Tungllending ekki möguleg vegna eldsneytisleka Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2024 09:33 Frá geimskotinu um helgina þegar Peregrine var skotið af stað til tunglsins. Geimskotið heppnaðist vel en leki kom á geimfarið. United Launch Alliance Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til að lenda geimfari á tunglinu í rúm fimmtíu ár virðist ekki ætla að ganga eftir. Eldsneyti ku leka út úr lendingarfarinu Peregrine og er talið að farið muni missa getu til að endurhlaða rafhlöður sínar á miðvikudaginn. Peregrine var framleitt af starfsmönnum bandaríska fyrirtækisins Astrobotic en fjármagna að mestu af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Það er fyrsta af um tíu slíkra tungllendingarfara sem verið er að gera í Bandaríkjunum. Lendingarfarinu var skotið af stað til tunglsins um helgina með fyrstu Vulcan eldflauginni frá United Launch Alliance (ULA) og heppnaðist geimskotið sjálft mjög vel. Starfsmenn Astrobotic urðu þó fljótt varir við vandræði og áttu erfitt með að snúa Peregrein svo sólarsellur þess fönguðu geisla sólarinnar nægilega vel. Sjá einnig: Fyrsta geimskot nýrrar eldflaugar heppnaðist Það tókst á endanum en eftir að í ljós kom að leki hefði komið á geimfarið. Í yfirlýsingum frá Astrobotic í gærkvöldi og í nótt kom fram að rafhlöður Peregrine séu fullhlaðnar en lekinn feli í sér að ekki sé hægt að halda Peregrine í réttri stöðu gagnvart sólinni í meira en fjörutíu klukkustundir. Þetta er fyrsta myndin sem Peregrine sendi til jarðarinnar úr geimnum. Hlífðardúkurinn sem sést í forgrunni á ekki að vera svo fyrirferðarmikill en eldsneytið virðist leka undir honum.Astrobotic Nota þarf hreyfil á farinu til að halda því stöðugu. Bili hann mun það snúast aftur og það gerist einnig þegar eldsneytið klárast. Núna sé markmið starfsmanna Astrobotic að koma Peregrine eins nálægt tunglinu og hægt sé áður en geimfarið hættir að geta endurhlaðið rafhlöður sínar með sólarorku. Nota eigi þá orku sem er í boði til að gera eins margar tilraunir og mögulegt sé. Update #6 for Peregrine Mission One: pic.twitter.com/lXh9kcubXs— Astrobotic (@astrobotic) January 9, 2024 Markmið starfsmanna Peregrine var að vera fyrsta einkafyrirtækið til að lenda geimfari á tunglinu en hingað til hefur einungis fjórum ríkjum tekist það; Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Indlandi. Til stendur að skjóta öðru lendingarfari frá öðru bandarísku fyrirtæki á loft í næsta mánuði. Bandaríkin lentu síðast geimfari á tunglinu í desember 1972. Það var Apollo 17 þegar þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á þessu ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Peregrine var framleitt af starfsmönnum bandaríska fyrirtækisins Astrobotic en fjármagna að mestu af Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA). Það er fyrsta af um tíu slíkra tungllendingarfara sem verið er að gera í Bandaríkjunum. Lendingarfarinu var skotið af stað til tunglsins um helgina með fyrstu Vulcan eldflauginni frá United Launch Alliance (ULA) og heppnaðist geimskotið sjálft mjög vel. Starfsmenn Astrobotic urðu þó fljótt varir við vandræði og áttu erfitt með að snúa Peregrein svo sólarsellur þess fönguðu geisla sólarinnar nægilega vel. Sjá einnig: Fyrsta geimskot nýrrar eldflaugar heppnaðist Það tókst á endanum en eftir að í ljós kom að leki hefði komið á geimfarið. Í yfirlýsingum frá Astrobotic í gærkvöldi og í nótt kom fram að rafhlöður Peregrine séu fullhlaðnar en lekinn feli í sér að ekki sé hægt að halda Peregrine í réttri stöðu gagnvart sólinni í meira en fjörutíu klukkustundir. Þetta er fyrsta myndin sem Peregrine sendi til jarðarinnar úr geimnum. Hlífðardúkurinn sem sést í forgrunni á ekki að vera svo fyrirferðarmikill en eldsneytið virðist leka undir honum.Astrobotic Nota þarf hreyfil á farinu til að halda því stöðugu. Bili hann mun það snúast aftur og það gerist einnig þegar eldsneytið klárast. Núna sé markmið starfsmanna Astrobotic að koma Peregrine eins nálægt tunglinu og hægt sé áður en geimfarið hættir að geta endurhlaðið rafhlöður sínar með sólarorku. Nota eigi þá orku sem er í boði til að gera eins margar tilraunir og mögulegt sé. Update #6 for Peregrine Mission One: pic.twitter.com/lXh9kcubXs— Astrobotic (@astrobotic) January 9, 2024 Markmið starfsmanna Peregrine var að vera fyrsta einkafyrirtækið til að lenda geimfari á tunglinu en hingað til hefur einungis fjórum ríkjum tekist það; Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína og Indlandi. Til stendur að skjóta öðru lendingarfari frá öðru bandarísku fyrirtæki á loft í næsta mánuði. Bandaríkin lentu síðast geimfari á tunglinu í desember 1972. Það var Apollo 17 þegar þeir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Bandaríkjamenn hafa sett sér það markmið að lenda aftur á tunglinu á næstu árum og kom þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið, eins og til Mars. Áætlun þessi kallast Artemis-áætlunin en í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Ein geimferð hefur verið til tunglsins vegna Artemis en sú var ómönnuð. Til stendur að senda Artemis II af stað í nóvember á þessu ári en þá verða geimfarar sendir á braut um tunglið, án þess að lenda þar. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í Artemis III. Áætlað er að sú geimferð eigi sér stað árið 2025.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira