Geðheilsa starfsfólks: „Þú átt tvo fría tíma eftir“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. janúar 2024 08:02 Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly, segir mikilvægt að það séu ekki aðeins stjórnendur sem vinni að því hvernig móta skuli geðheilsustefnu fyrir vinnustaðinn. Hrefna segir það hafa komið skemmtilega á óvart hversu mörg góð verkefni fylgdu í kjölfar þess að móta geðheilsustefnu með starfsfólki. Vísir/Tixly „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect. Þar sem starfsfólki býðst aðgengi að sálfræðingum og fleiri ráðgjöfum, með það að leiðarljósi að efla andlega heilsu þeirra. Tixly er nú starfrækt í 12 löndum og er öllu starfsfólki tryggð þjónusta ráðgjafa sem tala móðurmál þeirra sem vilja nýta sér velferðatorgið. „Forsagan er eiginlega sú að stofnandinn okkar varð sjálfur fyrir áfalli fyrir nokkrum árum síðan og í kjölfarið fór svolítið af stað sú umræða hversu mikilvægt það væri að andleg heilsa starfsfólks væri tryggð,“ segir Hrefna um aðdragandann að því að Tixly mótaði sér geðheilsustefnu sem innleidd var hjá fyrirtækinu í fyrra. Í Atvinnulífinu í gær og í dag fjöllum við um stuðning vinnustaða við andlega heilsu starfsfólks og með hvaða hætti fyrirtæki eru að móta og innleiða heilsustefnu þessum málum tengdum. Kom skemmtilega á óvart Fyrir nokkrum árum fékk stofnandi Tixly, Sindri Már Finnbogason, heilablóðfall. Ungur athafnamaður, alltaf að vinna, fjölskyldumaður með meiru. Margt breyttist í kjölfarið, meðal annars þurfti Sindri að gera breytingar á sínum vinnuhögum. Hrefna segir að þetta áfall hafi að vissu leyti haft áhrif á að Tixly ákvað að fara í þá vegferð að móta heilsustefnu. „Við höfum reyndar alltaf verið opin innan hópsins að ræða um tilfinningar okkar og líðan, en við ákváðum samt að setja þá vinnu af stað að skoða hvað við gætum gert betur til að tryggja að okkur liði öllum sem best andlega. Enda trúum við því að það sé ákveðin forsenda fyrir velgengni fyrirtækisins að starfsfólki líði vel.“ Úr varð að átta manna vinnuteymi vann að mótun stefnunnar. „Þessi hópur var þvert á starfsmannahópinn,“ segir Hrefna og útskýrir að hún telji afar mikilvægt að heilsustefna sé mótuð með aðkomu sem flestra. „Þetta er alls ekki verkefni sem aðeins stjórnendur fyrirtækja ættu að koma að.“ Sjálf sat hún til dæmis í umræddum vinnuhópi. „En ég lagði mig í raun fram við að segja sem minnst, en hlusta enn betur. Því ég vildi ekki að ég sem framkvæmdastjóri væri að hafa leiðandi áhrif á þá umræðu sem þarna færi fram.“ Það sem Hrefna segir að hafi komið skemmtilega á óvart, er hversu mörg umbótaverkefni fóru af stað í kjölfar þess að heilsustefnan var mótuð. Ég tek sem dæmi upplýsingaflæðið. Eitt af því sem kom fram í umræðum vinnuhópsins er að það getur verið svo streituvaldandi fyrir fólk ef það upplifir sig ekki nógu upplýst. Við settum okkur því það markmið að bæta okkur í allri upplýsingamiðlun og gefum nú út regluleg fréttabréf hér innanhús,“ segir Hrefna og bætir við: „Annað umbótaverkefni sem má nefna eru atriði sem snúa að samskiptum. Þar þurftum við að spyrja okkur spurninga: Eigum við að vera með samskiptin okkar á Slack? Mega þessi samskipti fara fram á öllum tímum? Og fleira í þessum dúr.“ Í kjölfarið voru reglur mótaðar um samskipti, meðal annars reglur um að virða frítíma starfsfólks eftir að vinnutíma lýkur. Hrefna segir tilfinningar og líðan vera þess eðlis að fólk geti ekki aðskilið líðan sína frá vinnu eða öfugt. Þá segir hún Tixly vinna samkvæmt þeirri stefnu að fyrirtækjarekstur eigi líka að skila af sér samfélaginu til góðs og stuðningur við geðheilsu starfsfólks sé liður í því.Vísir/Tixly „Þú átt tvo fría tíma eftir“ Hvað varðar geðheilsu starfsmanna er Tixly eitt þeirra fyrirtækja sem bjóða starfsfólki upp á aðgengi að sérfræðingum eins og sálfræðingum, fjármálaráðgjöfum, næringarfræðingum, stjórnendaþjálfurum, markþjálfum ofl. „Við greiðum þrjá tíma á ári fyrir okkar starfsfólk,“ segir Hrefna og útlistar að einn af kostum Köru Connect hugbúnaðarkerfisins er einfaldleikinn. ,,Við vitum ekkert hvaða starfsfólk er að nýta þjónustuna eða hvers konar þjónustu fólk er að sækja sér. Við greiðum aðeins til Köru Connect sem er mjög einfalt og þægilegt, því við erum í 12 löndum.“ Þá segir hún hugbúnaðarkerfið einnig einfalt í notkun fyrir starfsmenn. „Fólk sér til dæmis upplýsingar fyrir sig eins og Þú átt tvo fría tíma eftir og svo framvegis.“ Hrefna segir að þegar vinnan fór af stað, var ákveðið að leita til utanaðkomandi sérfræðings til að aðstoða við að móta geðheilsustefnuna. „Við fengum Helenu Jónsdóttur sálfræðing hjá Mental til að vinna þessa vinnu með okkur. Við studdumst meðal annars við niðurstöður úr könnun sem við byrjuðum á því að framkvæma meðal starfsmanna, um andlega líðan þeirra og hvað mætti betur fara að þeirra mati,“ segir Hrefna og bætir við: „Þarna voru þá spurðar spurningar eins og hvernig líður þér í vinnunni? Hversu einfalt/erfitt finnst þér að ræða um líðan þína við næsta yfirmann? Og fleira í þessum dúr.“ Hrefna segir að strax í upphafi hafi verið ákveðið að heilsustefna yrði innleidd fyrir allar starfstöðvar Tixly, þótt þær væru víða. „Við vissum alveg að almennt værum við að koma vel út úr svona könnunum, þetta er eitt af einkennum kúltúrsins sem ríkir hér. En það er ákveðin áskorun að halda í svona kúltúr, hann er ekki sjálfgefinn. Við erum líka fyrirtæki sem erum að vaxa og auðvitað er miklu flóknari að fylgja eftir svona stefnu með fimmtíu starfsmenn í mörgum löndum, í samanburði við til dæmis tuttugu starfsmenn á Íslandi.“ Það næsta sem var gert þegar heilsustefnan lá fyrir, var að móta ákveðið aðgerðarplan þannig að stefnan yrði innleidd. „Sú aðgerðaráætlun fól meðal annars í sér að bæta upplýsingamiðlunina eða herða á samskiptareglum eins og ég nefndi áðan. Liður í því að draga úr áreiti og álagi á starfsfólk er til dæmis það að samskiptareglur séu virtar.“ Hrefna segir líka mikilvægt að fólk geti sótt sér sérfræðiþjónustu á því móðurmáli sem á við. „Kara Connect sér alveg um að semja við sérfræðinga í þeim löndum sem fyrirtækið er starfrækt. Í okkar tilfelli vantaði til dæmis sérfræðinga í einhverjum tveimur löndum því að Kara Connect hafði ekki starfað þar áður. En því var bara kippt í liðinn og við þurftum því ekkert að hafa áhyggjur af því.“ En eru ekki einhverjir efins um að vinnuveitendur eigi yfir höfuð að vera að greiða svona þjónustu eins og tíma hjá sálfræðingi? Jú, það eru alveg einhverjir sem hafa velt þessu fyrir sér, til dæmis er þetta alls ekki þekkt í mörgum af þeim löndum sem við störfum í. En við trúum því að það að styðja starfsfólk utan vinnu sem innan, margborgi sig. Því það er eiginlega ekki hægt að aðskilja það hvernig okkur líður í vinnunni eða utan vinnunnar,“ segir Hrefna og bætir við: „Okkur finnst rekstur líka vera meira en aðeins það sem við erum að gera hér. Við þurfum að standa að rekstri sem skilar líka starfi sem hefur góð áhrif á samfélagið sem heild og það að styðja geðheilsu starfsfólks er liður í því.“ Þá segir Hrefna að þótt viðtökur starfsfólks hafi verið jákvæðar, þurfi líka að virða þær raddir sem eru ekki eins hliðhollar verkefni sem þessu. „Eitt af því sem kom til dæmis upp innan okkar hóps er að sumu starfsfólki finnst þetta svolítið yfirþyrmandi. Að vera með geðheilsustefnu og að ræða tilfinningar og líðan reglulega. Það er því mikilvægt þegar geðheilsustefna er innleidd að starfsfólk viti að þátttakan sé valkvæð.“ Í daglegu starfi Tixly hefur geðheilsustefnan hins vegar töluverð áhrif. Til dæmis á stjórnun. Eftir að við innleiddum geðheilsustefnuna var ákveðið að vikulega á hver starfsmaður korter með sínum næsta yfirmanni þar sem farið er yfir stöðuna. Á þessum fundum er þó ekki aðeins spurt um hvernig stendur þetta verkefni eða hitt, heldur er síðasta spurning samtalsins alltaf: Og hvernig líður þér?“ Mánaðarlega á hver starfsmaður síðan samtal með sínum næsta yfirmanni og þá er tekinn aðeins lengri tími en korter. „Við bættum líka í mannauðsleiðbeiningarnar okkar þannig að nú er skýrari rammi utan um það við hverju þú mátt búast við sem nýr starfsmaður hjá okkur. Óháð því í hvaða landi þú ert að vinna.“ Sumar hugmyndir sem innleiddar voru í kjölfar geðheilsustefnunnar eru líka afar skemmtilegar hugmyndir. „Til dæmis settum við í fréttabréfið okkar stutt viðtöl við starfsfólk en hugmyndin að því er að við séum aðeins upplýst um persónulegan bakgrunn hvors annars. Við höfum líka lagt uppúr að hópurinn hittist einu sinni á ári í hópefli, því auðvitað dreifumst við í tólf lönd. En í kjölfar geðheilsustefnunnar í fyrra, var boðað til aukahittings og þá hittumst við bara á netinu.“ Að þessu sögðu segir Hrefna ljóst að það að innleiða geðheilsustefnu innan vinnustaðar geti leitt mjög margt gott af sér. „Að líða vel í vinnunni byggir ekkert á einhverju einu atriði. Þarna er margt sem spilast saman og þess vegna var svo áhugavert að sjá þessa anga að öðrum verkefnum sem urðu til. En svo sannarlega eru til góða,“ segir Hrefna. Með Mental fékk fyrirtækið líka aðgengi að alls kyns verkfærum sem fólk getur sótt í til að styðja við sína andlegu heilsu. „Til dæmis hvað virkar vel í hvaða aðstæðum og svo framvegis. Hvort sem það er göngutúr, ræktin, elda góðan mat eða hlusta á tónlist. Þetta eru svo kallaðar uppskriftir að því sem stuðlar að vellíðan fólks og við höfum hvatt alla til að búa til sína eigin uppskrift og nýta þá þau verkfæri sem henta þeim best.“ Í viðtali Atvinnulífsins við Köru Connect í gær kom fram að nokkur kynslóðamunur virðist vera á því, hvernig viðhorf ríkir til þess að vinnustaðir séu að styðja við geðheilsu starfsfólks. Ungt fólk geri meiri kröfur um að vinnustaðir hugi að andlegri heilsu starfsfólks og vellíðan. Hrefna tekur undir þetta og segir það eflaust hafa haft áhrif hjá Tixly að þar er meðalaldur starfsmanna 37 ár. Hún segist þó telja vitundavakningu mikla alls staðar um málaflokkinn, Tixly sé svo sannarlega að upplifa það með fyrirspurnum erlendis. „Framundan eru tvær ráðstefnur í okkar geira þar sem við höfum verið beðin um að segja frá því hvernig við höfum verið að vinna að geðheilsumálunum okkar. Önnur ráðstefnan er í Bandaríkjunum en hin í Bretlandi og þetta segir sitthvað um áhugann úti í heimi. Og bara jákvætt ef Íslendingar teljast standa framarlega í því hvernig við erum að vinna að þessum málum.“ Geðheilbrigði Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Heilsa Góðu ráðin Tengdar fréttir Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01 Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02 Margföldunaráhrif: Að ráða einn alþjóðlegan sérfræðing skapar vinnustaðnum fimm sérfræðinga „Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa. 7. desember 2023 07:00 Fimm konur og fjörutíu karlar: „Ertu ekki að djóka í mér?!“ „Við erum að tala um þvílíkar rokkstjörnur á sviðinu. Þannig var stemningin,“ segir segir Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, í upphafi viðtals um Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið var í Reykjavík þessa vikuna. 16. nóvember 2023 07:01 „Ekki vera með leiðindi, veittu mér bara betri þjónustu“ „Ungt fólk er með allt annað viðhorf en við þekktum áður og eldra fólk er að breytast með því. Við hugsum öðruvísi en fyrir tuttugu árum og það á þá líka við um það hvernig við metum vöru og þjónustu sem við kaupum sem neytendur,“ segir Ólafur Þór Gylfason sviðsstjóri markaðsrannsókna Maskínu. 8. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Þar sem starfsfólki býðst aðgengi að sálfræðingum og fleiri ráðgjöfum, með það að leiðarljósi að efla andlega heilsu þeirra. Tixly er nú starfrækt í 12 löndum og er öllu starfsfólki tryggð þjónusta ráðgjafa sem tala móðurmál þeirra sem vilja nýta sér velferðatorgið. „Forsagan er eiginlega sú að stofnandinn okkar varð sjálfur fyrir áfalli fyrir nokkrum árum síðan og í kjölfarið fór svolítið af stað sú umræða hversu mikilvægt það væri að andleg heilsa starfsfólks væri tryggð,“ segir Hrefna um aðdragandann að því að Tixly mótaði sér geðheilsustefnu sem innleidd var hjá fyrirtækinu í fyrra. Í Atvinnulífinu í gær og í dag fjöllum við um stuðning vinnustaða við andlega heilsu starfsfólks og með hvaða hætti fyrirtæki eru að móta og innleiða heilsustefnu þessum málum tengdum. Kom skemmtilega á óvart Fyrir nokkrum árum fékk stofnandi Tixly, Sindri Már Finnbogason, heilablóðfall. Ungur athafnamaður, alltaf að vinna, fjölskyldumaður með meiru. Margt breyttist í kjölfarið, meðal annars þurfti Sindri að gera breytingar á sínum vinnuhögum. Hrefna segir að þetta áfall hafi að vissu leyti haft áhrif á að Tixly ákvað að fara í þá vegferð að móta heilsustefnu. „Við höfum reyndar alltaf verið opin innan hópsins að ræða um tilfinningar okkar og líðan, en við ákváðum samt að setja þá vinnu af stað að skoða hvað við gætum gert betur til að tryggja að okkur liði öllum sem best andlega. Enda trúum við því að það sé ákveðin forsenda fyrir velgengni fyrirtækisins að starfsfólki líði vel.“ Úr varð að átta manna vinnuteymi vann að mótun stefnunnar. „Þessi hópur var þvert á starfsmannahópinn,“ segir Hrefna og útskýrir að hún telji afar mikilvægt að heilsustefna sé mótuð með aðkomu sem flestra. „Þetta er alls ekki verkefni sem aðeins stjórnendur fyrirtækja ættu að koma að.“ Sjálf sat hún til dæmis í umræddum vinnuhópi. „En ég lagði mig í raun fram við að segja sem minnst, en hlusta enn betur. Því ég vildi ekki að ég sem framkvæmdastjóri væri að hafa leiðandi áhrif á þá umræðu sem þarna færi fram.“ Það sem Hrefna segir að hafi komið skemmtilega á óvart, er hversu mörg umbótaverkefni fóru af stað í kjölfar þess að heilsustefnan var mótuð. Ég tek sem dæmi upplýsingaflæðið. Eitt af því sem kom fram í umræðum vinnuhópsins er að það getur verið svo streituvaldandi fyrir fólk ef það upplifir sig ekki nógu upplýst. Við settum okkur því það markmið að bæta okkur í allri upplýsingamiðlun og gefum nú út regluleg fréttabréf hér innanhús,“ segir Hrefna og bætir við: „Annað umbótaverkefni sem má nefna eru atriði sem snúa að samskiptum. Þar þurftum við að spyrja okkur spurninga: Eigum við að vera með samskiptin okkar á Slack? Mega þessi samskipti fara fram á öllum tímum? Og fleira í þessum dúr.“ Í kjölfarið voru reglur mótaðar um samskipti, meðal annars reglur um að virða frítíma starfsfólks eftir að vinnutíma lýkur. Hrefna segir tilfinningar og líðan vera þess eðlis að fólk geti ekki aðskilið líðan sína frá vinnu eða öfugt. Þá segir hún Tixly vinna samkvæmt þeirri stefnu að fyrirtækjarekstur eigi líka að skila af sér samfélaginu til góðs og stuðningur við geðheilsu starfsfólks sé liður í því.Vísir/Tixly „Þú átt tvo fría tíma eftir“ Hvað varðar geðheilsu starfsmanna er Tixly eitt þeirra fyrirtækja sem bjóða starfsfólki upp á aðgengi að sérfræðingum eins og sálfræðingum, fjármálaráðgjöfum, næringarfræðingum, stjórnendaþjálfurum, markþjálfum ofl. „Við greiðum þrjá tíma á ári fyrir okkar starfsfólk,“ segir Hrefna og útlistar að einn af kostum Köru Connect hugbúnaðarkerfisins er einfaldleikinn. ,,Við vitum ekkert hvaða starfsfólk er að nýta þjónustuna eða hvers konar þjónustu fólk er að sækja sér. Við greiðum aðeins til Köru Connect sem er mjög einfalt og þægilegt, því við erum í 12 löndum.“ Þá segir hún hugbúnaðarkerfið einnig einfalt í notkun fyrir starfsmenn. „Fólk sér til dæmis upplýsingar fyrir sig eins og Þú átt tvo fría tíma eftir og svo framvegis.“ Hrefna segir að þegar vinnan fór af stað, var ákveðið að leita til utanaðkomandi sérfræðings til að aðstoða við að móta geðheilsustefnuna. „Við fengum Helenu Jónsdóttur sálfræðing hjá Mental til að vinna þessa vinnu með okkur. Við studdumst meðal annars við niðurstöður úr könnun sem við byrjuðum á því að framkvæma meðal starfsmanna, um andlega líðan þeirra og hvað mætti betur fara að þeirra mati,“ segir Hrefna og bætir við: „Þarna voru þá spurðar spurningar eins og hvernig líður þér í vinnunni? Hversu einfalt/erfitt finnst þér að ræða um líðan þína við næsta yfirmann? Og fleira í þessum dúr.“ Hrefna segir að strax í upphafi hafi verið ákveðið að heilsustefna yrði innleidd fyrir allar starfstöðvar Tixly, þótt þær væru víða. „Við vissum alveg að almennt værum við að koma vel út úr svona könnunum, þetta er eitt af einkennum kúltúrsins sem ríkir hér. En það er ákveðin áskorun að halda í svona kúltúr, hann er ekki sjálfgefinn. Við erum líka fyrirtæki sem erum að vaxa og auðvitað er miklu flóknari að fylgja eftir svona stefnu með fimmtíu starfsmenn í mörgum löndum, í samanburði við til dæmis tuttugu starfsmenn á Íslandi.“ Það næsta sem var gert þegar heilsustefnan lá fyrir, var að móta ákveðið aðgerðarplan þannig að stefnan yrði innleidd. „Sú aðgerðaráætlun fól meðal annars í sér að bæta upplýsingamiðlunina eða herða á samskiptareglum eins og ég nefndi áðan. Liður í því að draga úr áreiti og álagi á starfsfólk er til dæmis það að samskiptareglur séu virtar.“ Hrefna segir líka mikilvægt að fólk geti sótt sér sérfræðiþjónustu á því móðurmáli sem á við. „Kara Connect sér alveg um að semja við sérfræðinga í þeim löndum sem fyrirtækið er starfrækt. Í okkar tilfelli vantaði til dæmis sérfræðinga í einhverjum tveimur löndum því að Kara Connect hafði ekki starfað þar áður. En því var bara kippt í liðinn og við þurftum því ekkert að hafa áhyggjur af því.“ En eru ekki einhverjir efins um að vinnuveitendur eigi yfir höfuð að vera að greiða svona þjónustu eins og tíma hjá sálfræðingi? Jú, það eru alveg einhverjir sem hafa velt þessu fyrir sér, til dæmis er þetta alls ekki þekkt í mörgum af þeim löndum sem við störfum í. En við trúum því að það að styðja starfsfólk utan vinnu sem innan, margborgi sig. Því það er eiginlega ekki hægt að aðskilja það hvernig okkur líður í vinnunni eða utan vinnunnar,“ segir Hrefna og bætir við: „Okkur finnst rekstur líka vera meira en aðeins það sem við erum að gera hér. Við þurfum að standa að rekstri sem skilar líka starfi sem hefur góð áhrif á samfélagið sem heild og það að styðja geðheilsu starfsfólks er liður í því.“ Þá segir Hrefna að þótt viðtökur starfsfólks hafi verið jákvæðar, þurfi líka að virða þær raddir sem eru ekki eins hliðhollar verkefni sem þessu. „Eitt af því sem kom til dæmis upp innan okkar hóps er að sumu starfsfólki finnst þetta svolítið yfirþyrmandi. Að vera með geðheilsustefnu og að ræða tilfinningar og líðan reglulega. Það er því mikilvægt þegar geðheilsustefna er innleidd að starfsfólk viti að þátttakan sé valkvæð.“ Í daglegu starfi Tixly hefur geðheilsustefnan hins vegar töluverð áhrif. Til dæmis á stjórnun. Eftir að við innleiddum geðheilsustefnuna var ákveðið að vikulega á hver starfsmaður korter með sínum næsta yfirmanni þar sem farið er yfir stöðuna. Á þessum fundum er þó ekki aðeins spurt um hvernig stendur þetta verkefni eða hitt, heldur er síðasta spurning samtalsins alltaf: Og hvernig líður þér?“ Mánaðarlega á hver starfsmaður síðan samtal með sínum næsta yfirmanni og þá er tekinn aðeins lengri tími en korter. „Við bættum líka í mannauðsleiðbeiningarnar okkar þannig að nú er skýrari rammi utan um það við hverju þú mátt búast við sem nýr starfsmaður hjá okkur. Óháð því í hvaða landi þú ert að vinna.“ Sumar hugmyndir sem innleiddar voru í kjölfar geðheilsustefnunnar eru líka afar skemmtilegar hugmyndir. „Til dæmis settum við í fréttabréfið okkar stutt viðtöl við starfsfólk en hugmyndin að því er að við séum aðeins upplýst um persónulegan bakgrunn hvors annars. Við höfum líka lagt uppúr að hópurinn hittist einu sinni á ári í hópefli, því auðvitað dreifumst við í tólf lönd. En í kjölfar geðheilsustefnunnar í fyrra, var boðað til aukahittings og þá hittumst við bara á netinu.“ Að þessu sögðu segir Hrefna ljóst að það að innleiða geðheilsustefnu innan vinnustaðar geti leitt mjög margt gott af sér. „Að líða vel í vinnunni byggir ekkert á einhverju einu atriði. Þarna er margt sem spilast saman og þess vegna var svo áhugavert að sjá þessa anga að öðrum verkefnum sem urðu til. En svo sannarlega eru til góða,“ segir Hrefna. Með Mental fékk fyrirtækið líka aðgengi að alls kyns verkfærum sem fólk getur sótt í til að styðja við sína andlegu heilsu. „Til dæmis hvað virkar vel í hvaða aðstæðum og svo framvegis. Hvort sem það er göngutúr, ræktin, elda góðan mat eða hlusta á tónlist. Þetta eru svo kallaðar uppskriftir að því sem stuðlar að vellíðan fólks og við höfum hvatt alla til að búa til sína eigin uppskrift og nýta þá þau verkfæri sem henta þeim best.“ Í viðtali Atvinnulífsins við Köru Connect í gær kom fram að nokkur kynslóðamunur virðist vera á því, hvernig viðhorf ríkir til þess að vinnustaðir séu að styðja við geðheilsu starfsfólks. Ungt fólk geri meiri kröfur um að vinnustaðir hugi að andlegri heilsu starfsfólks og vellíðan. Hrefna tekur undir þetta og segir það eflaust hafa haft áhrif hjá Tixly að þar er meðalaldur starfsmanna 37 ár. Hún segist þó telja vitundavakningu mikla alls staðar um málaflokkinn, Tixly sé svo sannarlega að upplifa það með fyrirspurnum erlendis. „Framundan eru tvær ráðstefnur í okkar geira þar sem við höfum verið beðin um að segja frá því hvernig við höfum verið að vinna að geðheilsumálunum okkar. Önnur ráðstefnan er í Bandaríkjunum en hin í Bretlandi og þetta segir sitthvað um áhugann úti í heimi. Og bara jákvætt ef Íslendingar teljast standa framarlega í því hvernig við erum að vinna að þessum málum.“
Geðheilbrigði Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Heilsa Góðu ráðin Tengdar fréttir Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01 Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02 Margföldunaráhrif: Að ráða einn alþjóðlegan sérfræðing skapar vinnustaðnum fimm sérfræðinga „Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa. 7. desember 2023 07:00 Fimm konur og fjörutíu karlar: „Ertu ekki að djóka í mér?!“ „Við erum að tala um þvílíkar rokkstjörnur á sviðinu. Þannig var stemningin,“ segir segir Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, í upphafi viðtals um Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið var í Reykjavík þessa vikuna. 16. nóvember 2023 07:01 „Ekki vera með leiðindi, veittu mér bara betri þjónustu“ „Ungt fólk er með allt annað viðhorf en við þekktum áður og eldra fólk er að breytast með því. Við hugsum öðruvísi en fyrir tuttugu árum og það á þá líka við um það hvernig við metum vöru og þjónustu sem við kaupum sem neytendur,“ segir Ólafur Þór Gylfason sviðsstjóri markaðsrannsókna Maskínu. 8. nóvember 2023 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Geðheilsa starfsfólks: Vinnustaðir að greiða fyrir margvíslega sérfræðiþjónustu fyrir starfsfólk „Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015. 17. janúar 2024 07:01
Elsti hópurinn drekkur oftast og unga fólkið staldrar stutt við í vinnu Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum. 13. desember 2023 07:02
Margföldunaráhrif: Að ráða einn alþjóðlegan sérfræðing skapar vinnustaðnum fimm sérfræðinga „Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa. 7. desember 2023 07:00
Fimm konur og fjörutíu karlar: „Ertu ekki að djóka í mér?!“ „Við erum að tala um þvílíkar rokkstjörnur á sviðinu. Þannig var stemningin,“ segir segir Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, í upphafi viðtals um Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið var í Reykjavík þessa vikuna. 16. nóvember 2023 07:01
„Ekki vera með leiðindi, veittu mér bara betri þjónustu“ „Ungt fólk er með allt annað viðhorf en við þekktum áður og eldra fólk er að breytast með því. Við hugsum öðruvísi en fyrir tuttugu árum og það á þá líka við um það hvernig við metum vöru og þjónustu sem við kaupum sem neytendur,“ segir Ólafur Þór Gylfason sviðsstjóri markaðsrannsókna Maskínu. 8. nóvember 2023 07:00