Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 06:37 Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir aðstæður í Grindavík ekki nógu öruggar til að senda þangað fólk. Vísir/Vilhelm Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. „Við vitum að við vitum ekki neitt. Þrátt fyrir að hægt hafi á sprungunni núna vitum við að það gæti verið tímabundið. En í myrkrinu virðist það vera þannig,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Innt eftir því hvort enn sé talinn möguleiki á að fleiri gossprungur opnist inni í bænum segir Hjördís möguleikann enn vera til staðar. „Mögulega er betra fyrir vísindafólkið okkar að svara því en það er þannig að bærinn er enn talinn of hættulegur til að vera í og við getum ekki svarað þessu fyrr en birtir og við erum komin með betri yfirsýn yfir aðstæður,“ segir hún. Hún segir vinnu við varnargarðana hafa haldið áfram í nótt með þeim tækjum sem bjargað var í gær og sú vinna muni halda áfram. Þá verður flogið yfir gosstöðvarnar eftir birtingu til að taka stöðuna. „Vinnan heldur áfram og tilgangurinn og markmiðið er að hraun renni ekki niður til Grindavíkur. Svo þurfum við bara að bíða þar til birtir og við heyrum í þeim sem eru að vinna þarna til að vita hvernig gengur,“ segir Hjördís. Umræða kviknaði á samfélagsmiðlum í gær um hvort ekki væri hægt að reyna að bjarga byggðinni með því að kæla hraunið. Slík aðferð var notuð í Heimaeyjargosinu árið 1973 þegar miklu magni af sjó var dælt úr höfninni og sprautað á hraunjaðarinn. „Að sjálfsögðu allt sem kemur til umræðu og allt sem við höfum verið að skoða síðustu ár en bærinn þykir ekki öruggur og því getum við ekki sett fólk inn í bæinn til að stoppa hraunrennsli eins og mögulega væri hægt að gera með því að kæla hraun. Bærinn sjálfur er ótryggur og því er það eitthvað sem þarf að skoða þegar dagurinn hefst. Að senda fólk inn í bæinn núna er ekki eitthvað sem við munum gera þar til við vitum að það er öruggt.“ Hjördís segir þetta sama gilda um björgun gæludýra og búfénaðar, sem situr fastur innan bæjarmarkanna. Ekki teljist öruggt að senda fólk inn í bæinn til að koma skepnunum til bjargar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. 15. janúar 2024 01:09 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
„Við vitum að við vitum ekki neitt. Þrátt fyrir að hægt hafi á sprungunni núna vitum við að það gæti verið tímabundið. En í myrkrinu virðist það vera þannig,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Innt eftir því hvort enn sé talinn möguleiki á að fleiri gossprungur opnist inni í bænum segir Hjördís möguleikann enn vera til staðar. „Mögulega er betra fyrir vísindafólkið okkar að svara því en það er þannig að bærinn er enn talinn of hættulegur til að vera í og við getum ekki svarað þessu fyrr en birtir og við erum komin með betri yfirsýn yfir aðstæður,“ segir hún. Hún segir vinnu við varnargarðana hafa haldið áfram í nótt með þeim tækjum sem bjargað var í gær og sú vinna muni halda áfram. Þá verður flogið yfir gosstöðvarnar eftir birtingu til að taka stöðuna. „Vinnan heldur áfram og tilgangurinn og markmiðið er að hraun renni ekki niður til Grindavíkur. Svo þurfum við bara að bíða þar til birtir og við heyrum í þeim sem eru að vinna þarna til að vita hvernig gengur,“ segir Hjördís. Umræða kviknaði á samfélagsmiðlum í gær um hvort ekki væri hægt að reyna að bjarga byggðinni með því að kæla hraunið. Slík aðferð var notuð í Heimaeyjargosinu árið 1973 þegar miklu magni af sjó var dælt úr höfninni og sprautað á hraunjaðarinn. „Að sjálfsögðu allt sem kemur til umræðu og allt sem við höfum verið að skoða síðustu ár en bærinn þykir ekki öruggur og því getum við ekki sett fólk inn í bæinn til að stoppa hraunrennsli eins og mögulega væri hægt að gera með því að kæla hraun. Bærinn sjálfur er ótryggur og því er það eitthvað sem þarf að skoða þegar dagurinn hefst. Að senda fólk inn í bæinn núna er ekki eitthvað sem við munum gera þar til við vitum að það er öruggt.“ Hjördís segir þetta sama gilda um björgun gæludýra og búfénaðar, sem situr fastur innan bæjarmarkanna. Ekki teljist öruggt að senda fólk inn í bæinn til að koma skepnunum til bjargar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. 15. janúar 2024 01:09 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17
Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30
Spurning hvort hraunið nemi staðar eða haldi hægt áfram Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að töluvert hafi dregið úr virkni syðri gossprungunnar, þeirrar sem er við bæjarmörk Grindavíkur. 15. janúar 2024 01:09