„Ég held að þetta sé liðið til að vinna“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. janúar 2024 16:46 Arnar Guðjónsson er alltaf líflegur á hliðarlínunni Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson tapaði tvo daga í röð gegn Njarðvík þessa helgina. Fyrst í gær með karlaliðið og nú aftur í dag með kvennaliðið en Njarðvík vann leikinn í dag nokkuð örugglega, lokatölur 60-79. Arnar var nú samt nokkuð léttur og sagði Njarðvíkinga alltaf vera velkomna í Garðabæinn þegar hann var spurður hvort þeim yrði boðið á Þrettándagleðina í kvöld. „Þeir eru bara alltaf velkomnir! Þeir voru bara miklu betri en við í dag.“ – Sagði Arnar og hló. Stjarnan lenti í djúpri holu í upphafi leiks og skoruðu ekki körfu utan af velli fyrr en í stöðunni 4-15. Stjörnukonur voru í raun að berjast upp úr þessari holu allan leikinn en náðu aldrei að brúa bilið þrátt fyrir góða baráttu á köflum. „Þessar stelpur eru duglegar og mér fannst við halda áfram að keppa allan tímann. Við vorum bara að spila við lið sem er betra en við eins og staðan er í dag. Ég er mjög hrifinn af því sem Njarðvíkingar eru að gera. Þeir eru að gefa helling af ungum stelpum tækifæri, þó svo að þær séu núna með þrjá erlenda leikmenn og svo þann fjórða á bekknum, þá eru þær að spila helling af ungum stelpum. “ Arnar var auðmjúkur eftir tapaði og hrósaði andstæðingum sínum í hástert og telur Njarðvíkinga vera líklegasta til að fara alla leið þegar upp er staðið. „Ég held að þegar þær fara að þrengja róteringuna í úrslitakeppninni, og mér sýnist að þessi Ameríkani sé líka svolítið góður, þá held ég að þetta sé liðið til að vinna í raun og veru. En ég er mjög hrifinn af því að núna, þegar hver einasti leikur skiptir kannski ekki miklu máli þá eru þær samt sem áður að spila helling af efnilegum stelpum. Bara „kudos“ á Njarðvík. Mér finnst mjög skemmtilegt sem þær eru að gera, helling af stelpum sem fá tækifæri, og þegar þær fara að þrengja róteringu eru ekki mörg lið sem geta unnið þær held ég.“ Talandi um róteringu. Það voru bara tíu leikmenn á skýrslu hjá Stjörnunni í dag. Hvernig er útlitið með hópinn í næstu leikjum? „Við erum bara með meiddar stelpur. Það hafa verið heilahristingar og snúinn ökkli. Við pottþétt tökum einhverja eina tvær upp úr unglingastarfinu og höldum áfram. Það er alveg á hreinu hvað við erum að reyna að gera. Kannski voru það útlendingarnir okkar sem voru mest í sviðsljósinu í dag en við erum að reyna að gefa okkar stelpum tækifæri til að bæta sig og spila. Það er markmiðið eins og staðan er í dag, okkur langar að verða eins og liðin sem eru að keppa um Íslandsmeistaratitilinn þegar fram líða stundir. Það er alveg á hreinu.“ Tíu liða deild komin til að vera en leikirnir of margir Nú styttist í að deildinni verði skipt upp og Stjarnan er hársbreidd frá því að tryggja sig í efri hlutann. Arnari lá mikið á hjarta um þetta nýja fyrirkomulag, sem hann styður eindregið en vill þó gera breytingar og jafna leikjafjöldann samanborið við úrvalsdeild karla. „Ég var talsmaður þess að fara í tíu liða deild og ég er ennþá á því að tíu liða deildin sé góð. Ég held að við höfum gert ein mistök með því að fara í tvöfalda umferð eftir splitt. Ég held að hún ætti bara að vera einföld. Þá ertu kominn í 22 leiki eins og karlamegin og ég held að það sé eitthvað sem ætti að skoða í sumar. Ég held að það sé mátulegt álag og mér finnst eðlilegt að það séu jafn margir leiki karla- og kvennamegin.“ „Það gefur augaleið að rekstur á kvennaliðum virðist vera strembnari. Það þarf sama fjölda af sjálfboðaliðum alltaf til að setja þetta upp. Þannig að ég held að það sé mjög smart ef það eru jafn margir leikir karla- og kvennamegin, ég held að það sé leið til að fara. En ef við förum í skiptingu að fara þá í einfalda umferð, þá ertu kominn með 22 leiki miðað við að það séu tíu liða deild.