Innlent

Ó­vissu­stigi af­lýst á Aust­fjörðum

Atli Ísleifsson skrifar
Úr Seyðisfirði.
Úr Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur nú verið aflýst á Austfjörðum. Hættustigi vegna ofanflóðahættu á Seyðisfirði var aflýst í gær.

Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. Veðurstofa lýsti yfir óvissustigi 1. janúar síðastliðinn á Austfjörðum vegna hættu á snjóflóðum, en sama dag var hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði.

Hættustigi á Seyðisfirði var svo aflýst í gær og var á sama tíma rýmingum í bænum aflétt og lokunum Hafnargötu sömuleiðis. Óvissustigi á Austfjörðum hefur nú einnig verið aflýst.

Áður hafði verið tilkynnt um vot flekaflóð og spýjur í grennd við Eskifjörð, Norðfjörð, í Oddsskarði og Fagradal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×