Hvaða leikmanna mun þitt lið sakna? Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. janúar 2024 13:21 Nokkrir lykilmenn liða í ensku úrvalsdeildinni verða fjarverandi næstu misseri. samsett mynd / fotojet / getty images Enska úrvalsdeildin hefur tekið saman lista yfir alla leikmenn sem verða fjarverandi næstu misserin vegna Asíu- og Afríkumótanna. Afríkumótið hefst þann 13. janúar og lýkur 11. febrúar. Asíumótið hefst degi fyrr og endar degi fyrr. Flestöll lið ensku úrvalsdeildarinnar munu sakna einhverra manna meðan þeim stendur yfir. Englandsmeistarar Manchester City missa engan frá sér, Newcastle ekki heldur og nýliðar Burnley eru sömuleiðis fullskipaðir. Arsenal Takehiro Tomiyasu (Japan), hefur fest sig í sessi með liðinu en missir af næstu fimm leikjum að minnsta kosti. Hann kallaði eftir því á dögunum að Asíumótið verði fært og spilað á sumrin líkt og Evrópumótið. Mohamed Elneny (Egyptaland) verður sömuleiðis fjarverandi en Thomas Partey (Gana) var ekki kallaður til vegna meiðsla. Aston Villa Bertrand Traore (Burkina Faso) hefur ekki spilað leik fyrir Villa síðan í október og þeir ættu því ekki að sakna hans sárlega. Enda vel skipaðir á hægri kantinum með Leon Bailey og Moussa Diaby enn til taks. Bournemouth Dango Ouattara (Burkina Faso) fór meiddur af velli í síðasta leik en ferðaðist með samlöndum sínum á Afríkumótið. Antoine Semenyo (Gana) mun spila stórt hlutverk fyrir Gana. Hamad Traoré dró sig úr keppni vegna malaríusýkingar. Brentford Yoane Wissa (Kongó), Saman Ghoddos (Íran), Frank Onyeka (Nígería) eru allt byrjunarliðsmenn sem Brentford mun sakna. Táningurinn Kim Ji-Soo (S-Kórea) hefur ekki enn spilað fyrir liðið eftir að hafa komið í sumar. Góðu fréttirnar eru þær að Ivan Toney mun snúa aftur á völlinn bráðlega, þann 20. janúar nánar tiltekið, eftir að hafa tekið út átta mánaða bann. Brighton Kairu Mitoma (Japan) mun spila lykilhlutverk fyrir sína þjóð sem er spáð góðu gengi á mótinu og gæti farið langt. Simon Adingra (Fílabeinsströndin) hefur verið að glíma við meiðsli en mun taka þátt í Afríkumótinu. Burnley Eitt af þremur liðum sem missir engan leikmann. Chelsea Nicolas Jackson (Senegal) mun þreyta frumraun sína á Afríkumótinu og vonast til að hjálpa landi sínu að verja titilinn. Crystal Palace Jordan Ayew (Gana) er á leið á sitt sjötta Afríkumót. Everton Idrissa Gueye (Senegal) ákvað að fara og freista þess að verja titilinn. Annað en Abdoulaye Doucouré (Malí) sem kaus að hafna kallinu og hjálpa Everton í fallbaráttunni. Fulham Missa þrjá menn: Calvin Bassey, Alex Iwobi (Nígería) og Fodé Ballo-Touré (Senegal). Liverpool Mikill missir fyrir Liverpool en Mohamed Salah (Egyptaland) og Wataru Endo (Japan) verða báðir fjarverandi. Luton Town Issa Kaboré (Burkína Fasó), blóðtaka fyrir Luton sem þurfa á öllum sínum mönnum að halda. Manchester City Gleðifréttir fyrir Englandsmeistarana, enginn leikmaður fjarverandi vegna mótanna, gæti reynst þeim vel í atlögunni að titlinum. Manchester United André Onana (Kamerún) hefur sæst við samlanda sína og ákveðið að spila aftur fyrir hönd Kamerún. Hann fékk leyfi til að spila deildarleik við Tottenham þann 14. janúar en fer svo beint á Afríkumótið, aðeins 24 tímum fyrir fyrsta leik Kamerún. Newcastle Sem betur fer fyrir Newcastle missa þeir ekki fleiri menn. Meiðslavandræði hafa hrjáð liðið og hópurinn er þegar þunnskipaður. Nottingham Forest Ekkert lið missir jafn marga menn og Forest, sex samtals. Serge Aurier, Willy Boly, Ibrahim Sangaré (Fílabeinsströndin), Cheikhou Kouyaté, Moussa Niakhaté (Senegal) og Ola Aina (Nigeria) Sheffield United Aðeins einn byrjunarliðsmaður, Anis Ben Slimane (Túnis). Varamaðurinn sem hefur enn ekki spilað, Yasser Larouci (Alsír) verður sömuleiðis fjarverandi. Tottenham Missa þrjá lykilmenn, Pape Sarr (Senegal), Yves Bissouma (Malí) og Heung Min-Son (S-Kórea). Gæti reynst erfitt að finna menn í þeirra stað. West Ham Mohammed Kudus (Gana) og Nayed Aguerd (Marokkó) eru báðir lykilmenn. Auk þess meiddist Lucas Paqueta á dögunum og verður fjarri í einhvern tíma. Wolverhampton Wanderers Munu sakna mikið Hwang Hee-Chan (S-Kórea), Boubacar Traoré (Malí) og Rayan Aït-Nouri (Alsír). Unglingaliðsleikmaðurinn Justin Hubner (Indónesía) var sömuleiðis valinn. Which players from your club are heading to the Africa Cup of Nations or Asian Cup? 🏆👉 https://t.co/c8aVPl0gt7 pic.twitter.com/ZPQYUrHDVI— Premier League (@premierleague) January 6, 2024 Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Afríkumótið hefst þann 13. janúar og lýkur 11. febrúar. Asíumótið hefst degi fyrr og endar degi fyrr. Flestöll lið ensku úrvalsdeildarinnar munu sakna einhverra manna meðan þeim stendur yfir. Englandsmeistarar Manchester City missa engan frá sér, Newcastle ekki heldur og nýliðar Burnley eru sömuleiðis fullskipaðir. Arsenal Takehiro Tomiyasu (Japan), hefur fest sig í sessi með liðinu en missir af næstu fimm leikjum að minnsta kosti. Hann kallaði eftir því á dögunum að Asíumótið verði fært og spilað á sumrin líkt og Evrópumótið. Mohamed Elneny (Egyptaland) verður sömuleiðis fjarverandi en Thomas Partey (Gana) var ekki kallaður til vegna meiðsla. Aston Villa Bertrand Traore (Burkina Faso) hefur ekki spilað leik fyrir Villa síðan í október og þeir ættu því ekki að sakna hans sárlega. Enda vel skipaðir á hægri kantinum með Leon Bailey og Moussa Diaby enn til taks. Bournemouth Dango Ouattara (Burkina Faso) fór meiddur af velli í síðasta leik en ferðaðist með samlöndum sínum á Afríkumótið. Antoine Semenyo (Gana) mun spila stórt hlutverk fyrir Gana. Hamad Traoré dró sig úr keppni vegna malaríusýkingar. Brentford Yoane Wissa (Kongó), Saman Ghoddos (Íran), Frank Onyeka (Nígería) eru allt byrjunarliðsmenn sem Brentford mun sakna. Táningurinn Kim Ji-Soo (S-Kórea) hefur ekki enn spilað fyrir liðið eftir að hafa komið í sumar. Góðu fréttirnar eru þær að Ivan Toney mun snúa aftur á völlinn bráðlega, þann 20. janúar nánar tiltekið, eftir að hafa tekið út átta mánaða bann. Brighton Kairu Mitoma (Japan) mun spila lykilhlutverk fyrir sína þjóð sem er spáð góðu gengi á mótinu og gæti farið langt. Simon Adingra (Fílabeinsströndin) hefur verið að glíma við meiðsli en mun taka þátt í Afríkumótinu. Burnley Eitt af þremur liðum sem missir engan leikmann. Chelsea Nicolas Jackson (Senegal) mun þreyta frumraun sína á Afríkumótinu og vonast til að hjálpa landi sínu að verja titilinn. Crystal Palace Jordan Ayew (Gana) er á leið á sitt sjötta Afríkumót. Everton Idrissa Gueye (Senegal) ákvað að fara og freista þess að verja titilinn. Annað en Abdoulaye Doucouré (Malí) sem kaus að hafna kallinu og hjálpa Everton í fallbaráttunni. Fulham Missa þrjá menn: Calvin Bassey, Alex Iwobi (Nígería) og Fodé Ballo-Touré (Senegal). Liverpool Mikill missir fyrir Liverpool en Mohamed Salah (Egyptaland) og Wataru Endo (Japan) verða báðir fjarverandi. Luton Town Issa Kaboré (Burkína Fasó), blóðtaka fyrir Luton sem þurfa á öllum sínum mönnum að halda. Manchester City Gleðifréttir fyrir Englandsmeistarana, enginn leikmaður fjarverandi vegna mótanna, gæti reynst þeim vel í atlögunni að titlinum. Manchester United André Onana (Kamerún) hefur sæst við samlanda sína og ákveðið að spila aftur fyrir hönd Kamerún. Hann fékk leyfi til að spila deildarleik við Tottenham þann 14. janúar en fer svo beint á Afríkumótið, aðeins 24 tímum fyrir fyrsta leik Kamerún. Newcastle Sem betur fer fyrir Newcastle missa þeir ekki fleiri menn. Meiðslavandræði hafa hrjáð liðið og hópurinn er þegar þunnskipaður. Nottingham Forest Ekkert lið missir jafn marga menn og Forest, sex samtals. Serge Aurier, Willy Boly, Ibrahim Sangaré (Fílabeinsströndin), Cheikhou Kouyaté, Moussa Niakhaté (Senegal) og Ola Aina (Nigeria) Sheffield United Aðeins einn byrjunarliðsmaður, Anis Ben Slimane (Túnis). Varamaðurinn sem hefur enn ekki spilað, Yasser Larouci (Alsír) verður sömuleiðis fjarverandi. Tottenham Missa þrjá lykilmenn, Pape Sarr (Senegal), Yves Bissouma (Malí) og Heung Min-Son (S-Kórea). Gæti reynst erfitt að finna menn í þeirra stað. West Ham Mohammed Kudus (Gana) og Nayed Aguerd (Marokkó) eru báðir lykilmenn. Auk þess meiddist Lucas Paqueta á dögunum og verður fjarri í einhvern tíma. Wolverhampton Wanderers Munu sakna mikið Hwang Hee-Chan (S-Kórea), Boubacar Traoré (Malí) og Rayan Aït-Nouri (Alsír). Unglingaliðsleikmaðurinn Justin Hubner (Indónesía) var sömuleiðis valinn. Which players from your club are heading to the Africa Cup of Nations or Asian Cup? 🏆👉 https://t.co/c8aVPl0gt7 pic.twitter.com/ZPQYUrHDVI— Premier League (@premierleague) January 6, 2024
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira