Eigandi B5 vill hafa hendur í hári brennuvarga Kolbeinn Tumi Daðason og Lovísa Arnardóttir skrifa 15. janúar 2024 11:07 Skjáskot úr myndbandinu sem Sverrir Einar birti á Facebook. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B5 við Bankastræti og Nýju vínbúðarinnar, hefur heitið 100 þúsund krónum hverjum þeim sem getur komið með traustar ábendingar um hverjir voru að verki í Skipholti sunnudaginn 14. janúar og reyndu að kveikja í Brim hóteli Sverrir Einar birtir myndskeið á Facebook-síðu sinni úr öryggismyndavél þar sem sjá má tvo grímuklædda einstaklinga koma að húsinu við Skipholt 27, mölva þar rúðu og reyna að kveikja í húsnæðinu. Um er ræða Brim hótel sem Sverrir Einar rekur. Sverrir Einar hefur í kjölfarið ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu í rekstri sínum vegna skemmdarverka og hótana af hálfu „strákagengis“. Hann segir í yfirlýsingu til fréttastofu að hann hafi leitað til lögreglu vegna málsins en lítið gerst í rannsókn þeirra. Þá staðfestir hann að hann hafi einnig leitað til lögreglu vegna árásar að heimili barna hans og á hann sjálfan fyrir um viku síðan. „Ég vil í raun ekki segja meira um þetta mál, en ég get staðfest þetta. Þetta hefur allt verið tilkynnt til lögreglu, en ekkert komið út úr því,“ segir Sverrir. Hann segir að ástæða þess að hann hafi leitað til lögreglunnar séu bæði skemmdarverk en einnig hótanir frá því sem hann kallar „strákagengi“ sem komst upp á kant við dyraverði hjá fyrirtæki sem leigir út dyravörslu til skemmtistaða fyrir um hálfum mánuði. Hefur hætt viðskiptum við fyrirtækið „Strákarnir eru ekki klárari en svo að þeir hafa beint reiði sinni að mér,“ segir Sverrir í yfirlýsingu sinni. Hann segir að frá því að þetta gerðist hafi hann látið af viðskiptum við þetta tiltekna dyravarðafyrirtæki. Hann hafi vonast til þess að lögreglan myndi bregðast skjótt við til að tryggja öryggi gegn þeim sem hafi hótað og framið skemmdarverk en að „drengirnir virðist til alls vísir“. Rannsókn skilað litlu Þá segir Sverrir að skoðun lögreglu á málinu hafi engu skilað og gangi ekki neitt. „Þess vegna ákvað ég að birta sjálfur þetta myndband í von um að hafa uppi á þessum pörupiltum. Á myndbandinu sést tilraun til íkveikju á hóteli sem ég rek sem gerð var núna á sunnudagsmorguninn. Þetta er að sjálfsögðu stóralvarlegur glæpur. Betur fór en á horfðist og skaði sem betur fer lítill,“ segir Sverrir Einar og að til að tryggja öryggi bæði hans og viðskiptavina sinna hafi hann ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu „og finna þessa drengi til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki.“ Enginn handtekinn vegna málsins Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að málin séu bæði til rannsóknar hjá lögreglunni. Hann sagði ekki vitað hvort þau væru tengd og að hann enginn hafi verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins. Fréttin var uppfærð eftir að yfirlýsing barst frá Sverri Einari þann 15.1.2024 klukkan 11:21. Fréttin var aftur uppfærð klukkan 12:11 eftir samtal við lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Hótel á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Sverrir Einar birtir myndskeið á Facebook-síðu sinni úr öryggismyndavél þar sem sjá má tvo grímuklædda einstaklinga koma að húsinu við Skipholt 27, mölva þar rúðu og reyna að kveikja í húsnæðinu. Um er ræða Brim hótel sem Sverrir Einar rekur. Sverrir Einar hefur í kjölfarið ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu í rekstri sínum vegna skemmdarverka og hótana af hálfu „strákagengis“. Hann segir í yfirlýsingu til fréttastofu að hann hafi leitað til lögreglu vegna málsins en lítið gerst í rannsókn þeirra. Þá staðfestir hann að hann hafi einnig leitað til lögreglu vegna árásar að heimili barna hans og á hann sjálfan fyrir um viku síðan. „Ég vil í raun ekki segja meira um þetta mál, en ég get staðfest þetta. Þetta hefur allt verið tilkynnt til lögreglu, en ekkert komið út úr því,“ segir Sverrir. Hann segir að ástæða þess að hann hafi leitað til lögreglunnar séu bæði skemmdarverk en einnig hótanir frá því sem hann kallar „strákagengi“ sem komst upp á kant við dyraverði hjá fyrirtæki sem leigir út dyravörslu til skemmtistaða fyrir um hálfum mánuði. Hefur hætt viðskiptum við fyrirtækið „Strákarnir eru ekki klárari en svo að þeir hafa beint reiði sinni að mér,“ segir Sverrir í yfirlýsingu sinni. Hann segir að frá því að þetta gerðist hafi hann látið af viðskiptum við þetta tiltekna dyravarðafyrirtæki. Hann hafi vonast til þess að lögreglan myndi bregðast skjótt við til að tryggja öryggi gegn þeim sem hafi hótað og framið skemmdarverk en að „drengirnir virðist til alls vísir“. Rannsókn skilað litlu Þá segir Sverrir að skoðun lögreglu á málinu hafi engu skilað og gangi ekki neitt. „Þess vegna ákvað ég að birta sjálfur þetta myndband í von um að hafa uppi á þessum pörupiltum. Á myndbandinu sést tilraun til íkveikju á hóteli sem ég rek sem gerð var núna á sunnudagsmorguninn. Þetta er að sjálfsögðu stóralvarlegur glæpur. Betur fór en á horfðist og skaði sem betur fer lítill,“ segir Sverrir Einar og að til að tryggja öryggi bæði hans og viðskiptavina sinna hafi hann ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu „og finna þessa drengi til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki.“ Enginn handtekinn vegna málsins Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að málin séu bæði til rannsóknar hjá lögreglunni. Hann sagði ekki vitað hvort þau væru tengd og að hann enginn hafi verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins. Fréttin var uppfærð eftir að yfirlýsing barst frá Sverri Einari þann 15.1.2024 klukkan 11:21. Fréttin var aftur uppfærð klukkan 12:11 eftir samtal við lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Hótel á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira