Karamelluskyrið rýkur upp í verði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2024 11:17 Mjólkurvörur í kæli í verslun Nettó á Granda. Vísir/vilhelm Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun. Verð hækkaði oftast í Bónus, eða á 90% af vörunum sem þar voru skoðaðar. Mest hækkuðu verð í Iceland, um rúmlega 4%. Verðið stóð í stað í Extra og Heimkaupum en lækkaði í Fjarðarkaupum. Þar munar mestu um 15-20% afslætti sem gefnir voru á vissum vörum á könnunardegi, sem var 12. janúar. Fyrri athugunin var framkvæmd 3.-4. janúar. Allt að 19 prósenta hækkun Í Nettó, Krónunni, Kjörbúðinni, Hagkaupum, Bónus og Krambúðinni hækkaði verð á flokkunum ostar og smjör, skyr og jógúrt, mjólk og jurtamjólk, og rjómi, um 1-4%. Mest hækkaði flokkurinn mjólk og jurtamjólk í Iceland, um 5,6%. Mestu munaði um 330ml D-vítamínbætta nýmjólk og léttmjólk, sem hækkaði um 19%. Flokkurinn rjómi hækkaði í öllum tilfellum um minna en 2%, stóð í stað í Extra og Heimkaupum og lækkaði í Fjarðarkaupum. Vert er að nefna að þann 8. janúar tók gildi ákvörðun verðlagsnefndar búvara um að hækka heildsöluverð á mjólk um 1,6%. Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkaði um áramótin um 2,25%. Karamellan rýkur upp Verðbreytingarnar eru áfall fyrir karamelluskyrsunnendur. Lítið KEA saltkaramelluskyr, 200gr, hækkaði mest allra vara – um 32% í Iceland og Krambúðinni og 27% í Kjörbúðinni. Engjaþykkni með karamellubragði hækkaði um 31% í Krambúðinni, 28% í Iceland og 23% í Kjörbúðinni. Ísey skyr með creme brulee hækkaði um 29% í Iceland og 28% í Kjörbúðinni. Karamelluskyrið er þó enn á sama verði og áður í Heimkaupum, Fjarðarkaupum og Extra. Flestar verðlækkanir milli vikna voru í Fjarðarkaupum, fyrst og fremst vegna fyrrnefndra afslátta. Lækkanirnar náðu til 17% af þeim 223 vörum sem skoðaðar voru þar. Nettó lækkaði verð á engum vörum og sem fyrr segir stóðu verð í stað í Extra og Heimkaupum. Fleiri krónur fyrir Dala Camenbert Verðhækkanir voru tíðastar í Bónus; 90% af vörunum sem skoðaðar voru þar hækkuðu í verði. Þær hækkuðu að meðaltali um 1,6%, en mest hækkaði Dala Camembert, um rúmlega 7%. Könnunin var framkvæmd 11.-12. janúar 2024, í verslunum og vefverslunum. Úrvalið sem hér er til skoðunar endurspeglar ekki verðbreytingar í allri versluninni. Aðeins er kannað vöruverð og ekki lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Landbúnaður Verðlag Verslun Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Verð hækkaði oftast í Bónus, eða á 90% af vörunum sem þar voru skoðaðar. Mest hækkuðu verð í Iceland, um rúmlega 4%. Verðið stóð í stað í Extra og Heimkaupum en lækkaði í Fjarðarkaupum. Þar munar mestu um 15-20% afslætti sem gefnir voru á vissum vörum á könnunardegi, sem var 12. janúar. Fyrri athugunin var framkvæmd 3.-4. janúar. Allt að 19 prósenta hækkun Í Nettó, Krónunni, Kjörbúðinni, Hagkaupum, Bónus og Krambúðinni hækkaði verð á flokkunum ostar og smjör, skyr og jógúrt, mjólk og jurtamjólk, og rjómi, um 1-4%. Mest hækkaði flokkurinn mjólk og jurtamjólk í Iceland, um 5,6%. Mestu munaði um 330ml D-vítamínbætta nýmjólk og léttmjólk, sem hækkaði um 19%. Flokkurinn rjómi hækkaði í öllum tilfellum um minna en 2%, stóð í stað í Extra og Heimkaupum og lækkaði í Fjarðarkaupum. Vert er að nefna að þann 8. janúar tók gildi ákvörðun verðlagsnefndar búvara um að hækka heildsöluverð á mjólk um 1,6%. Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkaði um áramótin um 2,25%. Karamellan rýkur upp Verðbreytingarnar eru áfall fyrir karamelluskyrsunnendur. Lítið KEA saltkaramelluskyr, 200gr, hækkaði mest allra vara – um 32% í Iceland og Krambúðinni og 27% í Kjörbúðinni. Engjaþykkni með karamellubragði hækkaði um 31% í Krambúðinni, 28% í Iceland og 23% í Kjörbúðinni. Ísey skyr með creme brulee hækkaði um 29% í Iceland og 28% í Kjörbúðinni. Karamelluskyrið er þó enn á sama verði og áður í Heimkaupum, Fjarðarkaupum og Extra. Flestar verðlækkanir milli vikna voru í Fjarðarkaupum, fyrst og fremst vegna fyrrnefndra afslátta. Lækkanirnar náðu til 17% af þeim 223 vörum sem skoðaðar voru þar. Nettó lækkaði verð á engum vörum og sem fyrr segir stóðu verð í stað í Extra og Heimkaupum. Fleiri krónur fyrir Dala Camenbert Verðhækkanir voru tíðastar í Bónus; 90% af vörunum sem skoðaðar voru þar hækkuðu í verði. Þær hækkuðu að meðaltali um 1,6%, en mest hækkaði Dala Camembert, um rúmlega 7%. Könnunin var framkvæmd 11.-12. janúar 2024, í verslunum og vefverslunum. Úrvalið sem hér er til skoðunar endurspeglar ekki verðbreytingar í allri versluninni. Aðeins er kannað vöruverð og ekki lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Landbúnaður Verðlag Verslun Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira