Kona sem var dæmd fyrir þungunarrof laus úr fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2024 07:04 Kvenréttindahópar í El-Salvador hafa löngum barist fyrir réttinum til þugnunarrofs. Getty/Roque Alvarenga Ungri konu frá El-Salvador hefur verið sleppt úr fangelsi eftir sjö ára vist en hún var sakfelld fyrir að hafa rofið þungun. Konan var dæmd í þrjátíu ára fangelsi árið 2015. Mál Lilian vakti mikla athygli á sínum tíma en árið 2015, þegar hún var tvítug, fæddi hún stúlkubarn á sjúkrahúsi. Stúlkan dó þremur dögum síðar eftir stutta en erfiða glímu við ýmsa heilsufarskvilla. Þungunarrof í El Salvador er bannað með öllu og er ríkið þekkt fyrir eina ströngustu þungunarrofslöggjöf heims. Saksóknarar sökuðu Lilian um að hafa ekki gætt að heilbrigði fóstursins á meðan hún gekk með barnið og var hún ákærð fyrir vanrækslu og morð af ásettu ráði. Lilian, sem á tíu ára gamla dóttur, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og segist aldrei hafa ætlað að rjúfa þungunina. „Fyrir hönd allra kvenna biðla ég til ykkar að hætta að ásaka og dæma saklausar konur eins og mig,“ sagði Lilian á blaðamannafundi í gær. „Þetta var mjög erfið lífsreynsla sem ég vona að enginn annar þurfa að ganga í gegnum.“ Samkvæmt baráttuhópum kvenna í El-Salvador var Lilian sleppt úr fangelsi í desember en aðeins mátti greina frá frelsuninni nú. Að sögn hópanna var ákvörðun dómara um að frelsa Lilian byggð á því að hún hafi verið í viðkvæmri stöðu á sjúkrahúsinu þegar barn hennar dó. Í El-Salvador er bannað með ölu að rjúfa þungun, eins og áður segir. Það á við jafnvel í tilfellum nauðgunar eða þegar þungun leggur líf móðurinnar í hættu. Lögin voru sett árið 1998 og kveða á um það að þeir sem gerist sekir um þugnunarrof eigi yfir höfði sér tveggja til átta ára fangelsisvist. Í mörgum málum eru konur hins vegar ákærðar fyrir morð af ásettu ráði, þar sem lægsta mögulega refsing eru þrjátíu ár í fangelsi. El Salvador Þungunarrof Tengdar fréttir Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunarrof Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum. 8. júní 2021 14:43 Dómi yfir konu sem sökuð var um að hafa myrt andvana fætt barn sitt snúið við Dómi yfir hinni 21 árs gömlu Evelyn Hernandez frá El Salvador hefur verið snúið við eftir að mál hennar var tekið upp aftur fyrir dómstólum. Hernandez hefur dvalið í 33 mánuði á bak við lás og slá eftir að hafa verið sakfelld fyrir morð en Hernandez fæddi andvana barn í apríl 2016. 20. ágúst 2019 08:14 Réttað aftur yfir konu sem var dæmd fyrir að eignast andvana barn Þungunarrofslög í El Salvador er ein þau ströngustu í heimi. Konur sem missa fóstur eða fæða andvana börn eru stundum sakaðar um að hafa drepið fóstrið. 16. júlí 2019 10:01 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Mál Lilian vakti mikla athygli á sínum tíma en árið 2015, þegar hún var tvítug, fæddi hún stúlkubarn á sjúkrahúsi. Stúlkan dó þremur dögum síðar eftir stutta en erfiða glímu við ýmsa heilsufarskvilla. Þungunarrof í El Salvador er bannað með öllu og er ríkið þekkt fyrir eina ströngustu þungunarrofslöggjöf heims. Saksóknarar sökuðu Lilian um að hafa ekki gætt að heilbrigði fóstursins á meðan hún gekk með barnið og var hún ákærð fyrir vanrækslu og morð af ásettu ráði. Lilian, sem á tíu ára gamla dóttur, hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og segist aldrei hafa ætlað að rjúfa þungunina. „Fyrir hönd allra kvenna biðla ég til ykkar að hætta að ásaka og dæma saklausar konur eins og mig,“ sagði Lilian á blaðamannafundi í gær. „Þetta var mjög erfið lífsreynsla sem ég vona að enginn annar þurfa að ganga í gegnum.“ Samkvæmt baráttuhópum kvenna í El-Salvador var Lilian sleppt úr fangelsi í desember en aðeins mátti greina frá frelsuninni nú. Að sögn hópanna var ákvörðun dómara um að frelsa Lilian byggð á því að hún hafi verið í viðkvæmri stöðu á sjúkrahúsinu þegar barn hennar dó. Í El-Salvador er bannað með ölu að rjúfa þungun, eins og áður segir. Það á við jafnvel í tilfellum nauðgunar eða þegar þungun leggur líf móðurinnar í hættu. Lögin voru sett árið 1998 og kveða á um það að þeir sem gerist sekir um þugnunarrof eigi yfir höfði sér tveggja til átta ára fangelsisvist. Í mörgum málum eru konur hins vegar ákærðar fyrir morð af ásettu ráði, þar sem lægsta mögulega refsing eru þrjátíu ár í fangelsi.
El Salvador Þungunarrof Tengdar fréttir Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunarrof Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum. 8. júní 2021 14:43 Dómi yfir konu sem sökuð var um að hafa myrt andvana fætt barn sitt snúið við Dómi yfir hinni 21 árs gömlu Evelyn Hernandez frá El Salvador hefur verið snúið við eftir að mál hennar var tekið upp aftur fyrir dómstólum. Hernandez hefur dvalið í 33 mánuði á bak við lás og slá eftir að hafa verið sakfelld fyrir morð en Hernandez fæddi andvana barn í apríl 2016. 20. ágúst 2019 08:14 Réttað aftur yfir konu sem var dæmd fyrir að eignast andvana barn Þungunarrofslög í El Salvador er ein þau ströngustu í heimi. Konur sem missa fóstur eða fæða andvana börn eru stundum sakaðar um að hafa drepið fóstrið. 16. júlí 2019 10:01 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Laus eftir níu ár í fangelsi fyrir þungunarrof Sara Rogel, sem var dæmd í þrjátíu ára fangelsi í El Salvador fyrir að hafa rofið þungun, hefur losnað úr fangelsi eftir níu ár á bak við lás og slá. Þungunarrofslög í El Salvador eru meðal ströngustu þungunarrofslöggjafa í heiminum. 8. júní 2021 14:43
Dómi yfir konu sem sökuð var um að hafa myrt andvana fætt barn sitt snúið við Dómi yfir hinni 21 árs gömlu Evelyn Hernandez frá El Salvador hefur verið snúið við eftir að mál hennar var tekið upp aftur fyrir dómstólum. Hernandez hefur dvalið í 33 mánuði á bak við lás og slá eftir að hafa verið sakfelld fyrir morð en Hernandez fæddi andvana barn í apríl 2016. 20. ágúst 2019 08:14
Réttað aftur yfir konu sem var dæmd fyrir að eignast andvana barn Þungunarrofslög í El Salvador er ein þau ströngustu í heimi. Konur sem missa fóstur eða fæða andvana börn eru stundum sakaðar um að hafa drepið fóstrið. 16. júlí 2019 10:01