Lífið

„Ég held að fasteignaverðið hafi verið að lækka“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Heldur betur athyglisvert ár fyrir þetta bæjarfélag.
Heldur betur athyglisvert ár fyrir þetta bæjarfélag.

Milli jóla og nýárs var árið gert upp í stjörnuleik spurninga- og skemmtiþáttarins Kviss á Stöð 2.

Keppendur voru landsþekktir grínistar í bland við stjörnur sem skinu skært á árinu. Liðin tvö skipuðu Steindi Jr., Saga Garðarsdóttir, Bríet ISIS annars vegar og Söndru Barilli, Dóra DNA og Patrik Snæ Atlason hins vegar.

Ein spurning í þættinum vakti mikla athygli og var þá spurt um bæjarfélag. Í því bæjarfélagi fundust leðurblökur, kakkalakkar í fráveitulögn og grímuklæddur maður skeit á bifreið, ekki bara einu sinni heldur tvisvar.

Spurt var einfaldlega hvaða bæjarfélag um ræðir. „Ég held að fasteignaverðið hafi verið að lækka,“ sagði Steindi þegar í ljós kom hvaða bæjarfélag um ræðir. 

Hér að neðan má sjá atriðið úr Kviss þættinum og þar kemur í ljós í hvaða bæ þessir atburðir áttu sér stað á síðasta ári. 

Klippa: Leðurblökur, kakkalakkar og bílakúkari





Fleiri fréttir

Sjá meira


×