svo neðst í bréfinu áður en hrópið: „Áfram Ísland!“ kveður við. Svo áfram sé vitnað í bréf HSÍ: „Aðildarfélögum HSÍ er heimilt að nota merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbúninginn og leikmenn íklædda honum á sínum miðlum til að auglýsa landsleiki eða viðburði síns félags sem tengjast handbolta. Öðrum en samstarfsaðilum HSÍ er óheimilt að nota merki HSÍ og þar með talinn landsliðsbùninginn og leikmenn íklædda honum í markaðslegum tilgangi. Verði aðrir aðilar en samstarfsaðilar HSÍ uppvísir að notkun vörumerkja HSÍ í markaðslegum tilgangi án heimildar áskilur HSÍ sér rétt til að senda viðkomandi aðila reikning fyrir notkun vörumerkjanna.“ Björn Hlynur vill ekki standa í stælum við HSÍ en honum finnst þetta sérkennilegur mórall í HSÍ, að vilja fetta fingur út í auglýsingar Ölvers þar sem verið er að reyna að keyra upp stemnningu fyrir leikinn. Í kvöld er það Þýskaland þannig að mikið er undir.vísir/steingrímur dúi Vísir náði tali af Birni Hlyni sem telur þessar athugasemdir HSÍ heldur til þess fallnar að drepa alla stemminguna fyrir landsleikjunum en hitt. „En ég nenni ekki að standa í einhverjum stælum við HSÍ varðandi þetta,“ segir Björn Hlynur. Hann sér bikarkeppnina þar sem Siggi Sveins og Páll Ólafs fóru á kostum í rósrauðum bjarma. En hann á erfitt með að skilja að HSÍ vilji drepa niður stemmninguna á einhverjum sportbar. Þar hefur verið mikil stemming fyrir keppninni, fullt hús og allir í stuði.
Neytendur Veitingastaðir Auglýsinga- og markaðsmál HSÍ EM 2024 í handbolta Reykjavík Tengdar fréttir Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25 Telur að formaður HSÍ eigi að segja af sér Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust. 23. nóvember 2023 15:16 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07
Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25
Telur að formaður HSÍ eigi að segja af sér Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens bætist í hóp þeirra sem fordæma að HSÍ hafi gert styrktarsamning við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. Hann er skorinorður og segir að formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, eigi að segja af sér – umsvifalaust. 23. nóvember 2023 15:16