“ Tíu liða deild ódýr afsökun Blika fyrir því að hætta rekstri Arnar lauk viðtalinu á að ræða stöðuna í Kópavogi, en Breiðablik dró lið sitt úr keppni rétt fyrir áramót. Arnar er á því að sterk tíu liða efsta deild sé rétta leiðin til að fara og gefi liðunum í 1. deild meira andýrmi til að byggja upp. „Tíu liða deildin er búin að ganga ágætlega. Blikarnir hafa eitthvað verið að halda því fram að ástæðan fyrir því að þeir þurftu að segja sig úr keppni sé tíu liða deild. Liðin sem komu upp, Þór Akureyri og Snæfell, ég sé ekki leikmenn þar sem hefðu verið í Breiðablik í átta liða deild þannig að ég held að Blikarnir hefðu alveg jafn mikið hætt sínum rekstri í átta leið deild eins og tíu liða. Ég held að það sé ódýr afsökun.“ „Ég held að rétta leiðin sé að halda áfram í tíu liða deild, það er bara búið að sjást í vetur. Það er hellingur af jöfnum leikjum. Við og Þór Akureyri erum búin að vinna allskonar lið og við komum upp. Fjölnir er búið að vinna t.d. Þór Akureyri og Snæfell er búið að vera yfir í hálfleik gegn bestu liðum landsins. Íþróttir eru líka þannig að það tapa alltaf einhverjir, það eru alltaf einhverjir lélegastir. Það verður þannig þó við verðum í þriggja liða deild, þá verður þriðja liðið lélegast.“ „Ég held að tíu liða deild sé best ef ég horfi á þetta frá mínum bæjardyrum. Stelpurnar mínar eru að fá geðveika leiki. Það er ekkert smávegis fyrir þessar stelpur að fá að spila á móti t.d. einum af mínum uppáhalds leikmönnum fyrr og síðar, Emilie Hesseldal. Bara geggjað að fá fjóra leiki vonandi ef við náum okkar í efri hlutann á móti þessum stelpum. Að vera að keppa á móti Dani Rodriguez og þessum gellum fjórum sinnum á ári. Ég held að það sé miklu betra.“ „Þetta er allavega mín skoðun að þetta sé rétta leiðin. Þá frekar að það sé auðveldara að koma inn í 1. deildina. Ef þú horfir á lið eins og Ármann sem byrjaði fyrir fjórum árum síðan. Þær myndu ekki byrja eins og 1. deildin var í fyrra. Þú ert með lið á höfuðborgarsvæðinu með tvo erlenda leikmenn í 1. deild kvenna. Ef að öll liðin eru þannig er rosalega erfitt að byrja nýtt prógramm kvennamegin og koma inn. Þannig að ég held að það sé miklu betra að reyna að vera með toppinn góðan og byggja undir. Sorglegt að Blikarnir hafi þurft að hætta en það er ekki útaf tíu liða deild, það er út af einhverju allt öðru. Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Sjá meira
„Þeir eru bara alltaf velkomnir! Þeir voru bara miklu betri en við í dag.“ – Sagði Arnar og hló. Stjarnan lenti í djúpri holu í upphafi leiks og skoruðu ekki körfu utan af velli fyrr en í stöðunni 4-15. Stjörnukonur voru í raun að berjast upp úr þessari holu allan leikinn en náðu aldrei að brúa bilið þrátt fyrir góða baráttu á köflum. „Þessar stelpur eru duglegar og mér fannst við halda áfram að keppa allan tímann. Við vorum bara að spila við lið sem er betra en við eins og staðan er í dag. Ég er mjög hrifinn af því sem Njarðvíkingar eru að gera. Þeir eru að gefa helling af ungum stelpum tækifæri, þó svo að þær séu núna með þrjá erlenda leikmenn og svo þann fjórða á bekknum, þá eru þær að spila helling af ungum stelpum. “ Arnar var auðmjúkur eftir tapaði og hrósaði andstæðingum sínum í hástert og telur Njarðvíkinga vera líklegasta til að fara alla leið þegar upp er staðið. „Ég held að þegar þær fara að þrengja róteringuna í úrslitakeppninni, og mér sýnist að þessi Ameríkani sé líka svolítið góður, þá held ég að þetta sé liðið til að vinna í raun og veru. En ég er mjög hrifinn af því að núna, þegar hver einasti leikur skiptir kannski ekki miklu máli þá eru þær samt sem áður að spila helling af efnilegum stelpum. Bara „kudos“ á Njarðvík. Mér finnst mjög skemmtilegt sem þær eru að gera, helling af stelpum sem fá tækifæri, og þegar þær fara að þrengja róteringu eru ekki mörg lið sem geta unnið þær held ég.“ Talandi um róteringu. Það voru bara tíu leikmenn á skýrslu hjá Stjörnunni í dag. Hvernig er útlitið með hópinn í næstu leikjum? „Við erum bara með meiddar stelpur. Það hafa verið heilahristingar og snúinn ökkli. Við pottþétt tökum einhverja eina tvær upp úr unglingastarfinu og höldum áfram. Það er alveg á hreinu hvað við erum að reyna að gera. Kannski voru það útlendingarnir okkar sem voru mest í sviðsljósinu í dag en við erum að reyna að gefa okkar stelpum tækifæri til að bæta sig og spila. Það er markmiðið eins og staðan er í dag, okkur langar að verða eins og liðin sem eru að keppa um Íslandsmeistaratitilinn þegar fram líða stundir. Það er alveg á hreinu.“ Tíu liða deild komin til að vera en leikirnir of margir Nú styttist í að deildinni verði skipt upp og Stjarnan er hársbreidd frá því að tryggja sig í efri hlutann. Arnari lá mikið á hjarta um þetta nýja fyrirkomulag, sem hann styður eindregið en vill þó gera breytingar og jafna leikjafjöldann samanborið við úrvalsdeild karla. „Ég var talsmaður þess að fara í tíu liða deild og ég er ennþá á því að tíu liða deildin sé góð. Ég held að við höfum gert ein mistök með því að fara í tvöfalda umferð eftir splitt. Ég held að hún ætti bara að vera einföld. Þá ertu kominn í 22 leiki eins og karlamegin og ég held að það sé eitthvað sem ætti að skoða í sumar. Ég held að það sé mátulegt álag og mér finnst eðlilegt að það séu jafn margir leiki karla- og kvennamegin.“ „Það gefur augaleið að rekstur á kvennaliðum virðist vera strembnari. Það þarf sama fjölda af sjálfboðaliðum alltaf til að setja þetta upp. Þannig að ég held að það sé mjög smart ef það eru jafn margir leikir karla- og kvennamegin, ég held að það sé leið til að fara. En ef við förum í skiptingu að fara þá í einfalda umferð, þá ertu kominn með 22 leiki miðað við að það séu tíu liða deild.“ Tíu liða deild ódýr afsökun Blika fyrir því að hætta rekstri Arnar lauk viðtalinu á að ræða stöðuna í Kópavogi, en Breiðablik dró lið sitt úr keppni rétt fyrir áramót. Arnar er á því að sterk tíu liða efsta deild sé rétta leiðin til að fara og gefi liðunum í 1. deild meira andýrmi til að byggja upp. „Tíu liða deildin er búin að ganga ágætlega. Blikarnir hafa eitthvað verið að halda því fram að ástæðan fyrir því að þeir þurftu að segja sig úr keppni sé tíu liða deild. Liðin sem komu upp, Þór Akureyri og Snæfell, ég sé ekki leikmenn þar sem hefðu verið í Breiðablik í átta liða deild þannig að ég held að Blikarnir hefðu alveg jafn mikið hætt sínum rekstri í átta leið deild eins og tíu liða. Ég held að það sé ódýr afsökun.“ „Ég held að rétta leiðin sé að halda áfram í tíu liða deild, það er bara búið að sjást í vetur. Það er hellingur af jöfnum leikjum. Við og Þór Akureyri erum búin að vinna allskonar lið og við komum upp. Fjölnir er búið að vinna t.d. Þór Akureyri og Snæfell er búið að vera yfir í hálfleik gegn bestu liðum landsins. Íþróttir eru líka þannig að það tapa alltaf einhverjir, það eru alltaf einhverjir lélegastir. Það verður þannig þó við verðum í þriggja liða deild, þá verður þriðja liðið lélegast.“ „Ég held að tíu liða deild sé best ef ég horfi á þetta frá mínum bæjardyrum. Stelpurnar mínar eru að fá geðveika leiki. Það er ekkert smávegis fyrir þessar stelpur að fá að spila á móti t.d. einum af mínum uppáhalds leikmönnum fyrr og síðar, Emilie Hesseldal. Bara geggjað að fá fjóra leiki vonandi ef við náum okkar í efri hlutann á móti þessum stelpum. Að vera að keppa á móti Dani Rodriguez og þessum gellum fjórum sinnum á ári. Ég held að það sé miklu betra.“ „Þetta er allavega mín skoðun að þetta sé rétta leiðin. Þá frekar að það sé auðveldara að koma inn í 1. deildina. Ef þú horfir á lið eins og Ármann sem byrjaði fyrir fjórum árum síðan. Þær myndu ekki byrja eins og 1. deildin var í fyrra. Þú ert með lið á höfuðborgarsvæðinu með tvo erlenda leikmenn í 1. deild kvenna. Ef að öll liðin eru þannig er rosalega erfitt að byrja nýtt prógramm kvennamegin og koma inn. Þannig að ég held að það sé miklu betra að reyna að vera með toppinn góðan og byggja undir. Sorglegt að Blikarnir hafi þurft að hætta en það er ekki útaf tíu liða deild, það er út af einhverju allt öðru.
Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti