Innlent

Reyndi að kveikja eld í fjöl­býlis­húsi í Hlíðunum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Maður reyndi að kveikja eld í anddyri fjölbýlishúss í Hlíðunum.
Maður reyndi að kveikja eld í anddyri fjölbýlishúss í Hlíðunum. Vísir/Vilhelm

Einstaklingur reyndi í dag að kveikja eld í anddyri fjölbýlishúss í Hlíðahverfinu í Reykjavík. Hann var handtekinn vegna málsins og vistaður í fangageymslu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar er einnig greint frá því að í verslun í miðbænum hafi maður hoppað yfir búðarborð og hótað starfsfólki með hníf.

Í Kópavogi var lögregla kölluð til vegna þess að nokkrir einstaklingar réðust að öðrum í skóla. Þar var lögreglu einnig tilkynnt um mann sem lá undir sæng í verslun. Sá var farinn þegar lögreglu bar að garði.

Einstaklingur sem var í fjallgöngu á Esjunni þurftu að kalla til lögreglu þar sem hann fótbrotnaði á leið sinni um fjallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×