Innlent

Gist í um níu­tíu húsum í Grinda­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum.
Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Hrafnkell

Gist var í um níutíu húsum í Grindavík og gengur rýming bæjarins vel.

Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum í samtali við fréttastofu um klukkan 5:45.

„Við erum að rýma bæinn í rólegheitum enda er ekkert gos hafið. Þetta gengur samkvæmt áætlun,“ segir Úlfar.

Aðspurður um viðbúnað í Grindavík segir hann viðbúnaðinn vera í samræmi við áætlanir lögreglu miðað við þá stöðu sem uppi er. „Á þessari stundu erum við með þrjá lögreglubíla í Grindavík,“ segir Úlfar.

Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð á fjórða tímanum í nótt og hefur lögreglan á Suðurnesjum unnið að rýmingu bæjarins síðan. Varað hefur verið við að mikil hálka sé á vegum frá Grindavík og hafa íbúar verið beðnir um að fara varlega.

Hótelgestir sem gistu í Bláa lóninu hafa yfirgefið svæðið og hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð í Efstaleiti 9 í Reykjavík.


Tengdar fréttir

Búið að rýma Bláa lónið

Bláa Lónið í Svartsengi rýmdi í nótt öll sín athafnarsvæði vegna jarðskjálfta sem hafa mælst við Sundhnjúkagígaröðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×