Ellefu metra há rennibraut á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. janúar 2024 20:31 Sigfús Ingi (t.v.) og Ingvar Páll, sem eru mjög spenntir eins og aðrir íbúar í Skagafirði fyrir nýja sundlaugarsvæðinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna er á meðal íbúa í Skagafirði en nú styttist óðum í að nýtt afþreyingarsvæði við sundlaugina á Sauðárkróki opni þar sem nokkrar rennibrautir verða, meðal annars einn elleftu metra há. Núverandi sundlaug er komin til ára sinna en hún er í grunninn 70 ára gömul. Sundkennsla fer fram í útilaug og svo eru pottar og þess háttar sem tilheyrir sundlaugum dagsins í dag. Nú er hins vegar stórir hlutir að gerast því það er verið að byggja nýtt og glæsilegt mannvirki við hlið núverandi laugar. „Þetta er nú aðallega afþreyingarsvæði fyrir börn og fullorðna, svona huggulegarheitasvæði eins og maður segir. Hér á til dæmis að rísa 11 metra hár rennibrautaturn og við verðum með einhverjar þrjár til fjórar rennibrautir, kennslulaug, nuddpotta og kaldan pott, viðbót við þá potta, sem við erum með fyrir og laugakar, þannig að þetta er ansi mikil viðbót,” segir Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri á veitu og framkvæmdasviði hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. „Ég hef fulla trúa á því að þetta verður alveg stórglæsilegt. Þegar þessi turn verður komin verður þetta mikið kennileiti,” bætir Ingvar Páll við. Nýja svæðið er við hlið núverandi útilaugar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sveitarstjórinn er mjög spenntur eins og allir íbúar í Skagafirði fyrir nýja laugarsvæðinu. „Við erum búin að bíða lengi eftir þessu og eins og þú sérð, þetta er bara glæsileg framkvæmd, sem við hlökkum til að taka í notkun,” segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í Skagafirði. En kostnaðurinn, hver verður hann? „Já, þetta kostar talsvert. Ætli við gætum ekki verið að tala um allt í allt frá upphafi til enda, þar sem við erum að taka gömlu laugina og gömlu bygginguna algjörlega í gegn, þetta geta verið svona fjórtán hundruð milljónir,” segir Sigfús Ingi. Sigfús Ingi segist vona að íbúar og gestir svæðisins þurfi ekki að bíða mjög lengi í viðbót eftir því að nýja sundlaugasvæðið verði opnað þó hann vilji ekki nefna neinn mánuð né dagsetningu í því sambandi. Nýtt og glæsilegt sundlaugarmannvirki er nú í byggingu á Sauðárkróki sem lítur svona út á teikningu.Aðsend Skagafjörður Sundlaugar Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Núverandi sundlaug er komin til ára sinna en hún er í grunninn 70 ára gömul. Sundkennsla fer fram í útilaug og svo eru pottar og þess háttar sem tilheyrir sundlaugum dagsins í dag. Nú er hins vegar stórir hlutir að gerast því það er verið að byggja nýtt og glæsilegt mannvirki við hlið núverandi laugar. „Þetta er nú aðallega afþreyingarsvæði fyrir börn og fullorðna, svona huggulegarheitasvæði eins og maður segir. Hér á til dæmis að rísa 11 metra hár rennibrautaturn og við verðum með einhverjar þrjár til fjórar rennibrautir, kennslulaug, nuddpotta og kaldan pott, viðbót við þá potta, sem við erum með fyrir og laugakar, þannig að þetta er ansi mikil viðbót,” segir Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri á veitu og framkvæmdasviði hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. „Ég hef fulla trúa á því að þetta verður alveg stórglæsilegt. Þegar þessi turn verður komin verður þetta mikið kennileiti,” bætir Ingvar Páll við. Nýja svæðið er við hlið núverandi útilaugar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sveitarstjórinn er mjög spenntur eins og allir íbúar í Skagafirði fyrir nýja laugarsvæðinu. „Við erum búin að bíða lengi eftir þessu og eins og þú sérð, þetta er bara glæsileg framkvæmd, sem við hlökkum til að taka í notkun,” segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í Skagafirði. En kostnaðurinn, hver verður hann? „Já, þetta kostar talsvert. Ætli við gætum ekki verið að tala um allt í allt frá upphafi til enda, þar sem við erum að taka gömlu laugina og gömlu bygginguna algjörlega í gegn, þetta geta verið svona fjórtán hundruð milljónir,” segir Sigfús Ingi. Sigfús Ingi segist vona að íbúar og gestir svæðisins þurfi ekki að bíða mjög lengi í viðbót eftir því að nýja sundlaugasvæðið verði opnað þó hann vilji ekki nefna neinn mánuð né dagsetningu í því sambandi. Nýtt og glæsilegt sundlaugarmannvirki er nú í byggingu á Sauðárkróki sem lítur svona út á teikningu.Aðsend
Skagafjörður Sundlaugar Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira