Innlent

Al­var­legt um­ferðar­slys á Grinda­víkur­vegi

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning um slysið barst klukkan 11:35.
Tilkynning um slysið barst klukkan 11:35. Aðsend

Alvarlegt umferðarslys varð á Grindavíkurvegi þegar tveir bílar rákust saman upp úr hálf tólf í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er um alvarlegt slys að ræða, en þarna rákust saman fólksbíll og steypubíll.

Áreksturinn varð á Grindavíkurvegi, ekki langt frá Reykjanesbraut og barst tilkynning um slysið um klukkan 11:35. 

Uppfært 12:40: 

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja voru tveir í öðrum bílnum og einn í hinum. Vinna stendur enn yfir á vettvangi en einn hefur verið fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.  

Uppfært 12:58:

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að viðbragðsaðilar hafi farið strax á vettvang eftir að tilkynning barst. Grindavíkurvegur sé lokaður fyrir umferð á meðan vettvangsrannsókn lögreglu fer fram. Þá segir að ekki sé unnt að upplýsa frekar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×