Fá kraftaverkamanninn Frey til að koma á stöðugleika: „Vita hvað þeir eru að fá“ Aron Guðmundsson skrifar 6. janúar 2024 23:30 Freyr er nýr þjálfari Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Hann var keyptur þangað frá Lyngby í Danmörku og finnur ekki fyrir pressu þó kaupverðið hafi verið hátt Mynd: KV Kortrijk Gærdagurinn var fyrsti formlegi dagur Freys Alexanderssonar í starfi knattspyrnuþjálfara belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortijk. Freyr var á dögunum keyptur til Kortrijk frá danska félaginu Lyngby sem hann hafði þjálfað við góðan orðstír. Komið liðinu upp í dönsku úrvalsdeildina og fest það í sessi þar. Áhugi annarra liða á kröftum Freys hefur verið til staðar undanfarna mánuði en sama hvort kallið annars staðar hefði komið eða ekki var Freyr búinn að ákveða að framlengja ekki samning sinn í Danmörku. Svo kom kallið frá Kortijk „Ég vildi upplifa deild sem að væri spennandi. Mér finnst belgíska deildin mjög spennandi fyrir mig til þess að verða betri þjálfari og ýta aðeins á sjálfan mig,“ sagði Freyr um ákvörðuna að taka við þjálfarastarfinu hjá Kortrijk. Klippa: Freyr: Skammtímaverkefnið er gríðarlega spennandi Á að koma á stöðugleika Framtíðarplön félagsins heilluðu hann en einnig skammtímaplönin sem eru krefjandi. Verkefnið framundan er nefnilegast af stórri stærðargráðu. Freyr skrifaði undir samning til sumarsins 2026 við Kortrijk sem situr í neðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir, liðið hefur ekki unnið leik í deildinni síðan undir lok októbermánaðar á síðasta ári, Freyr er þriðji þjálfari liðsins á tímabilinu og sá sautjándi á síðustu tíu árum. Freyr er hins vegar hvergi banginn þrátt fyrir þessar staðreyndir. „Þetta er félag sem hefur verið í belgísku úrvalsdeildinni undanfarin fimmtán ár. Við viljum gera allt til þess að halda liðinu þar áfram. Margir af þessum þjálfurum á þessu tíu ára tímabili voru seldir frá félaginu, ekki reknir. Hins vegar er búið að vera mikið rót á starfinu hér frá því síðasta sumar þegar að félagið gekk í gegnum mjög erfiða tíma, söluferli sem gekk svo til baka og þá var mikill vafi í kringum allt. Óstöðugleikinn hefur því verið mikill upp á síðkastið. Ég er fenginn inn til þess að koma með stöðugleika inn í félagið og bý þar að eigin reynslu á því að koma á stöðugleika hjá félagi. Þá hef ég líka reynslu af því að bjarga liði úr erfiðri stöðu. Það er eitthvað sem ég kann, ég veit hvað ég þarf að gera í þessari stöðu og mun reyna að nýta mér það. En í þessum viðræðum við félagið vildi ég líka fá það á hreint hvernig við myndum takast á við hlutina ef það verður hlutskipti félagsins að falla niður um deild. Sem og, ef raunin verður sú að við höldum okkar sæti í belgísku úrvalsdeildinni, hvernig við byggjum ofan á það. Það blandast margir þættir inn í þetta. Og það er alltaf þannig í þessum blessaða heimi fótboltans.“ Og forráðamenn Kortrijk vita að hverju þeir ganga. Því var ákveðið að kaupa Frey frá Lyngby. Kaupverðið talið því sem nemur 40 milljónum íslenskra króna. Finnur ekki fyrir pressu vegna hás kaupverðs Er það meiri pressa að vera keyptur yfir í annað félag? Eða er mikilvægt í þeirri stöðu að skilja peninga hliðina frá þessu? „Ég held að maður verði að gera það. Ég er fyrst og fremst stoltur af því að hafa verið keyptur til félags fyrir fullt af peningum. Það er ekki algengt að þjálfarar séu keyptir á milli félaga fyrir þennan pening, allavegana ekki í Skandinavíu. Ég finn enga pressu sökum þessa. Ég finn miklu frekar fyrir stolti. Þá er þetta meiri trygging fyrir mig. Þeir vita hvað þeir eru að fá og munu standa þétt við bakið á mér.“ Þær eru ýmsar, kröfurnar sem gerðar eru á Frey en hann gerir einnig kröfur til félagsins á móti. „Það voru ýmis smáatriði í tengslum við minn samning sem ég vildi fá á hreint. Til að mynda varðandi tryggingu fyrir mig ef allt fer á versta veg, ef ég verð rekinn eða ef að eignarhaldið á félaginu breytist. Forráðamenn félagsins gengu að kröfum mínum varðandi þessi atriði, sýndu mínum vangaveltum skilning og ég er því mjög sáttur með mín vistaskipti og mín viðskipti við Kortrijk.“ Freyr Alexandersson er orðinn þjálfari Kortrijk í Belgíu.Kortrijk Og Freyr hófst strax handa hjá félaginu í gær. Lið KV Kortrijk er nú statt á Albír og hefur Freyr tvær vikur fram að fyrsta leik sínum með Kortrijk í belgísku deildinni. Hvað ertu að fara gera næstu tvær vikurnar með þessu liði? „Það er af mörgu að taka,“ svarar Freyr. „Það er alltaf krefjandi að koma nýr inn í félag. Ég þarf að kynnast öllum leikmönnunum, þarf að kynnast starfsfólkinu í kringum félagið. Fyrst og fremst mun ég setja einbeitinguna á að skapa góðan kúltúr í kringum liðið til þess að fá það besta út úr leikmönnunum sem eru nú þegar hér. Freyr verður að nýta hvern einasta dag til hins ítrasta með leikmönnum Kortrijk næstu tvær vikurnar fram að fyrsta leik liðsins undir hans stjórn. Nú er liðið statt í æfingabúðum á Albír.Mynd: KV Kortrijk Ég þarf að koma á góðum strúktur í liðinu, efla trúnna hjá öllum á verkefninu framundan. Þetta eru aðal þættirnir sem ég þarf að koma á fót innan liðsins. Við þurfum líka að vera klókir á leikmannamarkaðnum, félagsskiptaglugginn er opinn núna. Við þurfum að vera opnir fyrir því að leita styrkinga í leikmannahópinn. Það mun fara einhver orka í það.“ Eins og fyrr sagði skrifaði Freyr undir samning til sumarsins 2026 við KV Kortrijk en hvar vill hann standa með liðið að þeim samningi loknum? „Ég myndi vilja að vera búinn að ná fram stöðugleika í liðið aftur og að við náum að narta í hælana á topp sex liðunum sem er erfitt að keppa við. Það væri draumastaðan og svona svipaðar aðstæður og ég var að glíma við hjá Lyngby. Að vera með lið þar. Stöðugleiki í félaginu, góðar upplifanir og að vera komnir þarna um miðja deild. Það er draumurinn.“ Belgíski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira
Áhugi annarra liða á kröftum Freys hefur verið til staðar undanfarna mánuði en sama hvort kallið annars staðar hefði komið eða ekki var Freyr búinn að ákveða að framlengja ekki samning sinn í Danmörku. Svo kom kallið frá Kortijk „Ég vildi upplifa deild sem að væri spennandi. Mér finnst belgíska deildin mjög spennandi fyrir mig til þess að verða betri þjálfari og ýta aðeins á sjálfan mig,“ sagði Freyr um ákvörðuna að taka við þjálfarastarfinu hjá Kortrijk. Klippa: Freyr: Skammtímaverkefnið er gríðarlega spennandi Á að koma á stöðugleika Framtíðarplön félagsins heilluðu hann en einnig skammtímaplönin sem eru krefjandi. Verkefnið framundan er nefnilegast af stórri stærðargráðu. Freyr skrifaði undir samning til sumarsins 2026 við Kortrijk sem situr í neðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir, liðið hefur ekki unnið leik í deildinni síðan undir lok októbermánaðar á síðasta ári, Freyr er þriðji þjálfari liðsins á tímabilinu og sá sautjándi á síðustu tíu árum. Freyr er hins vegar hvergi banginn þrátt fyrir þessar staðreyndir. „Þetta er félag sem hefur verið í belgísku úrvalsdeildinni undanfarin fimmtán ár. Við viljum gera allt til þess að halda liðinu þar áfram. Margir af þessum þjálfurum á þessu tíu ára tímabili voru seldir frá félaginu, ekki reknir. Hins vegar er búið að vera mikið rót á starfinu hér frá því síðasta sumar þegar að félagið gekk í gegnum mjög erfiða tíma, söluferli sem gekk svo til baka og þá var mikill vafi í kringum allt. Óstöðugleikinn hefur því verið mikill upp á síðkastið. Ég er fenginn inn til þess að koma með stöðugleika inn í félagið og bý þar að eigin reynslu á því að koma á stöðugleika hjá félagi. Þá hef ég líka reynslu af því að bjarga liði úr erfiðri stöðu. Það er eitthvað sem ég kann, ég veit hvað ég þarf að gera í þessari stöðu og mun reyna að nýta mér það. En í þessum viðræðum við félagið vildi ég líka fá það á hreint hvernig við myndum takast á við hlutina ef það verður hlutskipti félagsins að falla niður um deild. Sem og, ef raunin verður sú að við höldum okkar sæti í belgísku úrvalsdeildinni, hvernig við byggjum ofan á það. Það blandast margir þættir inn í þetta. Og það er alltaf þannig í þessum blessaða heimi fótboltans.“ Og forráðamenn Kortrijk vita að hverju þeir ganga. Því var ákveðið að kaupa Frey frá Lyngby. Kaupverðið talið því sem nemur 40 milljónum íslenskra króna. Finnur ekki fyrir pressu vegna hás kaupverðs Er það meiri pressa að vera keyptur yfir í annað félag? Eða er mikilvægt í þeirri stöðu að skilja peninga hliðina frá þessu? „Ég held að maður verði að gera það. Ég er fyrst og fremst stoltur af því að hafa verið keyptur til félags fyrir fullt af peningum. Það er ekki algengt að þjálfarar séu keyptir á milli félaga fyrir þennan pening, allavegana ekki í Skandinavíu. Ég finn enga pressu sökum þessa. Ég finn miklu frekar fyrir stolti. Þá er þetta meiri trygging fyrir mig. Þeir vita hvað þeir eru að fá og munu standa þétt við bakið á mér.“ Þær eru ýmsar, kröfurnar sem gerðar eru á Frey en hann gerir einnig kröfur til félagsins á móti. „Það voru ýmis smáatriði í tengslum við minn samning sem ég vildi fá á hreint. Til að mynda varðandi tryggingu fyrir mig ef allt fer á versta veg, ef ég verð rekinn eða ef að eignarhaldið á félaginu breytist. Forráðamenn félagsins gengu að kröfum mínum varðandi þessi atriði, sýndu mínum vangaveltum skilning og ég er því mjög sáttur með mín vistaskipti og mín viðskipti við Kortrijk.“ Freyr Alexandersson er orðinn þjálfari Kortrijk í Belgíu.Kortrijk Og Freyr hófst strax handa hjá félaginu í gær. Lið KV Kortrijk er nú statt á Albír og hefur Freyr tvær vikur fram að fyrsta leik sínum með Kortrijk í belgísku deildinni. Hvað ertu að fara gera næstu tvær vikurnar með þessu liði? „Það er af mörgu að taka,“ svarar Freyr. „Það er alltaf krefjandi að koma nýr inn í félag. Ég þarf að kynnast öllum leikmönnunum, þarf að kynnast starfsfólkinu í kringum félagið. Fyrst og fremst mun ég setja einbeitinguna á að skapa góðan kúltúr í kringum liðið til þess að fá það besta út úr leikmönnunum sem eru nú þegar hér. Freyr verður að nýta hvern einasta dag til hins ítrasta með leikmönnum Kortrijk næstu tvær vikurnar fram að fyrsta leik liðsins undir hans stjórn. Nú er liðið statt í æfingabúðum á Albír.Mynd: KV Kortrijk Ég þarf að koma á góðum strúktur í liðinu, efla trúnna hjá öllum á verkefninu framundan. Þetta eru aðal þættirnir sem ég þarf að koma á fót innan liðsins. Við þurfum líka að vera klókir á leikmannamarkaðnum, félagsskiptaglugginn er opinn núna. Við þurfum að vera opnir fyrir því að leita styrkinga í leikmannahópinn. Það mun fara einhver orka í það.“ Eins og fyrr sagði skrifaði Freyr undir samning til sumarsins 2026 við KV Kortrijk en hvar vill hann standa með liðið að þeim samningi loknum? „Ég myndi vilja að vera búinn að ná fram stöðugleika í liðið aftur og að við náum að narta í hælana á topp sex liðunum sem er erfitt að keppa við. Það væri draumastaðan og svona svipaðar aðstæður og ég var að glíma við hjá Lyngby. Að vera með lið þar. Stöðugleiki í félaginu, góðar upplifanir og að vera komnir þarna um miðja deild. Það er draumurinn.“
Belgíski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira