Umsókn palestínsku drengjanna tekin til efnismeðferðar Lovísa Arnardóttir skrifar 17. janúar 2024 13:10 Þeir Yazan 14 ára og Sameer 12 ára dreymir um að mega búa hér á landi áfram ásamt foreldrum sínum. Fjölskyldur þeirra eru fastar á Gasa. Vísir/Dúi Palestínsku drengirnir og frændurnir Sameer Omran 12 ára og Yazan Kawave 14 ára hafa nú fengið það staðfest að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi verður tekin til efnislegrar meðferðar. Sú meðferð getur tekið marga mánuði. Hanna Símonardóttir, fósturmóður þeirra, segir að þau fái engin skýr svör frá Útlendingastofnun um það hversu löng sú bið geti verið. „Enginn getur svarað okkur. Búið ykkur undir viku eða mánuði. Á meðan er fjölskyldan þeirra í gasklefanum hreinlega. Þau komast ekkert og það rignir sprengjum yfir þau. Maður getur ekkert verið rólegur á meðan,“ segir Hanna en fjölskylda drengjanna er enn föst á Gasa. Fjallað var um mál drengjanna fyrir áramót. Þeir komu til landsins fyrir um níu mánuðum ásamt föðurbróður sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þeir hafa síðan þá dvalið hjá tveimur fósturfjölskyldum, gengið í skóla og stundað íþróttir. „Þeir eru svakalega duglegir í skólanum. Eru að læra íslensku og standa sig vel. Þeir æfa báðir fótbolta og bíða spenntir eftir því að fá kennitölu til að spila leiki,“ segir Hanna en þeir fá ekki kennitölu fyrr en þeir eru komnir með vernd. Hanna segir margt hafa breyst þann 7. október þegar innrás Ísraela hófst. „Það er ekki hægt að lýsa muninum á því að vera með barn í fóstri sem er að bíða eftir sínum svörum eins og aðrir og að vera með barn sem þarf svo að hafa áhyggjur af stríði líka. Það er ekki hægt að lýsa því,“ segir Hanna og að þau reyni að hjálpa þeim eftir bestu getu. Nógu nákomnir til að fara en ekki til að vera Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamál komust að þeirri niðurstöðu fyrir áramót að það ætti að vísa drengjunum úr landi með frænda sínum en þeir sóttu allir saman um alþjóðlega vernd saman til að byrja með. Eftir að drengirnir aðskildu sína umsókn frá frænda sínum var samþykkt að taka umsóknina til efnismeðferðar. Hanna segir ákveðna þversögn í því að þegar þeir sæki um saman þá segi í niðurstöðu umsóknarinnar að vegna þess hve nákomnir þeir séu sé hægt að vísa drengjunum til Grikklands með frænda sínum en ekki sé hægt að líta til þess sama þegar skoðað sé hvort þeir megi vera á landinu. Þá sé frændinn ekki nægilega nákominn þeim til að vera hér til að hugsa um þá. „Þeim var neitað öllum þremur og margsinnis vísað til þess að þótt þeir væru ekki nánasta fjölskylda þá séu þeir ákveðin fjölskyldueining og eigi að fara saman til Grikklands. Hann væri þeim nægilega nákominn til að gera það,“ segir Hanna. „En allt í einu núna eru þeir ekki nægilega nákomnir. Þeir fá efnismeðferð en frændi þeirra á að fara,“ segir Hanna en auk frænda þeirra sem kom með þeim var annar frændi þeirra á landinu sem þegar er búið að vísa til Grikklands. Báðir eru þeir skráðir með vernd í Grikklandi og er þeim vísað þangað þess vegna. „Þetta er ótrúlega ómanneskjulegt,“ segir Hanna. Líðan drengjanna slæm Hún segir líðan drengjanna fara versnandi með hverjum deginum sem líður. Í dag sé fimmti dagurinn sem þeir hafi ekkert heyrt í fjölskyldu sinni á Gasa. „Þeir vita ekki af hverju en vona að það sé vegna netsambandsleysis,“ segir Hanna og að ofan á það bætist svo áhyggjur af því að vísa eigi frænda þeirra úr landi eftir 30 daga. „Þeir eru mjög sárir yfir því. Þetta eru einu ættingjarnir sem þeir eiga örugga. Yngri guttinn ólst upp í sama húsi og annar þeirra. Stórfjölskyldan bjó öll saman þar,“ segir Hanna. Hún segir frænda þeirra sem var vísað til Grikklands nú heimilislausan og að honum gangi mjög illa að finna sér vinnu. Þau sendi honum peninga reglulega. Þau óttist að sömu örlög bíði hins frænda þeirra þegar hann verður sendur þangað líka. Þangað til fær hann að búa hjá þeim með þeim skilyrðum að hann tilkynni sig reglulega til Útlendingastofnunar. „Maður vonar til guðs að yfirvöld sjái að sér í þessum brottvísunum á Palestínumönnum. Þetta er fólk sem að býr við svo hræðilegar áhyggjur. Það getur ekki farið heim til sín,“ segir Hanna en frændi drengjanna hafi þó haft orð á því að hann myndi frekar fara þangað en til Grikklands. „Honum er ekki mögulegt að snúa til heimahaganna því það er ekki hægt að komast inn. En hann myndi frekar, ef hann gæti valið, farið til Palestínu en til Grikklands. Hann hefur verið þar og segir sjálfur að hann myndi frekar deyja með fólkinu sínu í Palestínu en að rotna á götunni í Grikklandi.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55 Samkomulag í höfn um aukna mannúðaraðstoð á Gasa Ísrael og Hamas hafa náð samkomulagi um aukið innflæði hjálpargagna til Gasa. Þetta segja katörsk yfirvöld sem hýst hafa viðræðurnar auk Frakka. 16. janúar 2024 22:38 Ísraelar verja sig fyrir alþjóðadómstólnum Sendinefnd Ísraelsmanna fór í dag með mál sér til varnar í máli sem skotið var til alþjóðadómstólsins í Haag af Suður-Afríku á dögunum. Í umleitaninni sem Suður-Afríka lagði fram saka þeir Ísraela um þjóðarmorð í innrás sinni á Gasa og biðla til dómstólsins að skipa Ísraelum að láta af öllum árásum. 12. janúar 2024 22:23 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Hanna Símonardóttir, fósturmóður þeirra, segir að þau fái engin skýr svör frá Útlendingastofnun um það hversu löng sú bið geti verið. „Enginn getur svarað okkur. Búið ykkur undir viku eða mánuði. Á meðan er fjölskyldan þeirra í gasklefanum hreinlega. Þau komast ekkert og það rignir sprengjum yfir þau. Maður getur ekkert verið rólegur á meðan,“ segir Hanna en fjölskylda drengjanna er enn föst á Gasa. Fjallað var um mál drengjanna fyrir áramót. Þeir komu til landsins fyrir um níu mánuðum ásamt föðurbróður sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þeir hafa síðan þá dvalið hjá tveimur fósturfjölskyldum, gengið í skóla og stundað íþróttir. „Þeir eru svakalega duglegir í skólanum. Eru að læra íslensku og standa sig vel. Þeir æfa báðir fótbolta og bíða spenntir eftir því að fá kennitölu til að spila leiki,“ segir Hanna en þeir fá ekki kennitölu fyrr en þeir eru komnir með vernd. Hanna segir margt hafa breyst þann 7. október þegar innrás Ísraela hófst. „Það er ekki hægt að lýsa muninum á því að vera með barn í fóstri sem er að bíða eftir sínum svörum eins og aðrir og að vera með barn sem þarf svo að hafa áhyggjur af stríði líka. Það er ekki hægt að lýsa því,“ segir Hanna og að þau reyni að hjálpa þeim eftir bestu getu. Nógu nákomnir til að fara en ekki til að vera Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamál komust að þeirri niðurstöðu fyrir áramót að það ætti að vísa drengjunum úr landi með frænda sínum en þeir sóttu allir saman um alþjóðlega vernd saman til að byrja með. Eftir að drengirnir aðskildu sína umsókn frá frænda sínum var samþykkt að taka umsóknina til efnismeðferðar. Hanna segir ákveðna þversögn í því að þegar þeir sæki um saman þá segi í niðurstöðu umsóknarinnar að vegna þess hve nákomnir þeir séu sé hægt að vísa drengjunum til Grikklands með frænda sínum en ekki sé hægt að líta til þess sama þegar skoðað sé hvort þeir megi vera á landinu. Þá sé frændinn ekki nægilega nákominn þeim til að vera hér til að hugsa um þá. „Þeim var neitað öllum þremur og margsinnis vísað til þess að þótt þeir væru ekki nánasta fjölskylda þá séu þeir ákveðin fjölskyldueining og eigi að fara saman til Grikklands. Hann væri þeim nægilega nákominn til að gera það,“ segir Hanna. „En allt í einu núna eru þeir ekki nægilega nákomnir. Þeir fá efnismeðferð en frændi þeirra á að fara,“ segir Hanna en auk frænda þeirra sem kom með þeim var annar frændi þeirra á landinu sem þegar er búið að vísa til Grikklands. Báðir eru þeir skráðir með vernd í Grikklandi og er þeim vísað þangað þess vegna. „Þetta er ótrúlega ómanneskjulegt,“ segir Hanna. Líðan drengjanna slæm Hún segir líðan drengjanna fara versnandi með hverjum deginum sem líður. Í dag sé fimmti dagurinn sem þeir hafi ekkert heyrt í fjölskyldu sinni á Gasa. „Þeir vita ekki af hverju en vona að það sé vegna netsambandsleysis,“ segir Hanna og að ofan á það bætist svo áhyggjur af því að vísa eigi frænda þeirra úr landi eftir 30 daga. „Þeir eru mjög sárir yfir því. Þetta eru einu ættingjarnir sem þeir eiga örugga. Yngri guttinn ólst upp í sama húsi og annar þeirra. Stórfjölskyldan bjó öll saman þar,“ segir Hanna. Hún segir frænda þeirra sem var vísað til Grikklands nú heimilislausan og að honum gangi mjög illa að finna sér vinnu. Þau sendi honum peninga reglulega. Þau óttist að sömu örlög bíði hins frænda þeirra þegar hann verður sendur þangað líka. Þangað til fær hann að búa hjá þeim með þeim skilyrðum að hann tilkynni sig reglulega til Útlendingastofnunar. „Maður vonar til guðs að yfirvöld sjái að sér í þessum brottvísunum á Palestínumönnum. Þetta er fólk sem að býr við svo hræðilegar áhyggjur. Það getur ekki farið heim til sín,“ segir Hanna en frændi drengjanna hafi þó haft orð á því að hann myndi frekar fara þangað en til Grikklands. „Honum er ekki mögulegt að snúa til heimahaganna því það er ekki hægt að komast inn. En hann myndi frekar, ef hann gæti valið, farið til Palestínu en til Grikklands. Hann hefur verið þar og segir sjálfur að hann myndi frekar deyja með fólkinu sínu í Palestínu en að rotna á götunni í Grikklandi.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55 Samkomulag í höfn um aukna mannúðaraðstoð á Gasa Ísrael og Hamas hafa náð samkomulagi um aukið innflæði hjálpargagna til Gasa. Þetta segja katörsk yfirvöld sem hýst hafa viðræðurnar auk Frakka. 16. janúar 2024 22:38 Ísraelar verja sig fyrir alþjóðadómstólnum Sendinefnd Ísraelsmanna fór í dag með mál sér til varnar í máli sem skotið var til alþjóðadómstólsins í Haag af Suður-Afríku á dögunum. Í umleitaninni sem Suður-Afríka lagði fram saka þeir Ísraela um þjóðarmorð í innrás sinni á Gasa og biðla til dómstólsins að skipa Ísraelum að láta af öllum árásum. 12. janúar 2024 22:23 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55
Samkomulag í höfn um aukna mannúðaraðstoð á Gasa Ísrael og Hamas hafa náð samkomulagi um aukið innflæði hjálpargagna til Gasa. Þetta segja katörsk yfirvöld sem hýst hafa viðræðurnar auk Frakka. 16. janúar 2024 22:38
Ísraelar verja sig fyrir alþjóðadómstólnum Sendinefnd Ísraelsmanna fór í dag með mál sér til varnar í máli sem skotið var til alþjóðadómstólsins í Haag af Suður-Afríku á dögunum. Í umleitaninni sem Suður-Afríka lagði fram saka þeir Ísraela um þjóðarmorð í innrás sinni á Gasa og biðla til dómstólsins að skipa Ísraelum að láta af öllum árásum. 12. janúar 2024 22:23