Bein útsending: Jarðgöng – og hvað svo? Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2024 08:31 Á fundinum verður fjallað um rekstur og þjónustu í jarðgöngum á Íslandi og hvernig sé staðið að vöktun þeirra. Vísir/Vilhelm Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi klukkan 9 í dag þar sem fjallað verður um rekstur og þjónustu í jarðgöngum á Íslandi og hvernig er staðið að vöktun þeirra. Einnig verður farið yfir hvernig brugðist er við þegar eldur kviknar í bíl í jarðgöngum en slíkt atvik átti sér stað í Hvalfjarðargöngum síðla árs 2023. Um fundinn segir að á hugi fólks á byggingu jarðganga sé mikill, enda stytti þau vegalengdir og tengi samfélög, en færri viti hvað felst í því að viðhalda og reka göng svo þau virki best fyrir þá umferð sem um þau fara. Hægt verður að fylgjast með fundinum beinu streymi að neðan. „Tækjabúnaður í jarðgöngum er til að mynda æði mikill. Til dæmis eru þar fjölmargar myndavélar sem vaktstöð Vegagerðarinnar notar til að vakta alla króka og kima ganganna. Þar má einnig finna yfir tug mismunandi skilta, ljósabúnað af ýmsu tagi, neyðarsíma, slökkvitæki og margar ólíkar tegundir af nemum sem mæla meðal annars veghita, lofthita, mengun og umferðarþunga. Þá má nefna rafdreifikerfi, ljósleiðarakerfi, fjarskiptakerfi, vöktunarkerfi, lokunarbúnað og loftræstikerfi með öflugum blásurum. Brunavarnir eru afar mikilvægar í jarðgöngum. Á fundinum verður farið yfir atvik sem varð í Hvalfjarðargöngum í haust þegar kviknaði í bíl, hvernig var brugðist við og almennt hvað vegfarendur þurfa að hafa í huga við slíkar aðstæður. Loks verður sagt frá hlutverki vaktstöðva Vegagerðarinnar í vöktun á jarðgöngum landsins og frumsýnt stutt myndband þar sem farið er yfir það hvað gerist ef bíll bilar í Hvalfjarðargöngum en slíkt gerist nánast daglega,“ segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Dagskrá fundarins: Opnun fundar. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Hvað gerist þegar eldur kviknar í bíl? Valgarður Guðmundsson, sérfræðingur á Suðursvæði Vegagerðarinnar. Búnaður í jarðgöngum og umfang rekstrar. Hávarður Finnbogason, sérfræðingur á tækjabúnaðardeild, og Steinþór Björnsson, verkefnastjóri jarðganga í vegaþjónustudeild. Vöktun í jarðgöngum. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs. Myndband Vegagerðarinnar um ástæður þess að stundum þarf að loka Hvalfjarðargöngum. Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Um fundinn segir að á hugi fólks á byggingu jarðganga sé mikill, enda stytti þau vegalengdir og tengi samfélög, en færri viti hvað felst í því að viðhalda og reka göng svo þau virki best fyrir þá umferð sem um þau fara. Hægt verður að fylgjast með fundinum beinu streymi að neðan. „Tækjabúnaður í jarðgöngum er til að mynda æði mikill. Til dæmis eru þar fjölmargar myndavélar sem vaktstöð Vegagerðarinnar notar til að vakta alla króka og kima ganganna. Þar má einnig finna yfir tug mismunandi skilta, ljósabúnað af ýmsu tagi, neyðarsíma, slökkvitæki og margar ólíkar tegundir af nemum sem mæla meðal annars veghita, lofthita, mengun og umferðarþunga. Þá má nefna rafdreifikerfi, ljósleiðarakerfi, fjarskiptakerfi, vöktunarkerfi, lokunarbúnað og loftræstikerfi með öflugum blásurum. Brunavarnir eru afar mikilvægar í jarðgöngum. Á fundinum verður farið yfir atvik sem varð í Hvalfjarðargöngum í haust þegar kviknaði í bíl, hvernig var brugðist við og almennt hvað vegfarendur þurfa að hafa í huga við slíkar aðstæður. Loks verður sagt frá hlutverki vaktstöðva Vegagerðarinnar í vöktun á jarðgöngum landsins og frumsýnt stutt myndband þar sem farið er yfir það hvað gerist ef bíll bilar í Hvalfjarðargöngum en slíkt gerist nánast daglega,“ segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Dagskrá fundarins: Opnun fundar. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Hvað gerist þegar eldur kviknar í bíl? Valgarður Guðmundsson, sérfræðingur á Suðursvæði Vegagerðarinnar. Búnaður í jarðgöngum og umfang rekstrar. Hávarður Finnbogason, sérfræðingur á tækjabúnaðardeild, og Steinþór Björnsson, verkefnastjóri jarðganga í vegaþjónustudeild. Vöktun í jarðgöngum. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs. Myndband Vegagerðarinnar um ástæður þess að stundum þarf að loka Hvalfjarðargöngum.
Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira