Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Jón Þór Stefánsson skrifar 9. janúar 2024 22:14 „Við reiknum með að það liggi í skápum og skúffum á heimilum í landinu vel á annað hundrað milljónir króna í bréfpokum,“ segir Gunnar Dofri. Reykjavíkurborg/Vísir/Ívar Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. Í dag var fjallað um það á Vísi að frá og með morgundeginum yrði dreifingu á bréfpokum undir lífrænt sorp hætt í verslunum. Áfram sé þó hægt að sækja bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Að sögn Gunnars var ákvörðunin tekin hjá Sorpu í samráði við sveitarfélögin sem standa að Sorpu. „Það er rétt að halda því til haga að við sjáum að við höfum þegar sett út 24 milljónir poka, sem ættu að endast öllu höfuðborgarsvæðinu í rúmlega eitt og hálft ár, en það er ekki liðið ár síðan kerfið var innleitt. Þannig að það er mjög mikið af pokum þarna út,“ segir Gunnar. „Við reiknum með að það liggi í skápum og skúffum á heimilum í landinu vel á annað hundrað milljónir króna í bréfpokum.“ Aðspurður segist Gunnar ekki telja að ákvörðunin muni hafa áhrif á aðsókn á endurvinnslustöðvar þar sem að meðalmaðurinn heimsæki þær á þriggja til fjögurra mánaða fresti. „Við eigum ekki von á nýrri aukinni umferð vegna þessa.“ Hvers vegna auðvelt? Svo virðist sem ákvörðun Sorpu sé umdeild, en á samfélagsmiðlum hafa einhverjir ritað færslur og lýst yfir óánægju sinni með hana. Þar má nefna fjölmiðlamanninn Egill Helgason sem ritar færslu á Facebook. Þar vísar hann í þýskt orðatiltæki: „Warum einfach, wenn es auch kompliziert geht!“ skrifar Egill sem útskýrir að það þýði: „Til hvers að hafa hlutina einfalda þegar er líka hægt að hafa þá flókna?“ Á meðal þeirra sem leggja orð í belg við færslu Egils eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason, sem spyr: „Af hverju er ekki bara grænmetið selt í svona pokum?“ Og Óttarr Proppé, fyrrverandi þingmaður, segir: „Það er hvergi geirneglt í hugtakinu þjónustufyrirtæki hvor eigi að þjónusta hvurn, þ.e.a.s þjónustufyrirtækið eða viðskiptavinurinn. Aðalatriðið er að eitthvað sé þjónustað. Það mætti sjá ákveðna lýðræðisvæðingu í þessari þjónustudreifingu Sorpu.“ Líklegt að pokarnir snúi aftur í verslanir Gunnar Dofri segist ekki hafa orðið var við óánægju í garð Sorpu. Hann tekur fram að hann hafi ekki yfirsýn yfir það að svo stöddu hvort einhver eða hversu margir haft samband. Jafnframt segir hann mögulega lausn vera í sjónmáli á þessu vandamáli, því líklegt sé að verslanir muni byrja að selja bréfpoka sjálfar. Þá muni fólk geta valið um að kaupa pokana þar, eða sækja þá endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar eða í verslun Góða hirðisins. Sorpa Sorphirða Matvöruverslun Umhverfismál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Í dag var fjallað um það á Vísi að frá og með morgundeginum yrði dreifingu á bréfpokum undir lífrænt sorp hætt í verslunum. Áfram sé þó hægt að sækja bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar Sorpu og í verslun Góða hirðisins. Að sögn Gunnars var ákvörðunin tekin hjá Sorpu í samráði við sveitarfélögin sem standa að Sorpu. „Það er rétt að halda því til haga að við sjáum að við höfum þegar sett út 24 milljónir poka, sem ættu að endast öllu höfuðborgarsvæðinu í rúmlega eitt og hálft ár, en það er ekki liðið ár síðan kerfið var innleitt. Þannig að það er mjög mikið af pokum þarna út,“ segir Gunnar. „Við reiknum með að það liggi í skápum og skúffum á heimilum í landinu vel á annað hundrað milljónir króna í bréfpokum.“ Aðspurður segist Gunnar ekki telja að ákvörðunin muni hafa áhrif á aðsókn á endurvinnslustöðvar þar sem að meðalmaðurinn heimsæki þær á þriggja til fjögurra mánaða fresti. „Við eigum ekki von á nýrri aukinni umferð vegna þessa.“ Hvers vegna auðvelt? Svo virðist sem ákvörðun Sorpu sé umdeild, en á samfélagsmiðlum hafa einhverjir ritað færslur og lýst yfir óánægju sinni með hana. Þar má nefna fjölmiðlamanninn Egill Helgason sem ritar færslu á Facebook. Þar vísar hann í þýskt orðatiltæki: „Warum einfach, wenn es auch kompliziert geht!“ skrifar Egill sem útskýrir að það þýði: „Til hvers að hafa hlutina einfalda þegar er líka hægt að hafa þá flókna?“ Á meðal þeirra sem leggja orð í belg við færslu Egils eru rithöfundurinn Andri Snær Magnason, sem spyr: „Af hverju er ekki bara grænmetið selt í svona pokum?“ Og Óttarr Proppé, fyrrverandi þingmaður, segir: „Það er hvergi geirneglt í hugtakinu þjónustufyrirtæki hvor eigi að þjónusta hvurn, þ.e.a.s þjónustufyrirtækið eða viðskiptavinurinn. Aðalatriðið er að eitthvað sé þjónustað. Það mætti sjá ákveðna lýðræðisvæðingu í þessari þjónustudreifingu Sorpu.“ Líklegt að pokarnir snúi aftur í verslanir Gunnar Dofri segist ekki hafa orðið var við óánægju í garð Sorpu. Hann tekur fram að hann hafi ekki yfirsýn yfir það að svo stöddu hvort einhver eða hversu margir haft samband. Jafnframt segir hann mögulega lausn vera í sjónmáli á þessu vandamáli, því líklegt sé að verslanir muni byrja að selja bréfpoka sjálfar. Þá muni fólk geta valið um að kaupa pokana þar, eða sækja þá endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvar eða í verslun Góða hirðisins.
Sorpa Sorphirða Matvöruverslun Umhverfismál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira