Innlent

Björgunar­sveitir þurft að skipta sér af færra fólki en í fyrri gosum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hafþór Örn Kristófersson er björgunarsveitarmaður hjá sveitinni Suðurnes.
Hafþór Örn Kristófersson er björgunarsveitarmaður hjá sveitinni Suðurnes. Vísir/Arnar

Björgunarsveitir hafa þurft að hefta för fólks sem vill fara gangandi að eldgosinu norður af Grindavík. Ásóknin er þó minni en áður, sem er vel að sögn björgunarsveitarmanns. 

„Það hefur bara gengið mjög vel í dag,“ sagði Hafþór Örn Kristófersson, hjá björgunarsveitinni Suðurnes, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Hann segir gosið það versta sem hann hafi séð sem björgunarsveitarmaður, einfaldlega vegna nálægðar við byggð. Hin eldgosin hafi verið mun meiri „túristagos“.

Klippa: Mikil gliðnun hefur orðið í Grindavík

Björgunarsveitarfólk hafi þurft að stöðva för fólks sem hafi ætlað sér að sjá gosið.

„En sem betur fer ekki mikið. Þannig að fólk virðist kannski aðeins vera að hlusta á okkur þegar við biðjum það að koma ekki hingað. Bæði er þetta löng leið að labba og kalt, og svo er þetta bara hættusvæði. Leyfið okkur að vinna okkar vinna. Við erum að meta aðstæður og mikið sprungusvæði hérna,“ sagði Hafþór.

Björgunarsveitir verða með mannaðar lokanir á svæðinu í nótt, og passað verður upp á að fólk fari ekki inn á hið lokaða svæði. 


Tengdar fréttir

Uppbyggingu varnargarða við Grindavík haldið áfram

Forsætisráðherra segir að uppbyggingu varnargarða við Grindavík verði haldið áfram. Þeir hafi sýnt gildi sitt í gær og markmiðið sé að verja byggðina í Grindavík til framtíðar. Ríkisstjórnin leggur til við Alþingi að afkomustuðningur við Grindvíkinga verði framlengdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×