Elsti hundur sögunnar sviptur titlinum Bjarki Sigurðsson skrifar 16. janúar 2024 14:34 Þrátt fyrir að vera kannski ekki jafn gamall og talið var er ljóst að Bobi var afar ljúfur og góður hundur. Getty/Luis Boza Þegar portúgalski fjárhundurinn Bobi drapst í október á síðasta ári var hann talinn vera elsti hundur sögunnar, 31 árs gamall. Nú vilja dýralæknar meina að hann hafi alls ekki verið svo gamall. Hann hefur því verið sviptur titlinum tímabundið. Bobi tók metið af ástralska nautgripahundinum Bluey sem var 29 ára þegar hann drapst árið 1939. Eftir að hafa hrifsað metið til sín átti Bobi svo eftir að lifa í tvö ár til viðbótar. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því Bobi fagnaði meintu 31 árs afmæli sínu. Klippa: Elsti hundur heims sprækur á afmælinu 31 ár kann að hljóma ekki svo mikið, en þegar miðað er við hina klassísku formúlu að eitt ár fyrir hunda sé líkt og sjö ár hjá mönnum, má ætla að Bobi hafi verið 217 ára gamall í mannaárum þegar hann drapst. Eða hvað? Mynd af Bobi tekin þremur mánuðum áður en hann drapst. Getty/Luis Boza Eftir að Bobi fékk heimsmetið fóru fleiri og fleiri að efast um aldur hans. Til að mynda voru loppur hans öðruvísi á litinn en á mynd sem eigandi hans sagði vera af Bobi frá árinu 1999. Vildu þeir meina að mögulega væri um annan hund að ræða á myndinni. Ekki hjálpaði það Bobi að aldur hans var einungis staðfestur af eigendum hans. Hann var settur í aldursgreiningu sem sýndi fram á að hann væri vissulega eldri en flestir hundar, en gat greiningin ekki staðfest hversu gamall hann væri. Nú hafa samtökin Royal College of Veterinary Surgeons gefið út að þau trúi því ekki að Bobi hafi náð 31 árs aldri. Heimsmetabók Guinness ákvað því að rannsaka þyrfti mál Bobis. Á meðan er Bluey aftur orðinn elsti hundur sögunnar og elsti núlifandi hundur heims er chihuahua hundurinn Spike. Dýr Hundar Tengdar fréttir Elsti hundur heims við hestaheilsu Portúgalski hundurinn Bobi hefur komist á spjöld sögunnar sem elsti hundur allra tíma, en metið hefur verið staðfest af Heimsmetabók Guinness. 3. febrúar 2023 07:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Bobi tók metið af ástralska nautgripahundinum Bluey sem var 29 ára þegar hann drapst árið 1939. Eftir að hafa hrifsað metið til sín átti Bobi svo eftir að lifa í tvö ár til viðbótar. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því Bobi fagnaði meintu 31 árs afmæli sínu. Klippa: Elsti hundur heims sprækur á afmælinu 31 ár kann að hljóma ekki svo mikið, en þegar miðað er við hina klassísku formúlu að eitt ár fyrir hunda sé líkt og sjö ár hjá mönnum, má ætla að Bobi hafi verið 217 ára gamall í mannaárum þegar hann drapst. Eða hvað? Mynd af Bobi tekin þremur mánuðum áður en hann drapst. Getty/Luis Boza Eftir að Bobi fékk heimsmetið fóru fleiri og fleiri að efast um aldur hans. Til að mynda voru loppur hans öðruvísi á litinn en á mynd sem eigandi hans sagði vera af Bobi frá árinu 1999. Vildu þeir meina að mögulega væri um annan hund að ræða á myndinni. Ekki hjálpaði það Bobi að aldur hans var einungis staðfestur af eigendum hans. Hann var settur í aldursgreiningu sem sýndi fram á að hann væri vissulega eldri en flestir hundar, en gat greiningin ekki staðfest hversu gamall hann væri. Nú hafa samtökin Royal College of Veterinary Surgeons gefið út að þau trúi því ekki að Bobi hafi náð 31 árs aldri. Heimsmetabók Guinness ákvað því að rannsaka þyrfti mál Bobis. Á meðan er Bluey aftur orðinn elsti hundur sögunnar og elsti núlifandi hundur heims er chihuahua hundurinn Spike.
Dýr Hundar Tengdar fréttir Elsti hundur heims við hestaheilsu Portúgalski hundurinn Bobi hefur komist á spjöld sögunnar sem elsti hundur allra tíma, en metið hefur verið staðfest af Heimsmetabók Guinness. 3. febrúar 2023 07:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Elsti hundur heims við hestaheilsu Portúgalski hundurinn Bobi hefur komist á spjöld sögunnar sem elsti hundur allra tíma, en metið hefur verið staðfest af Heimsmetabók Guinness. 3. febrúar 2023 07:52