Nespresso ekki fyrir óbreytta starfsmenn Jakob Bjarnar skrifar 12. janúar 2024 13:55 Jana Rós vil taka það skýrt fram að Lyfjastofnun greiði ekki fyrir Nespresso drykkju starfsfólks. Lyfjastofnun vill koma á framfæri athugasemd en stofnunin greiðir ekki fyrir kaffineyslu starfsmanna. Þá hefur borist athugasemd frá starfsfólki LSH og er sagt að spítalinn fjármagni sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna. Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Lyfjastofnun sendi Vísi athugasemd vegna fréttar sem Vísir birti og hefur vakið verulega athygli. Fréttin byggir á upplýsingum frá Opnum reikningum en þar kemur fram að á tíu mánaða tímabili ársins 2023 hafi Lyfjastofnun greitt fyrirtækinu Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso, tæpar þrjú hundruð þúsund krónur. Jana Rós gerir ekki athugasemdir við það í sjálfu sér heldur vill hún taka það fram að Lyfjastofnun fjármagni ekki slíka kaffineyslu starfsmanna. Almennir starfsmenn borga sitt Nespresso sjálfir „Hjá Lyfjastofnun eru Nespresso kaffihylki eingöngu keypt og notuð í tengslum við fundarhöld hjá stofnuninni þegar utanaðkomandi gestir koma á fundi hjá stofnuninni. Lyfjastofnun greiðir ekki fyrir Nespresso drykkju starfsfólks,“ segir Jana Rós. Hún segir að starfsfólki stofnunarinnar sé velkomið að koma með eigin hylki á vinnustaðinn til að brugga sér sitt Nespresso-kaffi. „En hylkin eru alfarið á kostnað þeirra starfsmanna sem kjósa að gera það.“ Þannig liggur fyrir að þeir gestir sem mæta á fundi hjá Lyfjastofnun eru kaffiþyrstir og kunna vel að meta það Nespresso sem er á boðstólum á fundum. Þannig er ljóst að margir velta fyrir sér þessum kostnaði. Svo virðist sem almennir starfsmenn séu ekki endilega þeir sem njóti kaffidrykkja af dýrari tegundinni. LSH fjármagnar ekki lúxuskaffidrykkju óbreyttra Ein athugasemd sem blaðamanni hefur borist er frá Fríðu Ólöfu Gunnarsdóttir sem segir að á öllum klínískum deildum LSH sé uppáhellingur eða baunavél í boði fyrir starfsfólk. En samkvæmt Opnum reikningum greiðir Landspítalinn rétt tæpar þrjár milljónir fyrir téð tímabil. „Á sumum deildum hefur starfsfólk slegið saman í betri kaffivélar, svo sem Nespresso og fólk kemur þá með sitt kaffi sjálft. LSH fjármagnar svo sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna,“ segir Fríða Ólöf. Víst er að Perroy hefur gert gott mót með því að ná undir sig þessu einkaleyfi en samkvæmt ársreikningi var hagnaður félagsins var 86 milljónir 2022 og 140 milljónir árinu þar á undan. Vörusala nam 1,3 milljörðum 2022. Eigendur Perroy eru Jónas Hagan Guðmundsson og Edward Mac Gillivray Schmidt, sem mun vera einn ríkasti maður Kanada. Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Lyfjastofnun sendi Vísi athugasemd vegna fréttar sem Vísir birti og hefur vakið verulega athygli. Fréttin byggir á upplýsingum frá Opnum reikningum en þar kemur fram að á tíu mánaða tímabili ársins 2023 hafi Lyfjastofnun greitt fyrirtækinu Perroy, sem hefur einkarétt á innflutningi og sölu á vörum Nespresso, tæpar þrjú hundruð þúsund krónur. Jana Rós gerir ekki athugasemdir við það í sjálfu sér heldur vill hún taka það fram að Lyfjastofnun fjármagni ekki slíka kaffineyslu starfsmanna. Almennir starfsmenn borga sitt Nespresso sjálfir „Hjá Lyfjastofnun eru Nespresso kaffihylki eingöngu keypt og notuð í tengslum við fundarhöld hjá stofnuninni þegar utanaðkomandi gestir koma á fundi hjá stofnuninni. Lyfjastofnun greiðir ekki fyrir Nespresso drykkju starfsfólks,“ segir Jana Rós. Hún segir að starfsfólki stofnunarinnar sé velkomið að koma með eigin hylki á vinnustaðinn til að brugga sér sitt Nespresso-kaffi. „En hylkin eru alfarið á kostnað þeirra starfsmanna sem kjósa að gera það.“ Þannig liggur fyrir að þeir gestir sem mæta á fundi hjá Lyfjastofnun eru kaffiþyrstir og kunna vel að meta það Nespresso sem er á boðstólum á fundum. Þannig er ljóst að margir velta fyrir sér þessum kostnaði. Svo virðist sem almennir starfsmenn séu ekki endilega þeir sem njóti kaffidrykkja af dýrari tegundinni. LSH fjármagnar ekki lúxuskaffidrykkju óbreyttra Ein athugasemd sem blaðamanni hefur borist er frá Fríðu Ólöfu Gunnarsdóttir sem segir að á öllum klínískum deildum LSH sé uppáhellingur eða baunavél í boði fyrir starfsfólk. En samkvæmt Opnum reikningum greiðir Landspítalinn rétt tæpar þrjár milljónir fyrir téð tímabil. „Á sumum deildum hefur starfsfólk slegið saman í betri kaffivélar, svo sem Nespresso og fólk kemur þá með sitt kaffi sjálft. LSH fjármagnar svo sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna,“ segir Fríða Ólöf. Víst er að Perroy hefur gert gott mót með því að ná undir sig þessu einkaleyfi en samkvæmt ársreikningi var hagnaður félagsins var 86 milljónir 2022 og 140 milljónir árinu þar á undan. Vörusala nam 1,3 milljörðum 2022. Eigendur Perroy eru Jónas Hagan Guðmundsson og Edward Mac Gillivray Schmidt, sem mun vera einn ríkasti maður Kanada.
Rekstur hins opinbera Fíkn Neytendur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira